Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Föstudagur, 29.2.2008
Loftkastalar!
Væntanlegt heilsuhótel hefur verið á teikniborðinu í sennilega yfir tuttugu ár. Flottar teikningar á sínum tíma en hafa enga atvinnu veitt hérna á svæðinu enn sem komið er.
Mikillar atvinnusköpunar að vænta!!!!! Verði allar þær hugmyndir!!!
Þetta er nákvæmlega málið. Vænta megi og verði að veruleika ásamt fleiri fínum orðasamböndum sem eru akkúrat það og ekkert annað.
Hvað skyldi vera búið að skera marga upp á skurðstofunni á HSS, sem "opnuð" var fyrir skemmstu.
Bendi líka á að samkvæmt könnun sambands íslenskra sveitarfélaga erum við á lægst launaða svæði landsins.
Bláa lónið springur út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29.2.2008
Annar eins dagur er ekki fyrr en eftir fjögur ár!
Allt í einu hrundi það yfir mig að það er 29. feb. í dag. Það sem ég geri í dag, get ég því ekki gert á þessum degi aftur fyrr en eftir fjögur ár.
Annars las ég hér áðan um ótrúlega lagasetningu skotadrottningar frá árinu 1266 um þennan dag, en ætla ekkert að fjölyrða um það meir hér- hef bara ekki efni á því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29.2.2008
Fermingardrottning!
Nei, nei ekki ég en samt! Dóttir mín var í fermingarmyndatöku í dag, ásamt okkur foreldrunum.
Mikið ofboðslega á ég fallega dóttur. Veit svo sem alveg hvaðan hún hefur það, það er ekki málið en hún myndast mikið betur en ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29.2.2008
Reynslan er dýrmæt eign.
Er að fara á frumsýningu á söngleik í kvöld sem dóttir mín ein tekur þátt í. Heitir Sjénsinn og er sýndur í Andrew's theater upp á gamla Keflavíkurflugvelli. Kíkti með kvöldmat til hennar um daginn og fylgdist aðeins með æfingum, rosalega gaman! Annars hef ég haft nokkrar áhyggjur af því að hún væri að kaffæra sig í félagsstarfinu í skólanum, - nemendafélagið, söngvarakeppni, söngleikurinn, þetta og hitt, en ákvað svo að láta þetta bara ráðast. Veit af eigin raun hve gríðarlega reynslu fólk öðlast í gegnum þetta, kynnist mörgu ólíku fólki, sem þarf að eiga samskipti við, og vinna með. Skipulagningu læra þessir krakkar líka, og vegur þessi reynsla þungt þegar fram í sækir, og alvara lífsins dettur inn, ekki síður en Egilssaga t.d., svo ég minnist nú bara gamallar vinkonu
Mætti hins vegar alveg dreifa ábyrgðinni meira hún dóttir mín, en það er eins og með margt annað: Til öryggis er betra að vera viss og gera hlutina sjálf- hef ekki hugmynd hvaðan hún hefur það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27.2.2008
Sært ljón!
Tannlæknirinn hefur án efa lesið um síðustu ferð mína til hans á blogginu, því ég hef fundið ógurlega fyrir því, hvað ég greiddi honum fyrir í dag. Eins og sönnu ljóni sæmir, hef ég verið nær dauða en lífi eftir heimsóknina, og apótekið græddi stórfé á mér, því ég var sannfærður um að ég þyrfti á áður óþekktu magni af verkjalyfjum að halda, ég yrði svoooooooo slæmur.
Allt var einhvern veginn í þessa veru í dag, hurðarhúnar, innréttingar, listar, o.þ.h., allt í fleirtölu margföldunar eitthvað...
"Skreið svo heim- var svo svo ánægður að sjá tvær dætur mínar á chillinu inni í eldhúsi að ég steingleymdi "slysinu" frá í morgun- um stund. Steinlá svo í stofusófanum, vaknaði við að yngsta dóttirin var mætt, við áttum fína kvöldstund saman. Hundfúlt að þurfa að vekja hana til að skutla henni heim undir miðnættið eftir að hún hafði prófað sófann líka. Fjandi gott að liggja í honum sjáið þið til!
Vantaði bara hana Loppínu Björns, þarf að fara að skipuleggja pabbahelgar með hana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 26.2.2008
Stundum hugsa ég- ósjálfrátt!
Það er bara þannig. Og yfirleitt þá um fortíðina. Það kann nú ekki alltaf góðri lukku að stýra, en hef þó í seinni tíð náð því að hugsa mig frjálsan frá henni í leiðinni.
Að láta hugann reika er svona fínni útfærsla, sem getur verið gaman að vera þáttakandi í annað slagið. Þá er ég út um víðan völl- og heim aftur, því hver vegur að heiman er vegurinn heim, þó heimilisfangið breytist stundum- og draumaendastöðin frá degi til dags jafnvel Þá er ég að máta hinar ýmsu aðstæður, hvort þær henti mér- eða ekki, hvort ég vilji þær- eða ekki, hvort mig langi í þær, eða ekki!
Ég á mér draum, draum um örlítið betra líf, svona punkt . yfir I-ið, sem getur þó orðið bið eftir, svo mér líki(90-60-90., með heila og útlit!)
Í millitíðinni hlúi ég að því sem mér þykir vænst um, annast það sem ég hef tekið mér fyrir hendur, klára það sem ég datt í, fyrir ekki svo löngu síðan, og dríf mig svo í sólina með stelpunum(rólegar alveg sko)-mínum.
Mér finnst- allt í svakalegu lagi þessa dagana- mínu lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 23.2.2008
Lesið ályktunina-plís,plís,plís!
Þetta ætti að vera skyldulesning hvers kjósanda, áður en hann fer í kjörklefann!!!
Landsmenn hrindi atlögu að almannaþjónustunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 23.2.2008
Villtar vonir, villtir draumar, villtir dagar!
Nú er veruleikinn að fara fram úr mínum villtustu draumum! Og það get ég sagt ykkur að er svoldið villt ástand manns, sem býr í vitlausu húsi, við vitlausa götu, í vitlausum bæ.
Allt er þetta tilkomið vegna þess að ég fór að trúa á að ég gæti náð þeim árangri sem ég sæktist eftir, ef ég léti vaða í djúpu laugina.
Ef ég geri ekki neitt- þá gerist ekki neitt. Svo einfalt er það nú.
Ef ég sækist ekki eftir því sem mig langar í eða til, þá fæ ég það líklegast ekki.
Ef ég gef af sjálfum mér, fæ ég gjafir í öllum útfærslum.
Að finna fyrir því í hjartanu að ég sé að gera rétt, og trúa því að ég geti allt sem ég vil, þá fer ég ofboðslega langt í þá átt sem mig langar til
Sumarið er tíminn!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 22.2.2008
Húsið.
Húsið er alveg sérstaklega gott og vinalegt hús. Nú er húsið að skipta um eiganda, og ætlar að fara að huga að andlitsupplyftingu. Húsið er alveg æst í að fá einhvern til að búa í sér, og bendir á frábært útsýni af efri hæðinni sér til stuðnings. Þá sé hægt að velja hvaða horn sem er og hræra í því að vild, svo það henti misfjölmennri fjölskyldu. Þetta hús vill fá mig, og að sjálfsögðu tók ég boðinu enda kurteis með afbrigðum. Ljóst er þó að þrjár álmur verða á efri hæðinni, ég get þá alltaf flutt á milli,
Bloggar | Breytt 23.2.2008 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 22.2.2008
Danmörk brennur!
Og þá er nú fínt að skrúfa fyrir súrefnið til íslands. Eini blaðamaður Morgunblaðsins sem skilur útlensku, virðist hafa náð einhverjum tökum á dönsku, og eini aðilinn sem hann getur haft eitthvað eftir er í forsvari fyrir banka á SAXÖ sem er svo lítil eyja víst, að hún finnst ekki nema með stækkunargleri er mér sagt. Skilst mér að þangað séu sendir aðilar sem ekki eru lengur hæfir til að búa í MOLS!
Spurning hvort Morgunblaðið verði ekki að fara að ráða einhverja af öllum þessum 40 sem sagt var upp í bönkunum- þeir hljóta að vera orðnir mellufærir í einhverjum af þeim tungumálum sem töluð eru í þeim löndum sem bankarnir eiga mest viðskipti við!
Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)