Með lífið að láni - get sett það að veði.

Lífið var mér gefið og lífið verður einhvern tímann af mér tekið.  Hvað ég geri með það á meðan það er í minni umsjá er undir mér komið.  Byggi ég upp líf mitt til hagsbóta fyrir mig og mína, framkvæmi ég það sem mig langar til, sækist ég eftir því sem ég vil hafa í mínu lífi.  Oft hefur skort á að ég hafi lifað lífinu á þann hátt sem væri mér og mínum fyrir bestu.  Oft hefur niðurstaðan orðið einhver málamiðlunarsamsuða sem ég enda svo hundóánægður með.

Eigi alls fyrir löngu var mér bent á að byrja daginn á að fara í "búðina" og kaupa inn fyrir daginn.  Lund, fólk, veður, hugarfar, os.frv.

Hætta að fara með sjálfan mig eins og kornflekspakka sem klipptur er úr afsláttarmiði á hverjum degi, og endar baklaus, styrklaus, og vitlaus. 

Hætta að veðsetja sjálfan mig upp fyrir reykháfa- langt fram í tímann. 

Ég hef bara ekki efni á að gefa neinn afslátt af mér, ég þarf á mér öllum að halda á hverjum degi. 

Þegar ég hef mig allan, er ég í stakk búinn að gera nánast allt sem dagurinn býður mér uppá hverju sinni, er aflögufær um margt sem getur komið öðrum til góða, og er til staðar fyrir sjálfan mig og aðra.

Ég á að biðja um það sem ég vil - ekki það sem ég held að aðrir vilji að ég biðji um.

Hvern ég bið - það er svo önnur saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góður að venju sæti

Birna Dúadóttir, 7.4.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband