Þriðjudagur, 12.2.2008
Finn ekki sólgleraugun!
Er að fyllast svo mikilli bjartsýni, að það stingur hreinlega í augun. Samt er eiginlega dimmt úti held ég örugglega. Ætli ég verði ekki að halda áfram að leita og sjá hvort ég finn ekki gömul veiðigleraugu einhvers staðar,- með þeim sér maður nefnilega líka betur í gegnum- vatn! Sem er nú ekki vanþörf á, á þessum síðustu og bestu tímum, þar sem allt getur skeð og er að ske, og ég mun láta ske.
Rosalegt ske er þetta! Hvað ætli sé að ske- skyldi þó aldrei vera að lífið sé að ske.
Er á stöðugri siglingu áfram í lífinu, sem er ljúft og leikur við mig þessa dagana.
Að vísu er vogin að hrella mig annað slagið, sértaklega þegar ég sé í rassgatið á henni - undan baðinnréttingunni. Kannski ég skutli henni bara inn í þvottahús, hún ætti að una sér vel þar! Þetta er svo "þungt" heimili þvottalega þessa dagana.
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 13:03
Bjössi minn,þau eru í jakkavasanum,á sumarjakkanum,hann hangir í skápnum,á ganginum
Birna Dúadóttir, 13.2.2008 kl. 20:04
takk elskan- nú sér maður lífið a.m.k. eins og það ætti að vera
Björn Finnbogason, 13.2.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.