Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fullt tungl!

Það held ég að verði fjör um helgina.  Annars er ég alveg hundfúll, er að prófa nýju tölvuna og var búinn að skrifa þessa snilldarfærslu þegar hún hvarf bara með manni og mús. 

Það tók sig upp hjá mér gamalt áhugamál í gærkvöldi.  Ætla að fara að stunda golf aftur eftir fimmtán ára hlé.  Byrja á að fara með vini mínum í kennslu- aðallega honum svona til halds og trausts sjáið þið til.

Annars er gott að hafa að einhverju að hverfa ef allt fer hér til andskotans, eins og tónninn er þessa dagana.

Er að vinna alveg út í eitt þessa sólarhringana, og mikið rosalega verður gott að sjá fyrir endann á þessu um helgina.  Mataræðið er gjörsamlega fokið út um gluggann, og ég fæ æði fyrir hinu og þessu í staðinn.  Heyrði t.d. af marsipankökum í byrjun síðustu viku og ekki að sökum að spyrja það var bara M- allt-kökur, brauð, rjómatertur og ég veit ekki meir! Svo dett ég inn á DUUS af og til og borða FJÖLL.  Svefninn farinn í tómt rugl, alveg að drepast úr harðsperrum, og líður svo alveg stórkostlega!  Það er nú alveg til að kóróna þetta allt saman.

Konudagurinn er á sunnudaginn!  Aftur?  gæti einhver spurt sem hefði alla sína visku af síðunni hjá mér, Ég nefnilega misminnti mig eitthvað og flýtti honum bara um viku.  hef greinilega verið orðinn svona spenntur eitthvað fyrir söngatriðinu, sem ég ætla þó ennþá að flytja þann dag.  En það er líka gott að vera ekki svo upptekinn af fréttum að manni er frjálst að hafa hvaða dag sem maður vill í dag- í dag ætla ég að hafa besta dag.  vona að hann verði ykkur góður líka 


Ætla að þegja yfir þessu álveri- þar til það rís!

Draumurinn íslenski er að verða að martröð fyrir marga, mjög hratt þessa dagana.  Hvar þetta niðurfall íslenska hagkerfisins endar er ekki vitað- hvar er endinn? 

Nýtt upphaf gæti verið að byrja á lítilli kofabyggingu á suðurnesjum.Tounge

 

 


Ef minnið er ekki að svíkja mig!

Þá átti þetta að verða ein af jákvæðustu hliðunum við kjördæmabreytinguna á sínum tíma, gagnvart landbyggðinni.  Frábært að við skulum eiga svona dugmikla og framtaksama þingmenn, sem drífa í hlutunum og láta svona mál ekki velkjast um, nema í uppundir áratug!
mbl.is Aðstoðarmenn í fullu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skulda nóg!

Færist óðum nær því marki að skulda nóg.  Heyrði þessa setningu í dag - skuldarðu ekki nóg?  Eitthvað þurfti ég aðeins að melta þetta, því ég er fyrst að fatta núna hvenær nóg er nóg, í þessu tilliti. Nóg í mínu tilfelli er þegar ég get lifað af skuldunum!, svo einfalt er það. 

Annars er þessi dagur búinn að sýna mér hluti sem ég hef aldrei upplifað áður.  Karabíska hafið að verða að Kvíabryggju, á annan tug víetnama að flytja á neðri hæðina(veit ekki hve margir urðu eftir þegar yfir lauk í kvöld sjáiði til), ljóst að ég verð ekki mikið fyrir austurlenskan mat á næstunni miðað við lyktina í stigaganginum þegar ég kom heim áðan, alveg ótrúlegt upplifelsi að prófa að búa í "ég verðaðfáaðkallaetta" blokk, og nokkuð ljóst að þetta er að verða mjög tímabundin búseta.  Ætla að verða kominn í sólstól einhvers staðar með sumrinu-ef það kemur snemma! 

Er að sjá hilla undir endann á verkefni sem ég hef verið að vinna að undanfarna mánuði, mikið verður gott að ná smá áttum aftur þó ekki væri nema í korter.  Síminn stoppar ekki þessa klukkutímana yfir þessu og ég er sko alveg að verða tilbúinn að skella honum í þvottavélina og press play!- Nei common bullandi vanþakklæti í gangi, þreyta bara farin að segja til sín og svo að enginn tími gefst fyrir lífið, að öðru leyti.  Best að drífa þetta bara af og gleyma sér svo í svona eins og mánuð áður en næsta verkefni tekur við- vonandi.

Hitti mann í dag!  Já þið lásuð rétt, alveg ótrúlegur fjandi að vera svona frekar að leita að konu og sitja uppi með mann eitthvað:-), jæja nema hvað þetta var nú sérstaklega heilræðagóður maður, sem hefur kynnst ýmsu í sama landi og ég.  Haldið þið ekki að hann hafi ekki verið umkringdur fallegu kvenfólki, kominn á áttræðisaldurinn karluglanDevil,sem var að troða númerunum sínum í símann hans!  Kannski er hluti skýringarinnar að hann átti afmæli, EN, þær voru sko ekkert skyldar honum neitt að því er ég best veit.

 


Síðasta fermingarbarnið mitt!

Fór ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur í innkaupaleiðangur í dag.  Varð hugsað til baka til þess tíma er elsta dóttir okkar fermdist og hve tímarnir hafa breyst á ekki lengri tíma.  Þetta var svona með  tregablandinni ánægju- dagur, síðasti fermingarleiðangur okkar foreldranna runninn upp.  Sem betur fer gekk allt vel og fröken æðisleg fann kjól og skó og þetta helsta. 

Gengum líka frá boðskortaútgáfunni, gestabókinni, servettunum o.s.frv., skoðuðum salinn þar sem veislan fer fram og fleira. 

Eins og sjá má skrópaði ég í vinnunni í dag og hef engan móral yfir því, ætlaði í vinnu eftir að ég kom heim en ákvað svo að þetta gæti nú bara talist gott í dag og ákvað að byrja morgundaginn af krafti í staðinn. 

Morgundagurinn gæti orðið sögulegur fyrir margra hluta sakir, og nauðsynlegt að undirbúa hann vel alls ekki sama hvernig spilast úr honum.  Ef allt gengur upp og að óskum er ég búinn að gera gjörsamlega fáránlega hluti á örstuttum tíma!  Ef ekki nú þá er ég bara í góðum gír, og lífið það heldur alltaf áfram, og er fjandi gott líf þótt ég segi sjálfur fráGrin

Valdísardagurinn var í dag, í morgun heyrði ég í manneskju, mjög flottri manneskju og var að forvitnast um hvar glugginn hennar væri til húsa, svo ég gæti sent ákveðið söngtríó á svæðið- hún sagðist myndi drekkja þeim í vatni ef þeir létu sjá sig!  Að sjálfsögðu er þetta eitthvað sem fólk sem gefur sig út fyrir þetta getur átt von á, en ég held hún hafi nú verið að meina að hún vildi heldur sjá migSmile í eigin persónuWink syngja!LoL  Veit ekki hvaðan hún hefur upplýsingar um sönghæfileika mína- en Góðar fréttir ferðast hratt.  Mátti því miður ekki vera að því að ganga frá smáatriðunum varðandi sönginn, en konudagurinn þessi íslenski hann er jú á sunnudaginn ekki satt ....

                                                              Love Song






Auglýsa stöðu Ríkissjóðs!

Kaupa opnuauglýsingar í alvörublöðum austanhafs og vestan og kynna afkomutölur undanfarinna ára og stöðu Ríkissjóðs í dag.  Hugsa að mörgum íslendingnum finndist það jafnvel áhugavert!

Að öðru leyti er ég sammála því að ríkisstjórnin sé í viðbragðsstöðu og sé klár í hvað sem upp gæti komið.  Því er það sterkur leikur að fara yfir stöðu mála.  Hvaða lánakjör standa Íslenska ríkinu til boða t.d.?

 


mbl.is Fundur boðaður með aðilum á fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni enn!

Einu sinni enn er eitthvað "um það bil" að hefjast á suðurnesjum eða þá "að opna".  Nú er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustunga að nýju álveri verði tekin eftir mánuð!  Ég vil vita hvaða mánuð og á hvaða ári!!!!!

Ný skurðstofa opnuð í tuttuguogeitthvað ára gamla húsinu sem hefur aldrei verið að fullu tekið í notkun, vegna fjárskorts, viljaleysis, og landsbyggðarpólitíkur stjórnvalda á hverjum tíma.  Að vísu vantar ennþá flest tæki, en það er von á þeim- á þessari öld vonandi.  Hvað um það það er búið að taka úr lás skurðstofuna og hún því opin!  Ýmislegt hefur verið opnað í byggingunni frá upphafi og mér er til efs að fleiri deildir og svið hafi verið "opnuð" án þess að vera tekin í notkun, á einu sjúkrahúsi á Íslandi.

Við suðurnesjamenn höfum um áratugaskeið setið undir hervælinu í landsmönnum, og aldrei setið við sama borð og aðrir landsmenn vegna veru hersins hér.  Fyrir ekki svo ýkja löngu síðan hvarf herinn á innan við ári og með honum á annað þúsund störf.  Fyrir hugmyndauðgi suðurnesjamanna sjálfra hefur tekist að sigla þetta tímabil síðan án stóráfalla, en alveg ljóst að þar hurfu mörg sérhæfð störf.

Suðurnesin þurfa stórt og öflugt fyrirtæki eins og álver á svæðið til að viðhalda,-og fá inn á svæðið þekkingu sem síðar gæti nýst í nýsköpun í öðrum greinum.  Það flytur enginn á svæðið af því að það á að fara að byggja - eða opna eitthvað- það verður að vera í hendi! 

Jæja ríkisstjórn Íslands- fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar!  Þið eigið leik!


mbl.is Framkvæmdir við álver í Helguvík að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finn ekki sólgleraugun!

Er að fyllast svo mikilli bjartsýni, að það stingur hreinlega í augunJoyful.  Samt er eiginlega dimmt úti held ég örugglega.  Ætli ég verði ekki að halda áfram að leita og sjá hvort ég finn ekki gömul veiðigleraugu einhvers staðar,- með þeim sér maður nefnilega líka betur í gegnum- vatn!  Sem er nú ekki vanþörf á, á þessum síðustu og bestu tímum, þar sem allt getur skeð og er að ske, og ég mun láta ske. 

Rosalegt ske er þetta!  Hvað ætli sé að ske- skyldi þó aldrei vera að lífið sé að ske.

Er á stöðugri siglingu áfram í lífinu, sem er ljúft og leikur við mig þessa dagana.

Að vísu er vogin að hrella mig annað slagið, sértaklega þegar ég sé í rassgatið á henni - undan baðinnréttingunniHalo.  Kannski ég skutli henni bara inn í þvottahús, hún ætti að una sér vel þar!  Þetta er svo "þungt" heimili þvottalega þessa dagana.LoL  


Leikur lífsins.

Það er ekki alltaf nóg að hafa góð spil á hendinni, það verður að spila vel úr hverjum þeim spilum sem maður er með, til að fá út úr lífinu það sem maður vill, eða því sem næst. 

Oft koma upp aðstæður þar sem maður vildi helst láta sig hverfa, til að þurfa ekki að takast á við verkefni sem fyrir liggja, af einhverjum ástæðum. 

En lífið nær þér alltaf á endanum, þannig að oftast er best að mæta lífinu, og takast á við það sem í boði er hverju sinni, og halda svo áfram í stað þess að eyða mörgum dögum í vangaveltur um hvað ef, en, hefði, o.s.frv.

Þannig fær maður líka mun meiri tíma til að kanna ný tækifæri, nýja möguleika, og nýta tímann bara í eitthvað sem mann langar til að gera eða upplifa.

Gremja er alveg glötuð tilfinning, sem fylgir gærdeginum iðulega að málum, og oftast vita vonlaust að vera að velta sér upp úr.  Samt er þetta landlægur andskoti og hrjáir fólk í haugum.  Til hvers er ekki gott að vita því enginn verður meira fyrir barðinu á gremju sinni en maður sjálfur.

Á morgun verður kominn nýr dagur, nýrra tækifæra, nýrra möguleika. Það er alveg sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, morgundagurinn getur orðið góður fyrir migGrin

Var að skoða hús áðan, mikið hús, en líka mikil vinna fylgjandi því.  Hátt til lofts og vítt til veggja og pláss fyrir hvað sem er, held meira að segja að það sé pláss fyrir konu þar einhvers staðar.  Annars hef ég í dag mesta þörf fyrir þær sem eru þar nú þegar, en það er önnur sagaCool


Hann Villi hlýtur að vera vog!

Farðu nú að taka þig saman í andlitinu og hætta þessu sorglega bulli sem búið er að vera í gangi alltof lengi.  Þegar meira að segja nánustu samstarfsmenn snúa við þér bakinu, hlýtur að vera eitthvað þarna sem þú hefur gert vitlaust og er ekki að virka.  Að minnið skuli þurrkast út daglega á hinum ýmsu sviðum eftir þörfum, sýnir að nú er komið nóg.  Að hringla svona með hlutina er engum til gagns- allra síst þér.  Það gengur ekki til lengdar að kenna alltaf öðrum um og vitna til gamalla brottrekinna gæja.  Það þýðir ekkert í nýju sambandi að ímynda sér einhvern veruleika- sem er ekki, og hlutirnir lagist með tímanum.  Grýla verður aldrei götuprýði þó hún sé sett í lýtaaðgerð!  Að koma sér í svona aðstæður, erfiðar eða ei, er engum um að kenna nema þér.  Enginn getur komið þér út úr þessu rugli nema þú og því fyrr því betra, fyrir alla í kringum þig.

Gangi þér svo sem allra best og hafðu þökk fyrir vel unnin störf í okkar þágu í gegnum árin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband