Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Sársaukamörk- þanþol

Hafa breyst mikið undanfarið og á marga vegu.  Til að mynda hafa sársaukamörk fjármagns færst mikið til hjá mér og það sem ég grét fyrir 3 vikum er ég bara að tárast yfir í dag.  Sársaukamörk gagnvart öðrum hafa einnig brenglast mikið og markalínan verið á fleygiferð undanfarna daga.  Hefur samt tekist að koma í veg fyrir sjálfsmörk enn sem komið er, hvað sem síðar verður.

Þanþolið hefur líka verið eins, streng- stýft og allt á ystu nöf og svo arfaslakt og krumpað inn á milli.

Þetta er svona: "ef það brotnar ekki- þá heldur það- syndrómið".  Á það nefnilega til að ofmeta sjálfan mig og mína getu til að bregðast við aðstæðum, og hefur reynt þó nokkuð á það undanfarið.  

Er búinn að vera að vinna með geysileg verðmæti, lífið sjálft, mitt og ekki síður annarra.  Mikið ofboðslega er gott að búa yfir allri þeirri þekkingu og reynslu sem lífið hefur boðið mér upp á og geta deilt því með öðrum.  Samt koma upp óvæntar aðstæður sem vonandi verður tækifæri til að rifja upp og endurtaka jafnvel síðar. 

Það er jú líka það skemmtilega við lífið- það er í lit! Pirate  

 








Höll vona.

Heimsótti höll vona í kvöld.  Rosalega gott að koma þangað - hafði ekki komið þar lengi- og aldrei jafnvel klæddur!  Hvílíkt frelsi að vera laus við nagandi óttann, ólgandi gremjuna, bullandi sektarkenndina, þvílíku skömmina, og allt sem því fylgir.  Hitti fullt af fólki sem ber vonandi gæfu til að öðlast þetta óskilgreinanlega "það".  Ég finn núna að ég hef "það", en ég get ekki haldið "því" ef ég gef ekki áfram það sem mér hefur verið gefið.

Heyrði í tveim vinum mínum í gær frá USA, frábært í þeim hljóðið, hafði ekki heyrt frá þeim síðan fyrir jól.  Alveg gjörsamlega brilliant hvað við virðumst vera samstíga í því sem við erum að gera þó í sitthvoru landinu sé og svo langt á milli þess sem við heyrum hver í öðrum.

Hver dagur hefst á því að ég opna augun- og endar eftir því hvernig ég fer með hann!   

 


Missti af þessu tækifæri!

Ansans vesen að hafa ekki hugkvæmst þetta fyrir ári síðan.  Maður gæti verið kominn með dýragarð, geitaostaframleiðslu og allt!!!

Svo er alltaf spurning hvað maður gerir vinum sínumDevil- og hvað ekkiHalo


mbl.is Eiginkonuna fyrir geit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

They shoot horses don´t they?

Held að það væri bara alveg snilldaraðgerð að flytja Davíð út í Eldey.  Þá gætum við fylgst með honum á netinu af myndavélinni hans Árna Johnsen og vissum hvað hann væri að gera hverja stund.  Við myndum láta hann halda að verið væri að endurskapa aðstæður annars þekkts fyrrum einvalds, og hann er svo glysgjarn að hann gleypir gjörsamlega við þessu.  Verður bara að muna að hafa útsendinguna án hljóðs. 

Alveg orðið gjörsamlega óþolandi hvernig verið er að strauja landslýð undir yfirskini fagmennsku og ábyrgðar einhverra- hverra er svo orðið afar erfitt að vita með vissu.

Nú síðast var eignastaða almennings felld um 20-30%!

Hvað er næst?

Lifum við af árið?

Af hverju erum við í þessari stöðu?  Vegna þess að ekki var brugðist nógu skjótt við.  Ef þetta áhlaup hefði verið tekið alvarlega í upphafi, og horft framhjá persónum og leikendum, sætum við ekki í súpunni í dag.

Andskotans vitleysa og enginn þorir að tala íslensku, af ótta við að mismæla sig eitthvað.

Svo voga Vinstri- grænir sér að væla um einkaþotur á 4 milljónir á sama tíma og hvert einasta heimili í landinu tapar að meðaltali 4-5 milljónum!

Nú er síðasti sjéns fyrir stjórnarliða að taka sig saman í andlitinu.

TÖFLUFUNDINUM ER LOKIÐ!


Ég skal!

Taka þetta að mér fyrir 85,6 milljónir króna fyrir 20 manns til þriggja ára frá og með næsta hausti!

Í boði eru engin "úrræði", heldur íbúðir og stuðningur.  Tek það fram að einu sviðin sem að koma að mínum rekstri  eru pressuð í sultu- og borðuð.  Allt annað er sambærilegt því besta sem gerist  í  heiminum í dag.


mbl.is Nýtt búsetuúrræði styrkt um 85,6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég og japanskar húsmæður!

Höfum staðið að breytingum á húsnæði undanfarna mánuði með milligöngu Landsbankans.  Á ýmsu hefur gengið, sérstaklega í gengismálum.  Framan af þóttist ég helvíti seigur að plata kerlingarnar til að lána mjólkurpeningana fyrir slikk, en síðan tók við tímabil þar sem við lá að þær kæmust til Íslands að rukka mig og skelltu sér í Bláa lónið í leiðinni fyrir afganginn.  Slíkar voru hamfarirnar á fjármálamarkaðinum.  Eitthvað virðist ástandið nú vera að skána og vonandi að stjórnvöld hlusti á mig næst þegar svona ástand kemur upp. 

Því ég er alveg búinn að sjá það að ef farið hefði verið að mínum ráðum og óskað eftir tilboðum í lán til handa Seðlabankanum í febrúar hefðum við aldrei lent í þeim aðstæðum sem við erum búin að lifa undanfarnar vikur.  Nú hefur verið tekin ákvörðun um að taka enga ákvörðun, sem er jú ákvörðun út af fyrir sig. 

 Sá að opnuð hafa verið tilboð í Reykjanesbrautina, þar munar um 100 milljónum á lægstu tilboðunum.  Alltaf sama sagan þegar íslendingar ætla að fara að haga sér eins og viti bornir menn að (því er við höldum) annarra áliti, þá sitjum við alltaf í súpunni, sama hvort um er að ræða fjármál, vegamál, útboðsmál eða umhverfismál. 

Held það hefði verið heillavænlegra á sínum tíma að framlengja samningi við verktakana sem hófu verkið, og voru tilbúnir að halda áfram á sömu verðum.  Nei- má ekki- sagði einhver- samkvæmt evrópskum lagabálkum frá Brussel. 

Þetta er nákvæmlega sama málið og með stýrivextina- íslendingar hætta ekkert að taka lán fyrr en þeir hætta að geta borgað af þeim eða þau hreinlega fást ekki lengur, hvað sem líður vaxtaprósentum Davíðs og félaga í Seðlabankanum.

Íslendingar borða SS pylsur- ennþá a.m.k., -brátt verðum við farin að sjá auglýsingarnar frá Steff-Houlberg og félögum eftir því sem landbúnaðarráðherra boðar.

Hvar endar Ísland eiginlega?

Held ég svari þessu líka!:

BEST!!!!!

  


Æðstur strumpa- enda ljón!

Átti annars alls ekki von á að vera þarna uppi - það eru svo margir góðir þáttakendur sko!!!

Útkoman kemur mér samt ekki sérstaklega á óvartBlush, það er bara ótrúlegt hve fáir hafa uppgötvað þvílíkt eðaleintak ég er!!!  Og ekki alltaf rétta fólkið heldurTounge

Hver skyldi fá Kjartan?

<script type="text/javascript" language="javascript" src="http://bluebuddies.com/js/Papa_Smurf.js"></script>

 

 


Með lífið að láni - get sett það að veði.

Lífið var mér gefið og lífið verður einhvern tímann af mér tekið.  Hvað ég geri með það á meðan það er í minni umsjá er undir mér komið.  Byggi ég upp líf mitt til hagsbóta fyrir mig og mína, framkvæmi ég það sem mig langar til, sækist ég eftir því sem ég vil hafa í mínu lífi.  Oft hefur skort á að ég hafi lifað lífinu á þann hátt sem væri mér og mínum fyrir bestu.  Oft hefur niðurstaðan orðið einhver málamiðlunarsamsuða sem ég enda svo hundóánægður með.

Eigi alls fyrir löngu var mér bent á að byrja daginn á að fara í "búðina" og kaupa inn fyrir daginn.  Lund, fólk, veður, hugarfar, os.frv.

Hætta að fara með sjálfan mig eins og kornflekspakka sem klipptur er úr afsláttarmiði á hverjum degi, og endar baklaus, styrklaus, og vitlaus. 

Hætta að veðsetja sjálfan mig upp fyrir reykháfa- langt fram í tímann. 

Ég hef bara ekki efni á að gefa neinn afslátt af mér, ég þarf á mér öllum að halda á hverjum degi. 

Þegar ég hef mig allan, er ég í stakk búinn að gera nánast allt sem dagurinn býður mér uppá hverju sinni, er aflögufær um margt sem getur komið öðrum til góða, og er til staðar fyrir sjálfan mig og aðra.

Ég á að biðja um það sem ég vil - ekki það sem ég held að aðrir vilji að ég biðji um.

Hvern ég bið - það er svo önnur saga.


Flug og golf

Var í umræðunni í gærkvöldi.  Var að ræða sumarið framundan við vinkonu mína, og nokkuð ljóst að það fer nú að verða þéttskipuð dagskráin ef ekki verður farið af stað fljótlegaHappy  Er orðinn algjörlega sannfærður um að það sé lífsnauðsynlegt að læra flug, og næsta ljóst að pláss verður að vera fyrir golfpokann afturí en eins og alþjóð veit er ég að fara í golfendurhæfingar upprifjunarkennslu með vini mínum sem ég er orðinn eiginlega viss um að þorir hreinlega ekki.  Því er það að ég ætla að panta tíma fyrir okkur eftir helginaWink 

Best að kíkja á nokkrar flugvélasölur - skilst að verðið hafi hrapað undanfariðSmile


Foreldrar fæðast fullorðnir!

Alveg magnað að sjá hversu margir foreldrar nú til dags virðast hafa fæðst korter yfir þrítugt.  Var að lesa færslur af skólaballasögum, þar var ein t.d. þar sem tvær gamlar hlustuðu í andakt á lýsingar "barnanna" af framferði vinanna.  Ótrúlega margir foreldrar eiga einnig við þann vanda að glíma að annað er blint og hitt sér ekki, annað heyrir ekki og hitt hlustar ekki, og hvorugt er til staðar.  Tel að leiðin hljóti að vera sú í málinu að foreldrar endurfæðist eða dusti rykið af minninu og reyni að vera til staðar, heyra, hlusta, og ráðleggja.  Gæsluliði, kennurum, skólayfirvöldum, eða lögreglu verður ekki kennt um neyslu ungmenna nú frekar en áður. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband