Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Leiðin um lífið 2007

Árið sem nú er að líða hefur verið það viðburðaríkasta í mínu lífi hingað til.  Skipst hafa á sólskin og rigning, ekkert skin og skúrir neitt!!!  Á þessum síðasta degi ársins er ég staddur nákvæmlega þar sem ég vil vera í lífinu, get horft til baka og sagt þessu slapp ég lifandi frá.  Nýtt ár verður byggt m.a. á reynslu þessa og meðfæddri bjartsýni manns sem einu sinni þurfti sólgleraugu í myrkri.  Grunnurinn er góður og tilbúinn að taka við því sem lífið býður uppá árið 2008.

Gleðilegt ár!


Að faðma tré í fimmtán mínútur...

Og velta fyrir sér tilgangi lífsins- ræða það við tréð, alltaf sama tréð á hverjum degi í heila viku.  Þetta tré valdi ég sjálfur með hálfum hug og enn minni skilningi á því sem um var að vera, og alls ekki einn um þá skoðun að nú væri fokið í flest skjól, í faðmlögum við tré!  Smátt og smátt kom tengingin við tréð og alveg með ólíkindum hvað það var á stundum skilningsríkt og þolinmótt.  Meiriháttar hlustandi sem andmælti aldrei neinu, ilmaði vel, var traust og hægt að segja því hvað sem var í þeirri fullu vissu að lengra færi frásögnin ekki.  Eftir vikuna var mér farið að þykja ofurvænt um mitt tré og það veit meira um mig en nokkur önnur lifandi vera.  Dauðsé eftir að hafa ekki ættleitt það en það var hægt- þar sem þessi skógur er víst allur á einhverri minjaskrá.  En ég á eftir að heimsækja mitt tré fyrr en síðar og líta með því yfir farinn veg síðan síðast.

Frá janúarmánuði 2007.

  

 


Skráður - skilinn

alveg mögnuð upplifun í gærkvöldi já eða í nótt.  Sýndi mér svo ekki verður um villst hvað kvenfólkið er rosalega vel upplýst.  Ég fór á pöbbarölt(sund) með vini mínum sem er nú ekki í frásögur færandi.

Vindur sér að okkur kona og segir við mig þú ert skilinn!  Já ég samsinnti því.  Þú ert ekkert búinn að ná þér í aðra!  Nei svaraði ég. -Nei ég veit.  Nú fóru að renna á mig þrjár grímur, að vísu hafði ég séð þetta andlit áður fyrir svo sem eins og á síðustu öld!!!  Fór að líta í kringum mig hvort einhver sem ég þekkti stæði glottandi hjá en enginn kom upp um sig með áberandi hætti a.m.k.  Eitthvað virkaði þetta áhugalaust því hún var rokin - í bili - sýndi sig að var reyndin seinna um nóttina. Nokkru seinna kemur önnur sem ég hef nú bara ekki séð fyrr.  Þú heitir Bjössi ekki satt? jújú-já þú skildir einhvern tímann í vor var það ekki? Jú í mars.  Einmitt konan fyrrverandi búin að ná sér í annan er það ekki? Ha jú það held ég að sé staðan segi ég svona að reyna að koma inn fleiri en einu orði, i því gengur einhver vinkonan hjá og hún hnippir í hana og byrjar:þetta er hann bjblablablablabalbbbbla hann var giftur henni blablablablabla, þarna lá bara í stórum dráttum líf mitt undanfarin ár á mínútu eða svo.  Eftir þetta dró ég mig aðeins í hlé og horfði undan bókahillu á fólkið streyma um, og hélt svo bara áfram að vera tilGrin Ótrúlegt hvað kemst fyrir- já ekki orð um það meir hérWink  Þetta kvöld tókst mjög vel punktur.


Mér finnst, ég veit, ég vona.

Jólin gengu að því er mér finnst eins og smurð ofan í migSmile.  Voru það nú líka að hluta, en ég má þó eiga það að ég hef aldrei verið duglegri í uppvaskinu!  Fékk fullt af jólagjöfum og í samræmi við mína líðan snerust þær að miklu leyti um hamingju og kærleik, og að koma mér útGrin.  Með öðrum orðum: Hnotið um hamingjuna, kærleikskúlan, og föt, svo að skiljist hvað ég meina haha. 

Nú svo eru áramótin næst á dagskrá, og þótt ég hafi slegið slöku við í jólaljósafárinu miðað við undanfarin ár er hvergi að finna neinn slaka í flugeldadagskránni sem að þessu sinni fer fram á Arnarneshæðinni (hlémegin), hvorumegin það er á bara eftir að koma í ljósWinkÉg hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að það verði toppveður kl.23.45-00.30 á gamlárskvöld.  Svo nú er bara að bretta upp ermar og hefja skipulagninguna, skrifa innkaupalistann(og það get ég nú alveg sjálfur), og æða svo af stað í innkaupin.  

Vona svo bara að enginn slasist alvarlega á  þessu og munið að lesa leiðbeiningarnar OG fara eftir þeim.

Fyrirsögnin er mín og það má túlka hana á allt annan veg-vonandi gerir það einhver stjarnanInLove  


Erum að flokka pappír- vinsamlega reynið síðar

Kom upp í hugann er ég las fréttina.  Erfiðar aðstæður og hvert er hringt jú í næstu björgunarsveit.

Minni bara á flugeldasöluna, auðveldustu, einföldustu og bestu leiðina til að viðhalda björgunarsveitunum sem við vitum aldrei hvenær við gætum þurft á að halda.

Þyrlusveit LHG er líka löngu búin að sýna hvað í henni býr, og ömurlegt að horfa til þess hvernig alltaf er verið að hringla með þessa lækna í kringum hana.  Það á bara að flytja allan pakkann til Keflavíkurflugvallar, þar gætu læknar haft aðstöðu á gamla sjúkrahúsinu til að sinna sérverkefnum í hjáverkum, á milli þess sem þeir hoppuðu landshorna á milli til að bjarga mannslífum með þyrlunum okkar! 


mbl.is Hífður upp úr vök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stopp-nú er nóg komið.

Félagar í björgunarsveitum landsins hafa í gegnum áratugina verið tilbúnir til að koma okkur hinum til aðstoðar endurgjaldslaust, oft eftir að við höfum komið okkur í hættulegar aðstæður sökum vanþekkingar á aðstæðum.  Þakklætið hefur nú verið svona upp og ofan, tollaafsláttur vegna tækjakaupa, olíugjöld, og fleiri svona bókhaldsleg tækniatriði sem hægt er að hugsa upp í 22ja gráðu hita við koníak og arineld er það sem kemur fyrst upp í hugann.  Allt þeirra starf er unnið í sjálfboðavinnu og mér er sem ég sæi fulltrúa náttúru-eitthvað MÆTA á svæðið og tína saman eða taka á móti rusli!  Við getum bara tekið sjálf okkar rusl.  Varðandi það hvort það samræmist stefnu þeirra að standa að þessari sölu segi ég nú bara:en ekki hver!  Kaupum flugelda hjá þeim sem þurfa á tekjunum að halda í þágu okkar allra.
mbl.is Skorað á björgunarsveitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill ekki einhver fá gefins vigt sem heldur að hún sé hraðamælir!

Vigtargarmurinn minn sem ég er búinn að vera svona líka ánægður með, er að því er mér virðist farin að hafa sjálfstæða skoðun á því hvað ég sé þungur.  Hélt fyrst að batteríin væru orðin lélegGrinen það eru víst bara engin batterí í henni.  Þá varð ég alveg sannfærður um að hún hefði móðgast eftir að það skvettist á hana vatn við jólabaðið okkar Loppu, en hún vigtar bara það sama og venjulega.  

Allavega eru tölurnar sem hún sýnir, ekki í neinu samræmi við það sem mér finnst.  Ef fram heldur sem horfir verður hún búin að tvöfalda vigt MÍNA á tíu vikum!  Ég get náttúrulega gert eitt!  Ég er húsbóndi á mínu hemili og ræð hvort ég vigta mig eða ekki.  Svo get ég líka fleygt henni á verðbréfamarkaðinn þar sem svona ÁVÖXTUN yrði vel þegin eins og staðan erDevil


Magadans í Betlehem

Yngsta dóttirin sem á að fermast í vor stundi því upp korteri fyrir jól að hún ætti að leika Maríu mey í helgileik í kirkjunni kl. 23.30 á aðfangadagskvöld.  Hele familien mætti náttúrulega í kirkju til að verða vitni að þessum hátíðlega viðburði. 

Þegar herlegheitin hófust og María og Jósef gengu inn kirkjugólfið með jesúbarnið í fanginu, féll dulan sem María var með á höfðinu í gólfið, og olli það mikilli kátínu hjá sautján ára dótturinni sem sat við hlið mér.  Það var þó fljótt að breytast því um það leyti sem vitringarnir gengu hjá byrjaði síminn minn að hringja,nice, með þessari líka flottu "Bellydance" hringingu.  Öll athyglin beindist nú að okkur og það sá ég að var ekki alveg að virka fyrir sessunaut minn eða mömmu hennar. 

Eftir að hafa náð símanum upp úr vasanum og slökkt á honum, var roðinn að mestu farinn úr kinnunum og hægt að fylgjast aftur með leiknum.  Nema hvað, byrjar ekki sími að hringja í næsta bekk fyrir framan, við dóttir mín áttum verulega bágt með okkur en ég sá útundan mer að konunni fyrrverandi var ekki mjög skemmt, við alla þessa óvæntu athygli!  Datt mér þá í hug að athuga hvort hún væri með símann sinn á silent, en sem betur fer var nú komið í veg fyrir þá tilraun. 

Nú var ljóst að helgistundin var orðin að gleðistund, og þegar krakkarnir gengu til baka fram ganginn halla ég mér og segi: þau gleymdu jesúbarninu!!! þar með var okkur öllum lokið.  Það get ég fullyrt að aldrei hef ég skemmt mér betur í nokkurri messu. 

Og svona eru jólin búin að vera eintóm hamingja og verða vonandi eitthvað áframSmile


Veldu einn hlut til að vera ánægð-ur með í dag!

Og rúllaðu svo jólunum upp.  Hvort sem það er veðrið, eyrað, hárgreiðslan, börnin, makinn, dagurinn, bara veldu eitthvað.  Þá getur þú alltaf fundið til ánægju með að eitthvað gleður.  Að finna frekar en að hugsa held ég að ég taki með mér inn í jólahátíðina. 

Gleðileg jól. 


Desember getur verið góður

Er búinn að uppgötva það núna að það er hægt að gera fleira í desember en að hanga í ljósakrónum, og jólaseríum og hálfsturlast úr stressi.  Það er tími til að gera ótrúlegustu hluti, fara á tónleika, út að borða, hitta fólk og bara vera til. 

Var að taka inn jólatréð í dag og varð hugsað til baka til þess tíma er ég fór á hverju ári í Landgræðslusjóð, Kiwanis, og til hans þarna hvala Magnúsar inn við sund að rífa utan af svona eins og tvö hundruð trjám til að finna það rétta! Og þetta eru ekki ýkjur. 

En mikið rosalega var ég alltaf stoltur af mínu tré þegar ég leit það augum uppljómað og skreytt. Nú eru tvær af prinsessunum mínum farnar að skreyta, og það er bara þannig, að það sem maður lærir iðkar maðurGrin

Ég á fjórar prinsessur og þær fá allar í skóinn við hæfi á morgun.  Á meira að segja eitt aukasett ef ég fyndi nýja drottninguGrin. Þær voru nefnilega að athuga hvort jólagjöfunum fjölgaði nú ekki örugglega við skilnað okkar mömmu þeirra!!! 

Svo á ég frábærustu afastelpu í heimi sem veit alveg sínu viti.  Fór í bíltúr með pabba sínum um daginn, eftirá var pabbinn að lýsa ferðinni þau hefðu farið í Bláfjöll og svona, sú stutta hélt nú ekki, fjöllin hefðu sko verið hvít- ein þriggja ára takk fyrir!!! 

Held þetta verði bara frábær endir á viðburðaríku ári.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband