Síðasta fermingarbarnið mitt!

Fór ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur í innkaupaleiðangur í dag.  Varð hugsað til baka til þess tíma er elsta dóttir okkar fermdist og hve tímarnir hafa breyst á ekki lengri tíma.  Þetta var svona með  tregablandinni ánægju- dagur, síðasti fermingarleiðangur okkar foreldranna runninn upp.  Sem betur fer gekk allt vel og fröken æðisleg fann kjól og skó og þetta helsta. 

Gengum líka frá boðskortaútgáfunni, gestabókinni, servettunum o.s.frv., skoðuðum salinn þar sem veislan fer fram og fleira. 

Eins og sjá má skrópaði ég í vinnunni í dag og hef engan móral yfir því, ætlaði í vinnu eftir að ég kom heim en ákvað svo að þetta gæti nú bara talist gott í dag og ákvað að byrja morgundaginn af krafti í staðinn. 

Morgundagurinn gæti orðið sögulegur fyrir margra hluta sakir, og nauðsynlegt að undirbúa hann vel alls ekki sama hvernig spilast úr honum.  Ef allt gengur upp og að óskum er ég búinn að gera gjörsamlega fáránlega hluti á örstuttum tíma!  Ef ekki nú þá er ég bara í góðum gír, og lífið það heldur alltaf áfram, og er fjandi gott líf þótt ég segi sjálfur fráGrin

Valdísardagurinn var í dag, í morgun heyrði ég í manneskju, mjög flottri manneskju og var að forvitnast um hvar glugginn hennar væri til húsa, svo ég gæti sent ákveðið söngtríó á svæðið- hún sagðist myndi drekkja þeim í vatni ef þeir létu sjá sig!  Að sjálfsögðu er þetta eitthvað sem fólk sem gefur sig út fyrir þetta getur átt von á, en ég held hún hafi nú verið að meina að hún vildi heldur sjá migSmile í eigin persónuWink syngja!LoL  Veit ekki hvaðan hún hefur upplýsingar um sönghæfileika mína- en Góðar fréttir ferðast hratt.  Mátti því miður ekki vera að því að ganga frá smáatriðunum varðandi sönginn, en konudagurinn þessi íslenski hann er jú á sunnudaginn ekki satt ....

                                                              Love Song






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú skellir þér í sönginn,ekki spurning,slærð hratt og örugglega í gegnMitt síðasta fer að fermast bráðum.Gaman að þessu

Birna Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband