Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Bangkok Hilton

Hafið þið séð myndir af þessu fræga hóteli?


Öskrandi ljón -varúð!

Er í þvílíka gírnum þessa dagana.  Eins gott fyrir fólk að vera ekki mikið að þvælast fyrir -það fá sko allir sinn skammt sem eru eitthvað að bulla í mér.

Rétt skal vera rétt syndrómið hófst á fimmtudaginn og Guð einn veit hvenær því lýkur. 

Ánægður samt með að missa mig ekki alveg útbyrðis, og þeir sem í mér lenda eiga það nú allir inni á einn eða annan hátt sjáiði til:-)

Tók nokkuð góða rispu fyrr í kvöld og fláði einn sem veitti nú ekki af fláningunni.  Nokkur atriði verða tekin fyrir á morgun, verst að ég fékk flís í aðra framloppuna sem veit ekki á gott fyrir flísaeigandann upprunalega.

Ég hef annars ekki hugmynd um hvaðan allur þessi kraftur kemur en gott að hafa hann engu að síður.  Vona að hann endist mér viku í viðbót, þá er ég líka farinn í frí.  Vinkona mín ein sem er búin að fá alveg nóg af mér greinilega, fann leið til að losna við mig.

Annars eru dæturnar búnar að finna frosk í Florida, hálfnaðar með mallin og hálfblankar og bíða nú eftir marshall aðstoð.  Þær ná þá einhverjum lit kannski á meðan:-)  


Heilsugæsla! - hmmmm....

Þetta orð er búið að vera að veltast svolítið um í mér undanfarna daga.  Ég á nefnilega eitt stykki heilsugæslustöð.  Byggingarfulltrúinn hérna í Reykjanesbæ er búinn að vera að hvæsa á mig svolítið af því að ég er að flytja í slotið og hyggst nýta nokkur herbergi til útleigu.  Kannski skiljanlegt ef tekið er mið af aðstæðum á "hinni" heilsugæslunni hér í bæ sem er alveg blönk- eins og ég að vísu, og getur ekki haldið úti nauðsynlegri þjónustu.  Það er ég búinn að sjá út að ég gæti hinsvegar!

Leigt bara út herbergi til skottulækna, grasalækna, lýtalækna, o.s.frv.  Ég hins vegar yrði yfirlæknir á svæfingardeildinni og léti fólkið borga daggjöld- fyrir hverja nótt að vísu, en ekkert að vera að væla í ríkinu neitt um pening í reksturinn.  Og eins og á alvöruheilbrigðisstofnunum úti á landi, fengi ég sem yfirlæknir læknabústað sem yrði að sjálfsögðu á efri hæðinni.

Önnur leið væri að setja af stað meðferðarstöð fyrir vímuefnasjúklinga, það tel ég að myndi henta húsinu mjög vel og staðsetningin alveg frábær í hjarta Keflavíkur.  Stutt í allt og algjör óþarfi að slíta fólk úr samhengi við samfélagið þó það fari í meðferð.  Stutt í kirkju, AA húsið rétt hjá, o.fl.

Þriðja -nei,nei, þetta er orðið gott í bili.  En eins og allir sem þekkja mig vita, þá er ég ljón þótt ég heiti Björn og ég kann á vélsög.  Annað hvort er rétt, rétt!  Eða ég ver minn rétt.  Allavega alveg ljóst að ég er ekkert efni í eftirrétt!  

Meira síðar:-)  


Tekinn!

-Með flugnaspaða í stofuglugganum í gærkvöld og það get ég sagt ykkur að ég er ennþá alveg köflóttur eftir helvítis spaðann.  Stóð frammi fyrir agalegum uppgötvunum um sjálfan mig, um leið og ég las yfir öðrum!

Heyrði líka í tveim vinkonum - þær fóru algjörlega á kostum og alveg meiriháttar að hlusta á þær.

Vinnan gerir þig frjálsan! 

Gargandi sönnun þess, þessar tvær. 

Málið er að láta sig bara flakkaDivingmaður er svo mikið hreinni á eftir!

 








Ég er að tala um þig....

 Fyrirgefðu mér að ég skyldi taka veraldlega hluti fram yfir þig og þína líðan!

Ein erum við ekki neitt, með öðrum mikið meira en eitt! 

Saman klárum við allt sem lífið býður upp á!

 

Í bljúgri bæn og þökk til þín,

sem þekkir mig og verkin mín.

Ég leita þín Guð leiddu mig,

og lýstu mér um ævistig.

 

Ég reika oft á rangri leið,

sú rétta virðist aldrei greið.

Ég geri margt sem miður fer,

og man svo sjaldan eftir þér.

 

Sú bæn er ein í brjósti mér,

ég betur kunni þjóna þér,

því veit mér feta veginn þinn,

að verðir þú æ drottinn minn.


Fíflagangur kerfisins!

Held að forráðamenn Reykavíkurborgar ættu að kynna sér rekstur soberhouses í USA.  T.d. í Minneapolis, þar sem þau eru í öllum hverfum og leigan miðast við það.  Í þeim búa 4-6 manns að meðaltali, og ekkert sem segir til um að það sé eitthvað sérstakt fólk sem býr þar.  Í Norðlingaholti og öllum hverfum Reykjavíkur deyr "venjulegt" fólk úr ofnotkun vímuefna án þess að hafa nokkurn tíma leitað sér aðstoðar.  Hvert á að flytja það fólk þegar hverfasamtökin verða búin að koma upp mælitækjum við hliðið inn í hverfin?

Hagkvæmni fjöldans á einfaldlega ekki við í þessum málum þar sem hver einstaklingur er einstakur, hver sem hann er.   


mbl.is Íbúar í Norðlingaholti afhenda borgarstjóra undirskriftir gegn áfangaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

And now I´m back -from......

Haldið þið ekki að ég hafi fundið holu í stundaskránni til að hvílast í næstum heilan sólarhring.  Var að vísu fluttur hreppaflutningum til baka ásamt annarri manneskju, en aðeins um stund svo ég náði nú mestu sólinni í dag. 

Æðislegt að heimsækja fornar slóðir svo í kvöld.  Hitti þar fyrir mann sem ég hafði ekki séð síðan 2005, og við gátum borið saman bækur okkar um liðna tíma.

Las svo yfir stjörnuspá dagsins er ég kom heim- maginn er enn að ná sér eftir hláturskrampann og ánægjuna miklu með þennan spáhöfund, þetta er greinilega mikill vitringur þegar hann vill við hafa og ég er sáttur við skrifin:-) 


Draumur sofnandi manns:-)

-Smátt og smátt að verða að veruleika.  Verð fluttur í nýtt hús um helgina ásamt stelpunum mínum.  Þetta hús verður stór hluti af lífi okkar næstu árin ef Guð lofar, og veita okkur öryggi, skjól og atvinnu.

Nú verður ekki aftur snúið og kominn tími til að sætta mig við orðinn hlut.  Ég er búinn að vinna meirháttar þrekvirki undanfarna mánuði.  Örfá andartök enn og ég horfi yfir farinn veg á aðra hlið og fram á veginn hina, því ég hef náð takmarkinu- ég er á toppnum! 

Héðan í frá snýst lífið um það að hlú að því sem ég hef, koma mér fyrir í þessu lífi sem ég hef valið, og nýta mér alla þá reynslu sem ég á, til að lifa drauminn, njóta hans, og deila honum með þeim sem mér þykir vænst um.

Viðurkenningin er það sem þetta líf snýst allt um.  Uns ég viðurkenndi að allt í lífinu væri eins og ætti að vera- skeði ekki neitt.  Uns ég lét af, og leyfði hlutum að koma til mín -frekar en ég væri að stjórnast, skeði ekki neitt heldur.

My Way, is the path others have taken before me.  My Way, is not always clear, but I put my trust in people who successfully have chosen to live their lifes based on others experience, with a little help from their higher power and their own hearts.  Acceptance is the answer to all my problems today. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband