Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Nú andar suðrið hlýju-allt í björtu báli.

Geggjað að vera til þessa dagana.  Umkringdur skemmtilegu fólki sem er að fást við og upplifa skemmtilega hluti.  Algjör snilld hreint að hætta að hugsa og fara að finna í staðinn!  Það er alveg magnað hvernig hægt er að stýra líðan sinni á eigin forsendum ekki annarra.  Að vera ekki alltaf að meðtaka skoðanir og álit annarra óendurskoðaðar.  Mér finnst, ég vil, mig langar, eru fullkomlega lögmætar og í alla staði eðlilegar tilfinningar, og ólíkt betri en , ég verð, ég læt yfir mig ganga, og ég sætti mig við, svona "þetta lagast syndrómið".

Hitti "unga konu" í kvöld.  Sú er aldeilis að gera alveg frábæra hluti í lífinu.  Er búinn að fylgjast með henni úr fjarlægð í nokkur ár, og alveg frá því ég sá hana fyrst, vissi ég að hún hafði allt til að bera til að ná langt.  Var í einhverju sambandsleysi um tíma en er núna á öskrandi siglingu.  Sem betur fer bað hún mig ekki að hoppa í sjóinn í kvöld, því ég hefði sennilega a.m.k. farið niður á bryggju svei mér þá! Diving    






Virk samkeppni - um mig.

Alveg að verða þessi indælis eðaldagur á enda kominn.  Byrjaði nú eitthvað svona frekar fúll en hefur bara batnað eftir því sem á hefur liðið.  Tók snúning á píparastéttinni í morgun og ein píparafrúin sagðist MYNDI L'ATA sinn hringja í mig í kvöld.  Sá ætlar greinilega að búa með henni eitthvað áfram því hann hringdi áðan og ætlar að koma á morgun.

Eftir að ég fór að upplýsa að mig vantaði eitt og annað er bara orðið biðröð á hurðinni. 

Svo er fullt af konum sem virðast vanta einhvern til að gera eitt og annað- fyrir sig - en við íbúðirnar þeirra, hvað sem það svo þýðirCool.  Svo er ein og ein sem nær mér, eins og til dæmis þessi sem kom með tertuna handa mér áðan, hún veit sko alveg hvað hún er að gera sú!  Beið svo spenntur eftir einni til að elda, annarri til að þrífa, og kannski þeirri þriðju-já hmm.  Var kominn á þvílíka flugið með svona raðhjálp- ekkert húshjálp neitt.  Eitthvað finnst sumum samt kannski nóg komið í dag fyrir mig, svo ég ætla bara að fara og vinna í svona tvo-þrjá tíma, og sjá svo hvað bíður mín þegar ég kem heimGrin


Að gerast pípari - kr. 3.499.-

Píparavandræði hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu.  Veit ekki alveg hvar þeir eru greyin.  Eru að verða jafn sjaldgæfir og framsóknarmenn og sennilega ekki seinna vænna að leggja inn pöntun ætli maður að fá einn á árinu (pípara þ.e.).

Lagðist undir feld og ákvað í framhaldinu að fara í ónefnda byggingavöruverslun og fá hraðnámskeið í pípulögnum.  Hitti mann á leiðinni og sagði honum hvað stæði til- fyrsta spurningin var og hvað kostar svona námskeið?  Kom í ljós að hann hafði verið að leita og bíða eftir pípara í þrjár-fjórar vikur.  Jæja ég fer og fæ upplýsingar um hvað skuli gera og hvernig og síðan töfratöng eina með til að gera þetta auðveldara en orð fá lýst og væri grunnurinn að framhaldinu.  Pípari stóð við hliðina á mér þegar ég greiddi 3.499.- fyrir töngina og sagði hvernig heldurðu að þetta endi hjá þér?  Benti honum á að hann væri hjartanlega velkominn til að lagfæra og klára dæmið.  Sá undir skósólana á honum er hann hentist fyrir næsta horn!!! 


Hvar er veðrið?

Veðurfarið-lýsingar morgunsins, hafa gjörsamlega farið framhjá mér og minni götu.  Yngsta dóttirin hringdi í morgun og gat ekki farið í skólann vegna veðurs - ég leit út um gluggann og hugsaði hmm.  Eftir að hafa fengið staðfest að systur hennar voru ekkert að fara neitt heldur, tókst að sannfæra mig um að það væri nú bara svona snjóþungt í Njarðvíkunum, og ég hringdi upp í skóla og fékk leyfi.

Annars er þetta að verða alveg ágætt með þennan snjó, er alveg að fara með gulrótarplanið mitt þar sem allar ferðir til staða þar sem hitastig er yfir frostmarki eru uppseldar!

Ætli ég "neyðist ekki" til að þiggja heimboð vinar míns í gamla dyravarðabústaðinn hans ef ég ætla að komast eitthvert áður en snjóa leysir- í sumar einhvern tímann ef fram fer sem horfir hehe.

 


Framtíðin breytist án fyrirvara- stundum.

Frábært þegar maður er að skipuleggja sig jafnvel nokkra daga fram í tímann, hve snöggt getur orðið um skipulagið og það hreinlega horfið á hálftíma með manni og mús.  Maður sorterar fólk, atburði, verkefni o.s.frv., eftir mikilvægi að eigin áliti, fer svo til tannlæknis og hann sker þetta plan í strimla á svona eins og hálftíma og rukkar mann svo þvílíkt fyrir!!!

Nú sit ég dofinn frá hálsi upp í heila, allur bólginn og er að endurskipuleggja daginn og vikuna þar sem allt átti að gerast, vikuna þar sem allt verður að gerast, hvort sem ég geri hlutina eða ekki.  Þetta eru dagarnir þar sem væri gott að geta hringt sig inn veikanWoundering

Verst að gemsinn minn er alltaf á tali þegar ég hringi í hannAngry   


Superbowl-brjóstastærðir.

  Alveg geggjuð fyrirbæri í USA þessir úrslita-leikdagar bæði í "fótbolta" og hafnabolta.  Hef upplifað hvorutveggja þarna úti, innan um "venjulegt fólk", sem verður eins og vitfirringar jafnvel þótt þeirra lið sé löngu fallið út.  Þetta er svona eins og verslunarmannahelgi á Íslandi ef maður ætti að líkja þessu saman við eitthvað hérlendis, og allir 18oghálfs, ekkert á öllum aldri neitt!  Dagarnir á undan fara í að draga að birgðir í mat og drykk, og undirbúa daginn, síðan er leikdagurinn rennur upp situr fólk í haugnum, af snakki, mat og drykk, og hreyfist varla þó auglýsingar gefi nú færi á fimm mínútna göngutúrum oft á milli.  Alveg ótrúleg þolinmæði sem þeir sýna gagnvart auglýsingum það væri nú einhver búinn að missa vitið hérlendis og allan húmor.  En þetta eru mestu skrautsýningar heimsins á íþróttakappleikjum og allt er part af programmet eins og þeir myndu segja ef þeir kynnu dönskuSmile  Umræðurnar eftir leikina eru svo alveg útaf fyrir sig, hvort sem er um leikinn sjálfan eða eitthvað honum tengt.  Ég veit ekki hve oft ég sá Janet Jacksson missa b-brjóstið út,en eftir því sem mér skilst hefur hún gengið með nokkrar stærðir af brjóstum?  Ég man nú ekkert hvernig þessi leikur fór but who cares: við höfðum um nóg að tala og meira að segja ég gat lagt orð í belg þegar umræðan færðist á þetta b- stig þótt ég hefði ekkert vit á "fótbolta" eða var þetta hafnaboltaleikurinn!  Æi skiptir engu það muna allir eftir þessu atviki og vita hvað ég á við. 

                                                                            
                                                                Patriots 



Ef hægt er að segja um nokkurn mann-

Að lífið hann fann þá er það ég.  Og hvar fann ég það? jú í sjálfum mér.  Í dag sæki ég eftir því lífi sem ég vil lifa, sæki eftir að umgangast og vera í kringum það fólk, sem ég vil hafa í kringum mig.  Leitast við að vera til staðar fyrir þá sem mér þykir vænst um- og líka suma þá sem þurfa.  Þessi endurröðun í lífinu hefur tekið tíma og það er bara allt í lagi.  Þetta uppgjör hefur oft verið erfitt og það er líka bara allt í lagi.  Allt í einu er bara ALLT í lagi, það kom þegar ég tók ákvörðun um að sleppa því að lifa í fortíðinni, sleppa hugsunum um hvað ef, einbeita mér að því að lifa í dag þannig lífi að morgundagurinn líti bara vel út, reyna að hlú að sjálfum mér og öðrum í kringum mig á þann hátt að mér og mínum líði vel og minna mig á að framtíðin getur breyst án fyrirvara. 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband