Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Umhverfisráðherra axli ábyrgð og segi af sér!

Umhverfisráðherra er alveg búin að vera.  Að láta skjóta dýrið er fáranlegsta ákvörðun nokkurs ráðherra sem ég man eftir.  Vatn í Þorlákshöfn, nei.  Bitruvirkjun, nei og nú ræðst hún á dýr.  Það hefði ekki nokkur lifandi sála þorað að hreyfa við nafna mínum ef hún hefði haldið hlífiskildi yfir honum.  Það hefði kannski kostað svolítið en kannski er henni bara svona illa við Birni yfirleitt.  Ef skagfirðingar eru orðnir svona illa áttaðir hefði mátt senda sérsveitina norður, en hún heyrir jú undir- einmitt!  Eitt stykki Björn.  Þeir hefðu sjálfsagt haft gott af útiverunni.
mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningar?

Love Letter

Ég sá hana fyrst á æskuárum  ósnortin var hún þá.  Hún fyllti loftið af angan og ilmi, æsandi losta og þrá.

Síðla á kvöldin við fórum í felur, mér fannst þetta svolítið ljótt, en alltaf var þetta meiri og meiri munaður hverja nótt.

Ég ætlaði seinna að hætta við hana, ég hélt að það yrði létt.  En ég var andvaka næstu nætur, því nú voru takmörk sett.

Endurminningar örvuðu blóðið, ástin villti mér sýn.  Og innan skamms fór ég aftur til hennar, og eftir það varð hún mín.

Hún fylgir mér ennþá svo trygg og trú, svo tággrönn og hnakkakert.  Aldrei hefur hún öðrum þjónað, né annara varir snert.

Hvenær sem grípur mig hugarangur,hún huggar mig raunum í.

Þá treð ég í hana tóbaksmoði og tendra svo eld í því.

  ROTFL 






Heimahjúkrun!

Fínt nafn yfir eitthvað sem ég gæti-neineinei, halda mig við efnið bara:-) Alveg sérdeilis ekki einleikið hvað fólk leggur á sig við að hjálpa öðrum.  Heyrði af manneskju í dag sem lítur sennilega bara ekki glaðan dag næstu mánuði.  Hún leggur á sig að borða stórsteikur og  ís og jarðarber og súkkulaði og popp  og, og, og,- bara til að gleðja aðra manneskju.

  Flatmagar í sólstólunum til skiptis til að halda á þeim hita(sólstólunum sko:-)) og viðheldur hringrásinni í sundlauginni með því að stinga sér í andskotans pollinn annað slagið. 

 

Og fyrst mín manneskja er komin á svæðið er um að gera að nýta túrinn!!!Shopping Spree

 Oscar Red Carpet 1Tek það fram að lítið hef ég um þetta mál frá fyrstu hendi en ég er bara svo fjandi góður að geta í eyðurnar.  Vil samt taka fram að þetta tengist Akureyri ekki á nokkurn hátt!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband