Leikur lífsins.

Það er ekki alltaf nóg að hafa góð spil á hendinni, það verður að spila vel úr hverjum þeim spilum sem maður er með, til að fá út úr lífinu það sem maður vill, eða því sem næst. 

Oft koma upp aðstæður þar sem maður vildi helst láta sig hverfa, til að þurfa ekki að takast á við verkefni sem fyrir liggja, af einhverjum ástæðum. 

En lífið nær þér alltaf á endanum, þannig að oftast er best að mæta lífinu, og takast á við það sem í boði er hverju sinni, og halda svo áfram í stað þess að eyða mörgum dögum í vangaveltur um hvað ef, en, hefði, o.s.frv.

Þannig fær maður líka mun meiri tíma til að kanna ný tækifæri, nýja möguleika, og nýta tímann bara í eitthvað sem mann langar til að gera eða upplifa.

Gremja er alveg glötuð tilfinning, sem fylgir gærdeginum iðulega að málum, og oftast vita vonlaust að vera að velta sér upp úr.  Samt er þetta landlægur andskoti og hrjáir fólk í haugum.  Til hvers er ekki gott að vita því enginn verður meira fyrir barðinu á gremju sinni en maður sjálfur.

Á morgun verður kominn nýr dagur, nýrra tækifæra, nýrra möguleika. Það er alveg sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, morgundagurinn getur orðið góður fyrir migGrin

Var að skoða hús áðan, mikið hús, en líka mikil vinna fylgjandi því.  Hátt til lofts og vítt til veggja og pláss fyrir hvað sem er, held meira að segja að það sé pláss fyrir konu þar einhvers staðar.  Annars hef ég í dag mesta þörf fyrir þær sem eru þar nú þegar, en það er önnur sagaCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Úllalla,pláss fyrir konu já,hmmHvað ef.....

Birna Dúadóttir, 11.2.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Ingvar

Spila vel úr því sem er á hendi, og svo er alltaf gott að safna nokkrum trompum upp í ermina til að nota......EF.......

Annars er þetta "EF" líklega tilgangslausasta orð sem hefur ratað í Íslenska tungu

Passaðu svo bara að það verði eithvað pláss aflögu fyrir þig....EF....það kæmi kona í hitt plássið

Ingvar, 11.2.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Björn Finnbogason

já-neinei, sko ef ég fer út í þá sálma af einhverju viti, þá finn ég svona "eins manns" konu sjáðu

Björn Finnbogason, 11.2.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Ingvar þarna komstu með það- nei ætla ekki að segja það upphátt hvað ég hugsaði hmm.

Björn Finnbogason, 11.2.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Sjáiði bara! þarf ekki einu sinni að borða sjálfur orðið En svona til ónauðsynlegra upplýsinga held ég mínum ennþá

Björn Finnbogason, 11.2.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Björn Finnbogason

vantar eiginlega eina íbúð enn!, þá gæti þetta verið svona: mánud, þriðjud, miðvikud,etc!!!

Ekkert jan, feb, mars, neitt

Björn Finnbogason, 11.2.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Björn Finnbogason

Ingvar annars er húsvarðaríbúðin laus! er að vísu bara 60 cm skápur en 210 á hæðina- ekki að það skipti nokkru máli

Björn Finnbogason, 11.2.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband