Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Góður dagur kemur aldrei of fljótt!

Var að fara í gegnum daginn á heimleiðinni, hvílíkur andskotans leiðindadagur.  Það hefur bara ekki verið heil stund í lagi í dag.  Svona eintóm leiðindi eru sem betur fer mjög sjaldgæf í mínu lífi. 

Fór svo og las nokkur blogg aftur í tímann og viti menn!, jú það er von - á góðum degi - og hann getur ekki komið of fljótt.

Dríf mig í háttinn svo hann komi sem fyrst:-)


Hornið.

Ætla ekki að segja nokkrum manni frá því hvað það var gott að koma á veitingastaðinn Hornið í kvöld.

Hef ekki komið þar í nokkur ár, og leið barasta eins og ég hefði verið þar síðast í gær- glæsilegt.  Vorum að velta fyrir okkur breytingunum á miðbænum, veitingastöðunum o.s.frv., og þvilík snilld að Hornið skuli hafa haldið sér öll þessi ár.  Nokkuð ljóst að Duus hefur fengið samkeppni, og ég fundið "nýjan" griðastað í miðborginni.  

Annars höfðum við það bara nice, röltum svo einn hring um bæinn, en ákváðum svo að tímanum væri betur varið annars staðar!!!W00t

Ætla ekki að eyða meira af honum hér í bili- góðar stundirHalo 


Aldrei !

Skammast mín eins fyrir að vera flokksbundinn sjálfstæðismaður og fyrir nafnið mitt. 

Hvaða vitleysingum vantar verkefni núna, við að búta þetta embætti niður, embætti sem hefur allt til að bera til að ná árangri nema peningana- sem "eigandinn" sjáið þið til- á nóg af.

Mér er slétt sama í hvaða flokki Jóhann Benediktsson er, heldur stundum sjálfur að hann sé í stjörnuflokki- að mér finnst.  Hann má dansa uppá borðum mín vegna ef hann nær árangri!

Lífið er eins og það er!  Ekkert alltaf eins og við viljum að það sé.  Þótt það sé hægt að fá einhverja útkomu í hlíðunum í Reykjavík í tindátaleik með kórdrengjunum, er fráleitt að staðan verði eins þegar út í lífið er komið!  T.d. er lífið í lit ekki svarthvítu, og það er bara þannig að það kostar extra. 


mbl.is Enginn samblástur gegn Jóhanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliglöp að hrjá ráðherra?

Ef það er rétt þá hljóta samráðherrar hans að fara að taka í taumana.  Ætlar hann virkilega að reyna að verða fyrsti hershöfðingi Íslands?  Annars gekk þetta of vel til að það væri hægt að láta það afskiptalaust.
mbl.is Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættu að halda - slepptu!

Sem ég sit við eldhúsborðið og er að rembast við að skrifa minnismiða morgundagsins því ég er svo óskaplega minnisgóður þessa dagana eða hitt þó heldur:-) og alveg búinn að missa hjartað úr fúnksjón eitthvað- svona "heilabilun" þar í gangiBlush- dettur ekki inn póstur sem ég ætla að deila með ykkur:

 Let It G o ..........by T.D. Jakes


There are people who can walk away from you.
And hear me when I tell you this!
When people can walk away from you: let them walk.

I don't want you to try to talk another person into staying with you,
loving you, calling you, caring about you, coming to see you,
staying attached to you.
I mean hang up the phone.

When people can walk away from you let them walk.
Your destiny is never tied to anybody that left.

People leave you because they are not joined to you.
And if they are not joined to you,
you can' t make them stay.
Let them go

And it doesn't mean that they are a bad person,
it just means that their part in the story is over.
And you've got to know when people's
part in your story is over so that you
don't keep trying to raise the dead.

You've got to know when it's dead.
You've got to know when it's over.
Let me tell you something
I've got the gift of good-bye.
It's the tenth spiritual gift,
I believe in good-bye.

It's not that I'm hateful, it's that I'm faithful,
and I know whatever God means for me to have
He'll give it to me.
And if it takes too much sweat I don't need it.
Stop begging people to stay.
Let them go!!

If you are holding on to something
that doesn't belong to you and was never intended for your life,
then you need to ..LET IT GO!!!

If you are holding on to past hurts and pains ...
LET IT GO!!!

If someone can't treat you right, love you back, and see your worth...
LET IT GO!!!

If someone has angered you ....
LET IT GO!!!

If you are holding on to some thoughts of evil and revenge ..
LET IT GO!!!

If you are involved in a wrong relationship or addiction ...
LET IT GO!!!

If you are holding on to a job that no longer meets your needs or
talents .
LET IT GO!!!

If you have a bad attitude...
LET IT GO!!!

If you keep judging others to make yourself feel better...
LET IT GO!!!

If you're stuck in the past and God is trying to take you to a new
level in Him...
LET IT GO!!!

If y you are struggling with the healing of a broken relationship....
LET IT GO!!!

If you keep trying to help someone who won't even try to help
themselves..
LET IT GO!!!

If you're feeling depressed and stressed ..
LET IT GO!!!

If there is a particular situation that you are so used to handling
yourself and God is saying 'take your hands off of it,' then you need to...LET IT GO!!!

Let the past be the past.
Forget the former things.
GOD is doing a new thing for 2008 !!!
LET IT GO!!!

Get Right or Get Left .. think about it, and then
LET IT GO!!!


'The Battle is the Lord's!'

During the next 60 seconds, Stop whatever you are doing, and take this
opportunity. (Literally it is only One minute!) All you have to do is the
following: You simply say 'The Lords Prayer' for the person that sent you this message:

The Lords Prayer

Our Father,
Who art in Heaven,
Hallowed be Thy Name,
Thy Kingdom Come,
Thy Will be done,
On Earth as it is in Heaven.
Give us this day,
Our daily bread
And forgive us our trespasses
as we forgive those who trespass against us.
And lead us not into temptation
but deliver us from evil.
For Thine is the Kingdom,
and the Power,
and the Glory,
forever.

Amen.

Next, send this message to everyone you know. In a while, more people
will have prayed for you and you would have obtained a lot of people
praying f or others.

Next, stop and think and appreciate God's power in your life, for doing what you know is pleasing to Him.

If you are not ashamed to do this, follow the instructions!


When a man ......

Las alveg hreint snilldargrein um hræringar a fjármálamörkuðum einhvers staðar, ásamt útreikningum á "arðsemi $1000.- " yfir tiltekið tímabil.  Þar kom fram að ef keypt höfðu verið bréf í ákveðnum stór- fyrirtækjum stóð "eignin" í þetta frá $4-49- usd.  Ef hins vegar hefði verið keyptur bjór fyrir sömu upphæð, þá stæði skilagjaldið af drukknum dósum í $214+ ónýttar birgðirLoL

Greinilegt að ég hef mikið vit á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum!!!!!Cool

Annars er fyrirsögnin algerlega ótengd þessu og snýst um allt aðra hluti sem gaman er að fást við, og koma blóðinu svo sannarlega á hreyfinguW00t

Vinur minn og ég ætlum að bilast aðeins með morgninum, svona laust fyrir hádegi, held við eigum eftir að lifa á því lengi ef það gengur upp að senda manneskju í Álnabæ að kaupa gardínurWink kl.11.

Þetta flokkast líklega undir: að rétta öðrum hjálparhönd eins og okkur var rétt hún í upphafiSmile

 


Gísli, Eiríkur og Helgi!

Virðast vera þeir aðilar sem eiga að sortera rafmagnið á suðurnesin.  það eru einu mennirnir sem ég veit til að fáist við eitthvað svipað, vissi bara ekki að þeir byggju í Hafnarfirði- en kemur þó ekki á óvartGrin
mbl.is Mótmælir línulögnum í landi Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

My way - I'll survive!

Að sjálfsögðu allt í glitrandi gimsteinarignandi góðu lagi, að hlusta á tvö af uppáhaldslögum mínum þessa stundina.  Var að velta fyrir mér(löngu hættur að hugsa sjáið þið til:-),) að leggja fyrir mig dagbókarfærsluritun í lagaformi.

Þessi tvö passa alveg hreint einstaklega inn í dagsformið, annað til að horfa með yfir farinn veg og hitt er tempó dagsins:-).  Er á alveg hreint einstaklega flottri siglingu í gegnum helgina, þótt allt sé öfugsnúið og ekkert gangi upp, þá eru sumir dagar bara þannig og ég er löngu hættur að kippa mér upp við svoleiðis smámuni.  Er búinn að taka til "look like a million dollars" outfittið sem ég ætla að veiða í í kvöld, en ef það hefur farið framhjá einhverjum tók ég sjálfan mig af kjötmarkaði hinna fráskildu fram yfir fermingu yngstu dótturinnar.  Ekki þar fyrir að ég hef séð svo sem alveg það sem ég vil sjá, og nú er það stungan í djúpu laugina framundanCool  Um að gera að drífa í þessu meðan stætt er, alveg óvíst hvað úthaldið endist, mér líður orðið eins og jólatré stundum- sem bætt er á einni kúlu á dag- alla virka dagaInLove í boði "vina minna" í stjórnarráðinu, sem eru að mér finnst í vondum félagsskap- þar sem er fólk sem getur ekki orðið samstíga í þessu lífi amk., að mínu áliti.

Uppgötvaði í kvöld að ég verð að bæta einum hæfileika á listann yfir kosti "framtíðar minnar", hún verður að geta hitað franskar í ofni án þess að eyðileggja þær, eða að minnsta kosti sagt mér tilLoL

Hún Loppína yngsta dóttir mín er hjá mér þessa stundina, það er líka eitthvað sem framtíðin verður að hafa til að bera- elska Loppu eins og mig:-) Easter Bonnet .

 

Gleðilega páska!         






Afrugluðum ráðamönnum farnast best!

Þetta ástand sem hefur skapast á fjármálamörkuðum á eftir að hafa gríðarleg áhrif í þjóðfélaginu á næstu misserum. 

Nú er svo komið að þetta er farið að hafa áhrif á alla landsmenn á einn eða annan hátt.  Vöruverð er tekið að hækka, lánin eru að hækka, kaupmátturinn að lækka, og sígur snarlega á næstunni, verði engar breytingar á því ferli sem er í gangi.

Hvað er til ráða?  Ekki er hægt að dreifa peningum eins og matarávísunum meðal fólks- eða hvað?

Ég er ekki viss um að það samrýmist þeim hagfræðikenningum sem Seðlabankinn fer eftir!

Og hverjar eru þær svo? 

Nú eru helstu seðlabankar heimsins að dæla út fréttum af því að þeir séu að tryggja bönkum aðgang að fjármagni á "bærilegum" kjörum til að halda atvinnulífinu og hagkerfum sínum gangandi.

Hér á Íslandi finnst mér aðaltrikkið vera í því að svíða aðeins á þeim rassgatið Sigurði Einarssyni, Jóni Ásgeiri og félögum,- og Davíð heldur á logsuðutækinu og stjórnar gasflæðinu.

Held það ætti nú bara að skipta út aðalleikurunum og kaupa nýja, áður en stöðutaka nokkurra manna setur okkur öll 50 ár aftur í tímann.

Á meðan þetta dynur yfir hefur viðskiptaráðherra mestar áhyggjur af því hvernig eitt fyrirtæki kaupir annað- þvílíkt bull!  Hvar á Exista frekar en almenningur að fá peninga til að kaupa Símann eða Skipti eða Mílu eða hvað þetta heitir nú, gamli Landssíminn?  Og af hverju ætti almenningur að eyða síðustu aurunum í hlutabréf sem eru á leiðinni beint til helvítis að því best verður séð.

Fjármálaráðherrann á fjöllum, Össur að skoða urriða, Ingibjörg í Afganistan, Gulli blóðugur upp að öxlum á Landspítalanum, og Þórunn brjáluð útí horni yfir þessum ólögum sem hún verður að fara eftir í álversmálum hvort sem henni líkar betur eða verr. 

Dómsmálaráðherrann í tindátaleik á suðurnesjum, búinn að sjá það út að með því að deila árangri Lögreglustjórans þar niður á fleiri embætti, stofnanir og eitthvað, þá verði meðaltalið heildarlega séð- betra!  Að vísu heyrist því fleygt að þetta sé eitthvert fléttuafbrigði hjá ráðherranum og raunverulega niðurstaðan komi í ljós síðar!

Samgönguráðherrann á námskeiði í búðarrekstri því hann er jú að taka við flugstöðinni- þvílík tímaskekkja, hvern andskotann er ríkið að reka snyrtivöruverslanir og nammibari?  Á meðan er allt stopp á Reykjanesbrautinni því þessir hundruðir sem starfa hjá vegagerðinni þurfa jú að vinna fyrir kaupinu sínu og það tekur nú tímana tvo og þrjá.

Og Geir og Þorgerður!, veit ekki á hvaða balli þau eru, eða hvað klukkan er hjá þeim.  Eitt er þó víst að bensínið er að verða búið og viðbúið að þau gangi heim.

Framsóknarflokkurinn í útrás á Kanaríeyjum- ég er ekki hissa á því að þeir eru þar á eyju sem er að syngja sitt síðasta, vitlaus timasetning eins og svo margt annað þar á bæ undanfarin ár.

Steingrímur: oh boy, oh boy, þarf að segja meira?  Aumingjans fólkið sem er fast þarna inni með honum.

Frjálslyndir eru svo frjálsir og óháðir eða í Íslandseinhverjum blús að þeir eru bara týndir.

Á meðan brennur Ísland!

Spurningin er - hve lengi enn og hvað verður eftir fyrir næstu kynslóðir að byggja upp ef ekkert verður gert?

Hér eru svo mínar tillögur- endurskoðaðar frá því í febrúar:

Seðlabankinn tryggi bönkunum aðgang að fjármagni í samráði við fjármálaráðuneytið- ekki í neinum smáskömmtum heldur nóg til að kveða niður allar efasemdaraddir erlendis frá. 

Ríkið haldi sig á mottunni framkvæmdalega, og vaði ekki áfram í einhverju óðagoti.  Vinni skipulega að markmiðum sínum.  Á auðveldlega að geta haldið úti verkefnaskrá í vegagerð t.d. næstu árin.

Ríkið greiði götu þeirra fyrirtækja sem hingað vilja koma, og raði þeim í tímaröð á negldum samningum- það er ekki að verða neitt sérstakt að vera ekki að keyra með kolum eða olíu.

Stuðningur ríkisins við sveitarfélögin á landsbyggðinni séu af einhverju viti, ekki eins og t.d. andvirði þessarar einu Toyota Corolla bifreiðar sem Sandgerði fékk vegna aflaskerðingar, eða einu sinni í bíó fyrir alla- án afsláttar.  

Hækka laun þingmanna í tvær milljónir á mánuði, svo við fáum eitthvað almennilegt fólk til að gefa sig í þetta, og sem er hæft til að taka þátt í að halda uppbyggingu landsins áfram.   

 

 


Ár afneitunar

Geta verið straumharðar og hrifið með sér meira að segja menn eins og mig, mánuðum saman.  Rétt slapp upp á bakkann áður en ég hentist á haf út.

Sem ég stend og horfi til baka sé ég hlutina náttúrulega í allt öðru ljósi en fyrr, og "uppgötva"!!! mér til mikillar skelfingar að fullt af fólki var búið að "benda mér á leið út", mörgum mánuðum áður en mér tókst að finna hana af sjálfsdáðum.

Enginn sem ég þekki er mikið fyrir það að viðurkenna að hafa verið hafður að fífli, en það hefur hent mig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

En nú er ég fullfær um að ráðleggja öðrum það sem mér var ráðlagt, því nú hef ég reynsluna sem það fólk sem ráðlagði mér hafði, en ég efaðist um og bjóst við annarri útkomu- þetta var jú ég sem átti í hlut ekki það.

Lífið heldur áfram sem betur fer og mikið á ég alveg sérdeilis gott líf í dag.  Ætla að forgangsraða í lífinu mínu upp á nýtt nú næstu daga, og endurmeta stöðuna.  Undanfarnir mánuðir eru búnir að vera mjög slítandi og ég hef ekki gefið mér tíma til að vera í sambandi við fólk- sem vill vera í sambandi við mig.Frown

Að hluta til er ástæðan kannski sú að ég vil vera heill í því sem ég er að gera, og hef ekki boðið fólki upp á eitthvað 25% mig!!!  En bráðum kemur betri tíð fyrir fólkið og migWink    


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband