Fimmtudagur, 31.10.2013
Sjaldan hef ég séð lesið og skrifað, annað eins. Dagbókarfærslur mínar verða í jólabókaflóðinu.
Sjaldan, örsjaldan hef ég lesið og skrifað annað eins. Kannski, kannski, geta aðrir nýtt sér það. May the force be with you!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12.12.2009
Þegar allt sýnist einskisvert, flytur trúin fjöll!
Aldrei hvarflaði að mér á sínum tíma að nú tveimur árum seinna sæti ég í draumahúsinu.
Aldrei hvarflaði að mér að mér tækist að krafla sjálfan mig upp úr þeim pytti sem ég var í.
Aldrei hefði ég látið mig dreyma um að hlutirnir gengju upp eins og þeir hafa gert hingað til.
En!
Það hafa þeir gert.
Mín saga -ef hún getur orðið einum ljós í myrkri, -er góð saga!
Október 2007:
Ég vakna í stofunni eftir enn eitt svartnættiskvöldið og er að athuga stöðuna á vínbirgðum hússins.
Sem ég sest upp er verið að sýna Chelsea replay á einhverri rásinni og Eiður að skora úr hjólhestaspyrnu. Þrjátíu og eitthvað árum áður hafði ég verið með pabba hans í íþróttabúðum á Leirá í Borgarfirði -og jarðað þennan búðing -pabbann sko, sem seinna átti eftir að verða einn besti leikmaður Íslands:-P -í nánast hverju sem var.
Ég lít yfir stofuna og eldhúsið og hugsa með mér: hvern andskotann er ég að gera? Geng fram í eldhús og lít út um gluggann - ég er í Garðinum. Á þremur mánuðum hefur mér tekist að gjörsamlega klúðra öllu mínu lífi. Vafið bílnum utan um staur, hengt mig fjárhagslega, og sit uppi með landa í kókflösku og hvítvínskút!
Sem ég sest niður og hugsa!, sem nota bene hefur nú aldrei reynst mér vel sérstaklega, rámar mig í að þetta síðasta fyllirý hafi verið í tilefni af því að ég keypti hús á uppboði.
Jæja!
Er þá kominn tíminn til að skipuleggja brottför eða berjast? Hinum megin við götuna bjó nefnilega útfararstjórinn til margra ára -og þetta voru svona ábyggilegar pælingar þess efnis, að ég kæmist nú í gröfina!
Á hinn bóginn hafði ég keypt hús sem var kannski vert að berjast fyrir!
Ég valdi LÍFIÐ og vatt mér í að ganga frá kaupum á húsinu og endurgerð þess. Án hjálpar góðra manna hefði það aldrei tekist, ekki er ástæða til að tíunda það hér en ég hef eftir fremsta megni endurgoldið þann greiða. Svo seinna þegar ég hafði gengið framhjá draumahúsinu svona 300 sinnum, keypti ég það.
Svo hrundi Ísland og ég langleiðina með, en aldrei hef ég komist nær 6 fetunum en þessa dagstund þegar ég ákvað að lifa!
Hefur eitthvað verið minnst á peninga hér?
Dont think so!
Ég sá á einum tíma "eigið fé"hátt í 200 milljónir -á prenti.
Það bara skiptir ekki nokkru máli í reynd.
En þegar Ísland féll átti ég frystihús, gistihús, og nokkrar íbúðir! Vantaði að vísu álver en hey!!! Hvað getur maður gert á tveim árum?
Það sem mig langar að koma til skila hér er einfaldlega það að það er alltaf von.
Ég hef orðið gjaldþrota þrisvar sinnum held ég örugglega, en það er líf eftir gjaldþrot:-D
Geti dagbók mín hér á undan hjálpað einhverjum er það vel.
Megi guð ykkar vera með ykkur
Gleðileg jól.
Erindið samt, þó liðin sèu nokkur ár.
Bloggar | Breytt 6.2.2015 kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15.8.2009
Grennd og nánd!!!!
Bílslys í grennd við Ólafsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.1.2009
Fíflunum fjölgar!
Allt í kringum mig þessa dagana fjölgar fíflunum sem aldrei fyrr. Veit ekki hvort ég er farinn að sjá þau betur eða hvort eigin vitund er að breytast.
Fávitar!, er líka orð sem fundið hefur sér bústað í hægra heilahvelinu.
Burtu með alla stjórnendur gömlu bankana þótt seint sé!
Burtu með alla stjórnendur Seðlabankans!
Burtu með alla stjórnendur Fjármálaeftirlitsins!
Burtu með alla innlenda endurskoðendur bankanna!
Þetta væri þó allavega eitthvað sem ríkistjórnin gæti gert til að einhver öðlaðist eitthvað hið minnsta traust á nokkrum bankanna!
Bankastjórastöður auglýstar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8.1.2009
Meirihlutinn í Reykjanesbæ -ARG!
Nú er ég búinn að fá mig fullsaddan af þessum kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Ég ætla ekki lengur að horfa á þá gera mig gjaldþrota.
Sóðaskapurinn og subbugangurinn í kringum þennan Keflavíkurflugvöll er alveg með ólíkindum.
Engin eftirspurn hefur verið eftir iðnaðar og atvinnuhúsnæði eftir að Base ehf., í eigu nokkurra "bæjargæðinga" keypti megnið af því húsnæði á vallarsvæðinu. Ekki er mér kunnugt um að nokkuð hafi verið greitt fyrir það enn sem komið er.
Íbúðarhúsnæði leigir enginn út lengur hérna niðurfrá nánast, þar sem allir sem vilja geta farið uppeftir í stúdentaíbúðir kallaðar. Skilst mér að skilyrðin séu að einn stúdent sé í hverri blokk! Ekki veit ég til að staðið hafi verið við kaupsamninga vegna þessa, en áætlaðar leigutekjur hinsvegar um 100mkr á mánuði, svona í fljótu bragði séð.
Þróunarfélagið er svo að bauka við að leigja út húsnæði fyrir gistirekstur, til dansleikjahalds o.fl. í samkeppni við okkur hér neðra sem erum í sama rekstri.
Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkir gistihúsarekstur t.d. þar sem er ekki einu sinni löggilt rafmagn, heldur 110 volta rafmagn að amerískum sið.
Ég ætla nú ekki að hafa fleiri orð um þetta að sinni heldur safna liði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1.1.2009
Að ganga í rigningunni!
-en blotna ekki bara, er eitt af því sem ég hef lært um ævina og hefur oft reynst mér vel. Nú í ársbyrjun er ég enn á ný að leggja í nýtt ár og hlakka til að fást við það sem í boði verður. Eitt er allavega alveg víst! Ekkert mun koma mér á óvart framar, og á engan að treysta nema mig sjálfan. Ég mun byggja líf mitt á mínum forsendum ekki annarra. Ég bíð ekki eftir neinum, tek ekki ofan fyrir neinum og læt ekki telja mér trú um nokkurn skapaðan hlut.
Ég mun hlú að mér og mínum, sinna öðrum eftir megni, og láta framhjá mér fara bullið og ruglið sem hér veður uppi a.m.k. fram á vor.
Fyrir tæpu ári síðan var ég spurður að því hvort ég skuldaði ekki orðið nóg. Í framhaldinu fór ég að velta því fyrir mér og niðurstaðan varð sú, að þegar ég gæti lifað af skuldunum væri nóg komið!
Í dag er sama stefna uppi, í dag er enn raunhæfur möguleiki að lifa af skuldunum þrátt fyrir allt.
Og í stað þess að gráta pappírsgróða er ég ákveðinn í að láta mér líða vel í mínu lífi, og minnka heiminn í viðráðanlega stærð fyrir mig.
Gleðilegt ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12.12.2008
Glímdu með glæpamönnum í mörg ár!
Verkalýðsforystan í landinu er búin að vera á hlaupum í fjölda ára, til að fá að vera með í brallinu. Áttar sig ekki á því enn þann dag í dag, að lífeyrissjóðir landsins lögðu fram einu fjármunina sem notaðir voru til að fjármagna alla vitleysuna sem var hér í gangi.
Og nú á að beina athyglinni frá sjálfum sér og að stjórnvöldum sem eru þó bara að reyna að lesa í hvað gerðist. Held þeim væri nær að reyna að halda í eitthvað af þeim peningum sem EXISTA er að hirða af þeim og þar með almenningi í landinu.
Endurskoðun samninga frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14.11.2008
Hjartalæknirinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6.11.2008
Íslands minni
Eitt er landið ægi girt
yst á ránar slóðum,
fyrir löngu lítils virt,
langt frá öðrum þjóðum.
Um þess kjör og aldarfar
aðrir hægt sér láta,
sykki það í myrkan mar,
myndu fáir gráta.
Árgerð 1898 eftir Matthías Jochumsson. Í dag 2008 stöndum við frammi fyrir sömu hlutum! Ótrúlegt, svo ekki sé meira sagt. Hvet fólk til að lesa restina af ljóðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 4.11.2008
Aumasti félagskapur Allra.
Today we may feel sentenced to a life of bread and water. The "good old days" have vanished never to return, and we mourn their loss.
As we begin to relish the feast of life the fellowship provides, we give our selves permission to change and become as fully human as possible.
We savor the true, deep flavours of life, and we learn to laugh at "the bad old days".
At first, we grudgingly allow ourselves to receive from others in the fellowship.
Then we gradually continue that legacy by giving to those who follow.
We give as it was given to us.
We find self-worth, self-acceptance, and legitimate self-esteem by passing on the gift.
We develop the ability to care, to love, and to give.
We nurture others and are fed in return.
We become playful and alive.
Kjörskilyrði fyrir inngöngu í þennan félagskap sem að framan er lýst eru mismunandi, en í flestum tilfellum fokin aleigan, fjölskyldan, "vinirnir", og sjálfið í heild sinni.
Samt eru milljónir manna um heim allan, hamingjusamir, glaðir, og frjálsir, jafnvel eftir mjög stutta félagsaðild.
Þessi félagskapur varð til upp úr verðbréfahruninu mikla -á síðustu öld, en náði ekki almennilega fótfestu fyrr en Rockefeller hélt boð honum til heiðurs.
Í dag gjörsamlega blómstrar þessi félagskapur á Íslandi, og sennilega hvergi hæfara fólk í augnablikinu til að fást við þau verkefni sem við glímum við.
Ég er rosalega þakklátur fyrir að hafa fundið þennan félagskap.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)