Fimmtudagur, 30.10.2008
Áfangasigur fyrir væntanlegt heimilisfólk!
Mikið rosalega varð ég ánægður með að lesa það hér að "úrræðið" væri komið af Kjalarnesi til byggða og úr einu "úrræði" í íbúðir miðsvæðis í lífinu sjálfu. Fólk þarf nefnilega að "fíla sig heima". Ég vona bara að ekki verði sett upp glerbúr fyrir einhverja félags- eða sálfræðigrýluna til rannsókna á ÞESSU fólki inni í íbúðum ÞESS! Því markmiðið hlýtur að vera að fólk búi og geti greitt fyrir sig sjálft. Þar sem ég þekki til eru skilyrði um vinnu, hegðun, greiðslu reikninga, mætingar á húsfundi, AA fundi og fleira í þeim dúr. Þá hafði þetta fólk greiðan aðgang að meðferðarstöðinni sem þau höfðu verið á og gat komið í hádeginu og "keypt" sér mat sem ég sá nú ekki að hart væri gengið eftir að innheimta. Vona að við förum ekki að klúðra þessu með óþarfa regluverki. Jórunn Frímannsdóttir má alveg klappa sér smá á öxlina fyrir að ÞORA að hugsa aðeins öðruvísi.
Borgin semur við SÁÁ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17.10.2008
Færeyskar húsmæður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 11.10.2008
Míns hjarta staður!
Being there!
By being there I learn that it works if you work it no matter what. I see other people change as a result of this program, and I gradually become part of a whole circle of life, I never thought I would. It is a save place.
I realize that there is a simple formula for greater things for me, 12 steps, -that if worked, the result will be a spiritual awakening, -your life will be transformed.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 9.10.2008
The navigator.
I may have been used to someone else steering my ship or telling me which way to go. I may have felt that I had no control over my own life, and I probably didn't. I will take the wheel and read my own map. I will decide which way my ship will go and which route I will take. Even though I may choose to have a crew of advisers who can help me, I will be the one to chart my course.
I realize that on the sea of life, I can't control the weather, but I'm perfectly capable of adjusting my sails.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14.8.2008
Endir.
Það er búið að vera hreint ævintýri að vera hér á vefnum undanfarna mánuði. Geggjað að geta svo flett upp hvar maður var staddur á hverjum tíma á einhverjum brjáluðustu tímum í mínu lífi. Allt tekur þó enda og hér held ég að minn tími sé liðinn, þörfin til að tjá sig ekki lengur sú sama og áður og þá gott að hætta áður en þetta þynnist út í meðalmennskukommentabull um allt og ekkert.
Fyrir þá sem ekki vita hefur þetta öðrum þræði verið saga mín úr iðrum vítis upp á yfirborðið, og þótt ég segi sjálfur frá hef ég aldrei séð nokkurn fara eins fljótt í gegnum þann pakka og á stundum var ég hreinlega hálfsmeykur um að svona bratt flug hlyti að enda illa.
Staðreyndin er hins vegar sú að draumar rætast og loforðin sem gefin eru, eru öll uppfyllt og mikið meira en það.
Sjö ára bardagi -nám og reynsla -mín og annarra, er að skila mér líðan sem aldrei nokkurn tíma fæst nokkurs staðar keypt -hún er lifuð, lituð blóði, svita og tárum, -mínum og þeirra er á undan hafa gengið veginn fyrir mig, og með mér, í mikilli auðmýkt og þakklæti.
Af veikum mætti reyni ég að bera áfram það sem mér hefur verið gefið. Ef ég mætti velja eitthvað yrði það:
LÁTTU HJARTAÐ RÁÐA!
Hjartað hugsar aldrei! -Því finnst hitt og þetta og það er alltaf best.
Lifðu þínu lífi- ekki annarra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14.8.2008
Fljúgðu!, fljúgðu
:
Just when the
caterpillar
thought the
world was over,
it became
a butterfly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12.8.2008
Netþjónabú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 12.8.2008
Kristján Annar!
Sveitarfélög tefja vegabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12.8.2008
Hvers er að dæma í eigin sök?
Alltof oft sitjum við í dómarasætinu og dæmum frammistöðu okkar sjálfra. Dómarnir sem við fellum um okkur sjálf eru á tíðum þeir harkalegustu sem sjást og stundum því miður endanlegir.
Refsigleðin er því meiri sem við erum verr í stakk búin að taka nokkrar einustu ákvarðanir um nokkurn skapaðan hlut. Við rænum okkur öllu því sem okkur er fyrir bestu- byrjum yfirleitt á því, og beitum svo sveðjunni bæði fyrir framan og aftan okkur, uns við stöndum nú örugglega ein og afkróuð einhvers staðar á miður góðum stað.
Síminn er ein leið til að leggja málin í kviðdóm ef svo má að orði komast, til að fá álit og umfjöllun annarra á því sem fyrir liggur.
Hringdu í vin, einn á dag alla daga ársins, þó ekki væri nema til þess að athuga hvort síminn virki ekki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8.8.2008
080808
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)