Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Endir.

Það er búið að vera hreint ævintýri að vera hér á vefnum undanfarna mánuði.  Geggjað að geta svo flett upp hvar maður var staddur á hverjum tíma á einhverjum brjáluðustu tímum í mínu lífi.  Allt tekur þó enda og hér held ég að minn tími sé liðinn, þörfin til að tjá sig ekki lengur sú sama og áður og þá gott að hætta áður en þetta þynnist út í meðalmennskukommentabull um allt og ekkert.

Fyrir þá sem ekki vita hefur þetta öðrum þræði verið saga mín úr iðrum vítis upp á yfirborðið, og þótt ég segi sjálfur frá hef ég aldrei séð nokkurn fara eins fljótt í gegnum þann pakka og á stundum var ég hreinlega hálfsmeykur um að svona bratt flug hlyti að enda illa. 

Staðreyndin er hins vegar sú að draumar rætast og loforðin sem gefin eru, eru öll uppfyllt og mikið meira en það. 

Sjö ára bardagi -nám og reynsla -mín og annarra, er að skila mér líðan sem aldrei nokkurn tíma fæst nokkurs staðar keypt -hún er lifuð, lituð blóði, svita og tárum, -mínum og þeirra er á undan hafa gengið veginn fyrir mig, og með mér, í mikilli auðmýkt og þakklæti. 

Af veikum mætti reyni ég að bera áfram það sem mér hefur verið gefið.  Ef ég mætti velja eitthvað  yrði það:

LÁTTU HJARTAÐ RÁÐA!

Hjartað hugsar aldrei! -Því finnst hitt og þetta og það er alltaf best.

Lifðu þínu lífi- ekki annarra!


Fljúgðu!, fljúgðu

:

Just when the

caterpillar

thought the

world was over,

it became

a butterfly

 


Netþjónabú!

Sá um helgina að verið er að óska eftir fólki til starfa í nýju netþjónabúi sem er að rísa á Keflavíkurflugvelli.  Datt í hug hvort þeir litu kannski svona út eins og sést örla á í myndasafninu mínu hér neðar Sunglasses 

Kristján Annar!

Ekki að spyrja að ráðherranum, alveg sama hvar borið er niður.  Það er alltaf einhver annar sem ber ábyrgðina.  Svo ef honum tekst ekki að klóra sig útúr því þá er hann alltaf "fullvissaður um einhverja vitleysuna" svo hann eigi útgönguleið.
mbl.is Sveitarfélög tefja vegabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers er að dæma í eigin sök?

Alltof oft sitjum við í dómarasætinu og dæmum frammistöðu okkar sjálfra.  Dómarnir sem við fellum um okkur sjálf eru á tíðum þeir harkalegustu sem sjást og stundum því miður endanlegir.

Refsigleðin er því meiri sem við erum verr í stakk búin að  taka nokkrar einustu ákvarðanir um nokkurn skapaðan hlut.  Við rænum okkur öllu því sem okkur er fyrir bestu- byrjum yfirleitt á því, og beitum svo sveðjunni bæði fyrir framan og aftan okkur, uns við stöndum nú örugglega ein og afkróuð einhvers staðar á miður góðum stað.

Síminn er ein leið til að leggja málin í kviðdóm ef svo má að orði komast, til að fá álit og umfjöllun annarra á því sem fyrir liggur.

Hringdu í vin, einn á dag alla daga ársins, þó ekki væri nema til þess að athuga hvort síminn virki ekki! 


080808

Happy BirthdayTil Hamingju með afmælið Sóley Birta


Hræddur er ég um að-

þessir tuttugu verði nú fallnir frá áður en niðurstaða fæst.  Það er alveg sama hver rekur húsnæðið aðalmálið er stuðningurinn sem í boði er.  Það er ekki nokkurt einasta vit í því að hlaða tuttugu manns einhvers staðar niður.  Það er jafnljóst að best er að þessi aðstoð falli sem mest inn í daglegt líf almennings í landinu.  Það skeður bara ekki ef fleiri en 4-6 búa saman.  Umræða á því plani sem þessi er eykur bara spennuna hjá fólki gagnvart þeim sem verið er að reyna að hjálpa.
mbl.is Vímuefnasjúklingar á götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segist hafa verið fullvissaður!

Mér hefði nú fundist ástæða fyrir þingmann kjördæmisins að GANGA ÚR SKUGGA UM að þetta hefði engin áhrif!
mbl.is Brýnt að hraða umhverfismati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomnir í vitleysuna íslendingar!

Þessa nýju tegund stjórnmálamanna sem nú ryður sér til rúms á Íslandi, ætti að stoppa -upp! -hið snarasta.  Sem taka ekki pólitíska ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut, allt gerist af annarra völdum eða er sett á diskinn hjá fólki sem er gjörsamlega veruleikafirrt -til ákvarðanatöku. 

Getur forysta stjórnarflokkanna lifað við svona ráðherra-dóm? 


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband