Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Sumt fólk hefur eitthvað sérstakt við sig

Sem gerir það að verkum að ÞAÐ truflar MIG.  Sumt fólk hefur bara áhrif á mig hvort sem mér líkar það sem það er að gera eða ekki.  Sumt fólk getur stjórnað líðan minni, liggur við með fjarstýringu, meðan aðrir rembast við það daginn út og inn án árangurs.  Sumt fólk geri ég hvað sem er fyrir.  Sumt fólk getur verið rosalega heppið að vera í þeim hópi, sumt fólk veit ekki hvað það á í mér.  Svo er sumt fólk sem heldur að það sé í Bónus að versla þegar það er að tæta mig í sig, sumt fólk heldur að það sé að haga lífi sínu á ákveðinn hátt fyrir mig, sumt folk telur sig einskis virði, og selur sig alltaf ódýrt.  Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi, og sumt fólk verður bara að skilja það.

Ég er sumt af þessu fólki!, en alls ekki allt!!!  


Allir eru stjörnur í mínu lífi í dag!

Sumir ganga í rigningunni, aðrir blotna bara.  Undanfarna daga hef ég verið svoldið aðrir, og verið að rigna niður dag frá degi, kominn með kvef og guð má vita hvernig þetta hefði endað ef ég hefði haldið áfram að standa kyrr og bíða eftir að það stytti upp.

Ég tók þá ákvörðun að ganga af stað í dag, og eftir smábrölt og brösuglegheit kom sólin upp, þurrkaði mig á örskotsstund, fyllti mig nýjum krafti til að takast á við lífið framundan, og vísaði mér veginn fram á við. 

Um kvöldmatarleytið hugsaði ég: hvað gæti toppað þessa líðan í dag?  Viti menn það var hægt!

Fékk símtal um tíuleytið og mikið óskaplega var eg ánægður með fréttirnar sem ég fékk, og þetta símtal sýndi mér enn einu sinni að allt er mögulegt.

Maður á nefnilega ekki alltaf að sætta sig við aðstæður, láta kyrrt liggja o.s.frv., STUNDUM er rétt að teygja sig í átt til stjarnanna með það fyrir augum að ná einni, maður verður bara að velja hana af kostgæfni.  Og fjandinn hafi það, það er kannski ekki alltaf auðvelt en friðurinn í hjartanu gerir það þess virði þegar maður er með fangið fullt af öllum sem manni þykir vænst um, undir happastjörnu sem maður hljóti að eiga bara nokkuð stóran hlut í, um borð í lífinu sem heldur áfram, að brosa við mér. Bouquet 

    






Að lifa lífi annarra.

Það fer ekkert sérstaklega vel ofan í mig þegar fólk er að stjórna og lifa lífi annarra án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum.  Var á fundi í morgun þar sem þetta var til umræðu og það er nú ekki oft sem ég læt allt flakka og hef opinbera skoðun á því sem fólk er að gera svona yfirleitt en það hafði ég í dag.  Fór yfir ákveðið kerfi sem mikið er í tísku núna og aðeins tvær viðurkenndar leiðir að ásættanlegri útskrift að því er manni virðist, what a joke.  Sagði mína skoðun á því umbúðalaust, og partur af henni fer hér á eftir!

 

A spiritual life is natural

Conscious Contact.
Coming into what is clearly a spiritual program, we may have been fearful that our own unworthiness would hold us back. We may have believed that a spiritual life and a "conscious contact" with God are reserved for a few people with saintly qualities.

What we must know is that the spiritual life is every person's right.  It includes the human qualities that have brought our greatest progress. "The spirit of the thing" is an ordinary phrase, but it expresses the presence of a Higher Power in our lives.

What's most useful to know is that we can contact our Higher Power at any time, in any place. This can be extremely important when we are in very bad situations. We always have a Higher Power to pull us through and to set things right in our lives. That's our birthright as human beings.

I'll turn to my Higher Power frequently throughout the day, if only for a few moments each time. This will keep me on the right path.

Svo ætla ég að fara að undirbúa mig fyrir bolludaginn, veit um sjálfskipaðan prufupinna sem prófar allt bollukyns sem hreyfist, ætla að taka shortcut svo ég sjái til tánna minna eitthvað áfram og fá hjá viðkomandi lista yfir topp 5 eða svoLoL


Afar erfiðir kostir um að velja.

Hef ekki hugmynd um hvernig ég fer út úr málum dagsins.  Þarf að taka frekar erfiða ákvörðun sem líf mitt veltur á - ef ekki í dag, þá örugglega á morgun eða hinn.  Samt er ég að velta fyrir mér möguleikunum í stöðunni.  Eins og: þetta gæti sloppið einu sinni enn, það er nú ekki alveg víst, hugsanlega gæti þetta farið svona og svona.  Hinn kosturinn er að láta vaða á það sem ég veit að er best fyrir mig, ákvörðun sem ég stend og fell með sjálfur, erfiðari og kannski ómöguleg leið en engu að síður mín leið.

Andskotans bull er þetta.  Að sjálfsögðu geri ég það sem mér finnst rétt og er sáttur með, annars get ég bara pantað far hjá honum Rikka vini mínum strax, síðasta spölinn.  Um leið og ég skrifa þetta sé ég að ég er kominn á rétta leið.  Hvort hún er norður eða niður verður svo bara að koma í ljós.

Ég hef ekki haft það fyrir vana að endurskoða það sem ég skrifa hérna, og ætla ekki að fara að byrja á því núna.  Verð hins vegar að koma því að svo það valdi ekki neinum misskilningi, að ég er ekki að stefna í norðurátt neittCool


Annað útrásarverkefni

Er í vinnslu og verður lokið við það á morgun.  Er búinn að vera að fara í gegnum málið í dag og hjólsögin verður sett í málið og það klárað.  Er hætt við að sumum bregði í brún, þegar á þarf að hlusta.  Þar með lýkur formlega áratugalöngum kafla í mínu lífi, sem ég hefði átt að vera búinn að afgreiða fyrir löngu, og sá dráttur sem orðið hefur á er búinn að kosta mig tíma, peninga og hugarástand sem ég hef enga þörf fyrir, og hefur eyðilagt meira fyrir mér en margt annað sem ég hef gengið í gegnum.

Sáttur og framtíðin er ekki lengur það sem hún virtist fyrir ekki svo löngu síðanSmile


Útrásin er byrjuð.

Jæja loks kom að því eftir nokkuð langt hlé að ég fékk almennilega útrás.  Eins og ég hef áður sagt hér þjáist ég af meðvirkni, meðaumkun, og öllu með- sem til er held ég bara hreint.  Hins vegar þegar ég fæ nóg, þá fæ ég mikið meira en nóg, og þá er bara fokið í öll skjól, ekki flest.  Eitt slíkt atvik átti sér stað í dag þegar aðili sem ég er búinn að hliðra til fyrir, og aðstoða á mikið meira en allan hátt, fór yfir strikið.  Eins og "allur" bærinn hefur sjálfsagt getað heyrt þrátt fyrir veðrið er ekki gott að verða fyrir því að kveikja á mér.  Viðkomandi aðila var gjörsamlega spólað upp og út- ekki með hornaboltakylfu neitt, heldur notaðist ég við hjólsögDevil til að vera nú nógu fljótur að gera það sem þurfti áður en ég skipti um skoðun og dytti í meðvirknispakkann á ný.  Þetta er ægileg staða að vera í og að ég skuli setja mig í hana sjálfur aftur og aftur er algerlega fáránlegt. 

Aðalatriðið er að ég er sáttur við niðurstöðu málsins.

Útrásin mun halda áfram, hreinsað verður vel til í með-pakkanum og sama hvað skeður þá verður ekki aftur snúið í gamla farið EVER! 

 


Lofaður!

Langt síðan ég velti þessu orði fyrir mér.  Kitlar nú samt hjartaskömmina að geta sagt að maður sé lofaður.  Manni hlýnar einhvern veginn öllum og breytist, samt ekkert í rúsínu eða rassgat neitt eins og mér er tjáð að gerist oft norðanlands, af ábyrgðarfullum einusinnivar AKureyringum. 

Verð nú samt að hætta að brjóta niður aðra hverja konu á landinu, með þessum leik- orðaleik.

Hitt er svo annað mál að nú fer hver að verða síðust í þeim málum, því veiðileyfaútgáfu á mig verður hætt þann 1. febrúar, og hefst ekki aftur fyrr en eftir 16. mars en þá verður yngsta dóttirin fermd.  Hafið hugfast að ekki er víst að ég verði til staðar á þeim tíma, allt eins gæti verið að mig mætti finna allt annars staðar í veröldinni en eins og með svo margt annað: Spyrjið!, og ef mér líst þannig á gæti verið að svarið yrði rétt.

Eins og sjá má er sjálfið mitt gjörsamlega í molum þessa stundina, get ekki ímyndað mér hvernig verður að fara einn til sólarlanda fjær í vestri, með íslenskri ferðaskrifstofu sem kennir sig við heiminn. Wink  Tanny 

Straumur heimsótti mig í dag, orsök þess er að ég er burðarás í mínu verkefni og tröppuskratti óstöðugur sem ég stóð í fór eitthvað að sveiflast til og ég greip í það er hendi var næst - rafmagnskapal.  Höndin seig svo niður eftir kaplinum uns endanum var náð og straumurinn seytlaði um æðarnar- aldeilis frábær upplifun!






Verbúð - sambúð - vosbúð.

 

Verbúð er eitt fallegasta orð sem ég hef séð a prenti undanfarna mánuði Rocking Happy 

Sambúð er hlutur sem ég læt ekki hafa mig út í á næstunni Out The Door 

Vosbúð kemur oft á eftir sambúð og er langversta búðinAngry

Nú svo opnar maður bara nýja búð Spaghetti Smooch 






Örvæntingarstjórnmál

Alveg hjartanlega sammála Steingrími.  Eina spurningin er sú af hverju hann beitir þessu þá ekki í eigin flokki?  „Þetta er í mínum huga ekki til marks um neitt annað en einhverja hyldýpis-örvæntingu sem er eiginlega erfitt að skilja, af hverju menn geta ekki bara jafnað sig og sleikt sárin í minnihluta og tekið því eins og menn.“  Eða er flokkur hans kannski samansafn af hópum, eða jafnvel einstaklingum sem hann ræður ekkert við?  Andskotans vesen er á þessu liði þínu Steingrímur!  Klúðruðu hverjum meirihlutaviðræðunum á fætur öðrum síðastliðið vor  tóku svo við Kórónajakkafataprinsinum sem gengur ekki í nærbuxum einu sinni skv. reikningum, í haust, og húka nú beygð og brotin undir ráðhúsveggnum eftir hundrað daga æðislegt traust og samheldið meirihlutasamband.

 

 


mbl.is Stjórnarskiptin til marks um örvæntingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegri kvenkostir fást ekki

Var að rifja upp í kvöld frétt frá því í síðustu viku um hvernig leikarar í USA héldu aftur af drengjum sem sóttust eftir dætrum þeirra.  Þetta kom upp í hugann þegar dætur mínar tvær voru inni í stofu og ég var með þá þriðju í símanum að þylja upp einkunnir sínar.  Þá fjórðu er ég búinn að missa út úr höndunum í fangið á Hafnfirðingi, en hann má þó eiga það að hann er þokkalegasta eintak af slíkum að vera, og hún Sóley Birta sem hann á aðild að er alveg gjörsamlega úrvalsupphaf að afaseríu minni sem ég er nú farinn að huga að.  Hvað hinar varðar er staðan þannig að ég á ýmis tromp á hendi sem ég get beitt ef mér finnst brýn þörf áDevil.  Annars er bara svo mikið vit í kollinum á þeim(hvaðan ætli það sé), að engin ástæða er fyrir mig að efast neitt sértaklega um þeirra val, og engri þeirra myndi ég vilja breyta á nokkurn hinn minnsta hátt-þá meina ég ENGAN.  Ekki ætla ég að fara að setja út á að mamma þeirra sé ekki búin kenna þeim á þvottavél, eða benda þeim á að fötin detti ekki úr henni straujuð inn í skáp, og það sé betra að hafa vatn á straujárninu og kveikt á eldavélinni.

Hitt er svo aftur annað mál að ÉG kann á þvottavél, uppþvottavél, saumavél, og meira að segja hakkavél, og get notað þær.Grin(bara svona smá ónauðsynlegar upplýsingar fyrir þá er kynnu að vera að velta því fyrir sér)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband