Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Fíflunum fjölgar!

Allt í kringum mig þessa dagana fjölgar fíflunum sem aldrei fyrr.  Veit ekki hvort ég er farinn að sjá þau betur eða hvort eigin vitund er að breytast.

Fávitar!, er líka orð sem fundið hefur sér bústað í hægra heilahvelinu.

Burtu með alla stjórnendur gömlu bankana þótt seint sé!

Burtu með alla stjórnendur Seðlabankans!

Burtu með alla stjórnendur Fjármálaeftirlitsins!

Burtu með alla innlenda endurskoðendur bankanna!

Þetta væri þó allavega eitthvað sem ríkistjórnin gæti gert til að einhver öðlaðist eitthvað hið minnsta traust á nokkrum bankanna!


mbl.is Bankastjórastöður auglýstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutinn í Reykjanesbæ -ARG!

Nú er ég búinn að fá mig fullsaddan af þessum kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Ég ætla ekki lengur að horfa á  þá gera mig gjaldþrota.

Sóðaskapurinn og subbugangurinn í kringum þennan Keflavíkurflugvöll er alveg með ólíkindum.

Engin eftirspurn hefur verið eftir iðnaðar og atvinnuhúsnæði eftir að Base ehf., í eigu nokkurra "bæjargæðinga" keypti megnið af því húsnæði á vallarsvæðinu.  Ekki er mér kunnugt um að nokkuð hafi verið greitt fyrir það enn sem komið er.

Íbúðarhúsnæði leigir enginn út lengur hérna niðurfrá nánast, þar sem allir sem vilja geta farið uppeftir í stúdentaíbúðir kallaðar.  Skilst mér að skilyrðin séu að einn stúdent sé í hverri blokk!  Ekki veit ég til að staðið hafi verið við kaupsamninga vegna þessa, en áætlaðar leigutekjur hinsvegar um 100mkr á mánuði, svona í fljótu bragði séð.

Þróunarfélagið er svo að bauka við að leigja út húsnæði fyrir gistirekstur, til dansleikjahalds o.fl. í samkeppni við okkur hér neðra sem erum í sama rekstri.

Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkir gistihúsarekstur t.d. þar sem er ekki einu sinni löggilt rafmagn, heldur 110 volta rafmagn að amerískum sið.  

Ég ætla nú ekki að hafa fleiri orð um þetta að sinni heldur safna liði.

 

 


Að ganga í rigningunni!

-en blotna ekki bara, er eitt af því sem ég hef lært um ævina og hefur oft reynst mér vel.  Nú í ársbyrjun er ég enn á ný að leggja í nýtt ár og hlakka til að fást við það sem í boði verður.  Eitt er allavega alveg víst!  Ekkert mun koma mér á óvart framar, og á engan að treysta nema mig sjálfan.  Ég mun byggja líf mitt á mínum forsendum ekki annarra.  Ég bíð ekki eftir neinum, tek ekki ofan fyrir neinum og læt ekki telja mér trú um nokkurn skapaðan hlut.

Ég mun hlú að mér og mínum, sinna öðrum eftir megni, og láta framhjá mér fara bullið og ruglið sem hér veður uppi a.m.k. fram á vor.

Fyrir tæpu ári síðan var ég spurður að því hvort ég skuldaði ekki orðið nóg.  Í framhaldinu fór ég að velta því fyrir mér og niðurstaðan varð sú, að þegar ég gæti lifað af skuldunum væri nóg komið!

Í dag er sama stefna uppi, í dag er enn raunhæfur möguleiki að lifa af skuldunum þrátt fyrir allt.

Og í stað þess að gráta pappírsgróða er ég ákveðinn í að láta mér líða vel í mínu lífi, og minnka heiminn í viðráðanlega stærð fyrir mig.

Gleðilegt ár!

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband