Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Laugardagur, 28.6.2008
Á bar!
Nei, nei, ég á engan bar. Hins vegar sat ég um stund á bar í dag, og sem ég leit yfir gamla kunningja í hillunum "helltust" yfir mig minningar tengdar hinum ýmsu drykkjum í gegnum tíðina. Gleymi líklega seint þegar ég rembdist við að blanda mai-tai, eða þegar ég þvældi í mig eyrnamerg heilt kvöld og varð svo veikur að- já ekki orð um það meir. Íslenskt brennivín í appelsíni er eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvað þá í Martini bianco!!! Svona rúllaði ég í gegnum rekkana meðan ég spjallaði við mann sem má muna fífil sinn fegurri, en var flottastur- um stund að minnsta kosti í dag. Ekkert hefur samt enn slegið út vel hristan og ískaldan Budweiser, keyptan í sjálfsala uppá Keflavíkurflugvelli, og sem hlaupið hefur verið með niður heiðina í gegnum girðingu sem eitt sinn skildi á milli Íslands og Bandaríkjanna- helst í blindhríð!
Er ég kom út í sólina eftir samtalið varð mér litið til baka inn á barinn, myrkan og hálfdrungalegan. Þar sat eftir minn maður, orðinn niðursokkinn í sjálfsagt einhverjar heimspekilegar vangaveltur við barþjóninn, algjörlega ómeðvitaður um að hann var einn daginn enn að svipta sig frelsinu- til að lifa og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Ég gekk inn í minn heim- þessa trufluðu tilveru sem ég er í þessa dagana, -þar sem allt er í boði og ég geri það sem ég vil, þarf, og langar til.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 22.6.2008
"Gleðibankinn", lánar vaxtalaust öllum sem vilja!
Fór á stjórnarfund í dag og ólíkt öðrum bankastjórnum hefur stjórn Gleðibankans ekki uppi nein áform um að draga úr útlánum og heitir á sama tíma hæstu vöxtum í heimi á innlán. Enda hafa þau aukist jafnt og þétt undanfarið ár eða svo, og frábært hvað fólk hugar vel að innistæðu sinni. Hinir serm þurfa á láni að halda furða sig dag eftir dag og viku eftir viku á því hve auðvelt er að velta á undan sér lánum í þessum banka. Einn stjórnarmanna er reyndar þannig að bara við að horfa á hann fer maður að brosa, og er hann opnar munninn missir maður sig hreinlega annað slagið. Þrjú okkar urðu hreinlega að yfirgefa stjórnarherbergið um stund, til að ráða ráðum okkar- hvernig við ættum að komast í gegnum fundinn!
Ég verð hreinlega alveg að viðurkenna það að svona uppákoma hefur ekki hent mig fyrr, að þurfa að yfirgefa fundi í hláturskrampa.
Eins og sjá má leiðist mér ekki neitt, þótt á kafi sé oft á tíðum í vinnu, stressi, og verkefnum. Ég er að vinna að því sem mig langar til, á sviði sem ég vil vera á, og brátt rennur upp sú stund að ég fer að lifa af skuldum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20.6.2008
Army of me!
Nú er það heila herdeildin að störfum sólarhringinn rúnt. Það er pípari, málari, rafvirki, smiður, innanhússarkitekt, tækniteiknari, reddari, innkaupastjóri, forstjóri, ræstingarstjóri, hótelstjóri, bókari, og kokkur.
Svo þegar ég uppgötvaði að það voru lausir tveir tímar í vikunni, þá ákvað ég að skella mér til florida að skoða hús. Gerði nú ekki mikið með að flugið er einhverjir 9 tímar- hvora leið, það má alltaf brjóta saman þvott á leiðinni eða eitthvað.
Annars er ég nú farinn að sjá það sjálfur, og þá er nú mikið sagt, að það er ekki hægt að keyra sig út í skurð endalaust, svo ég ætla að taka sjénsinn á því að fara í frí og vonast svo bara til að Ísland verði hér enn er við komum til baka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 17.6.2008
Sömu tækifærin koma sjaldan tvisvar!
Nafnar mínir í norðri með ís í nafninu sínu umfram mig, virðast hafa tekið markaðssetningu Íslands erlendis fagnandi og storma hingað sem aldrei fyrr. Nú gefst okkur ís-lendingum annað tækifæri á að koma fram af þeirri reisn sem við viljum vera þekkt fyrir. Vonandi tekst að skutla þessum bangsa heim í Novator einkaþotunni- ferðamáta við hæfi!
Oft fara tækifærin forgörðum vegna þess að við grípum þau ekki, hikum, eða þorum ekki að taka sénsinn. Svo réttlætum við gjörðir okkar t.d. með því að okkur hafi ekki verið ætlað þetta eða hitt.
Málið er að tækifærin koma!
Það er hins vegar okkar að vinna með þau- eða ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 12.6.2008
Nú fer fólk að kaupa lán!
Einstaklingar hafa sama rétt og áður á íbúðalánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11.6.2008
Týndur- um stund!
Svakalega getur nú verið erfitt að finna sjálfan sig, ef maður týnist. Henti mig eitt kvöldið eigi alls fyrir löngu og tók bara rúman sólarhring að finna mig aftur. Samt hóf ég leitina strax og gerði allar þær ráðstafanir sem þekktar eru. Henti út lýsingu á ástandinu í sms, símanum og ég veit ekki hvað. Smám saman þrengdist hringurinn og leitin varð auðveldari, og undir kvöld tæpum sólarhring síðar fann ég mig svo. Kom þá í ljós að ég hafði farið að hugsa- algerlega óvart, því eins og allir vita var ég löngu búinn að leggja þá iðju á hilluna, -og endaði í öngstræti eins og venjulega.
Eftir að hafa lagt hjartað í að blása í mig lífi, varð ég að viðurkenna það að stundum, já bara örsjaldan, -eiginlega aldrei, -þarf ég að gefa sjálfum mér tíma. Það kallast víst frí!
FRÍ! Hljómar rosalega vel- en, já þarna kom það -þetta orð sem ég hef akkúrat ekkert við að gera!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10.6.2008
Halló mbl.is er einhver heima?
Hverskonar fíflagangur er þetta?
Sambærilegt dæmi: Hinn nýi ritstjóri Morgunblaðsins neitar að vinna í fötum- segir í fréttatilkynningu frá DV!!!!!!!!
Heimastjórn Grænlands hafnar Kárahnjúkaleiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8.6.2008
Skoðunarferðir til Sahara-JESSSS!!!!!
Það eina sem mér dettur til hugar að hægt verði að nota þetta fé í. Þó gæti verið hægt að einangra félagsheimili einhvers staðar til að spara hitunarkostnað, svo hægt verði að segja að fénu hafi verið varið í hita e-ð!
Því ef einhverju sveitarfélaginu dytti nú til hugar að leita að jarðhita fyrir þessa smáaura, hvað þá ef hann finndist, þá á nú eftir að fara brekkuna upp til umhverfisráðherra, -ráðherra sem skýtur allt niður og spyr svo!
Alveg dæmigerðar úthlutanir á gjöfum. Hefur alveg jafnmikið að segja að gefa öllum þessum sveitarfélögum kíki, og láta fólk skima eftir gufu eða reyk.
172 milljónir til jarðhitaleitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6.6.2008
No bed of Roses!
Lífið mitt þessa dagana. Engu að síður gott á margan hátt. Viðburðaríkt með allskyns afbrigðum. Ef hlutirnir geta farið öðruvísi, eða annað, gera þeir það!
Þá er bara að taka þann veg, þá leið, það sund, og svo áfram. Eins og frægt er orðið, þá er það staðreynd að ef Björn syndir nógu lengi,- kemst hann til Íslands!
Hvað verður um hann er svo í höndum- konu. Eitthvað er konum uppsigað við Birni þessa dagana, en ég vona að ekki sé nauðsynlegt að skjóta þá- alla.
Nýr dagur- nýtt upphaf! Var að tala við konu í kvöld, sem valdi sér nú bara einn skoskættaðan, mjúkan og kúlulaga og allt!!! Þyngdist nú enn brúnin á mínum- uns hún sagði mér nafnið: Mac Donald
Ódeyfður fæ ég að ganga um landið enn um sinn!
-Engin deyfilyf til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 3.6.2008
Einmana og stundum villtur hvítur Björn!
Eins gott að læðast með veggjum, og fara ekki langt, fyrr en ég er búinn að fara í brúnkusprautun.
Annars er bara ekkert víst að ég lifi þetta af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)