Þriðjudagur, 15.1.2008
Seldar kennitölur...
Nú ríður á fyrir forsætisráðherra að vanda valið. það er gríðarlega mikilvægt að hafa úrvalsmann í því að úthluta síðustu fjórum tölunum í kennitölum okkar. Hugsið ykkur ef maður gæti keypt sér góðar tölur, sem væri auðvelt að muna! Hvað þá ef Hagstofustjóri færi að vasast í að selja fæðingardaga!
Hafandi allt þetta í huga held ég að það sé best að skipa töluglögga ljósmóður í þetta starf.
![]() |
9 sóttu um embætti hagstofustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 15.1.2008
Veikur í banka.
Er alveg búinn að vera veikur í banka undanfarið. Hef farið bæði með flensu og hálsbólgu og nú sit ég uppi með það að þurfa að fara á öðrum fæti næst.
Að öllu gamni slepptu hlýtur að vera niðurdrepandi að starfa í banka og horfa á verðbréfamarkaðinn hrynja í allar áttir dag eftir dag. Sú spurning hlýtur að fara að vakna hvenær er upplausnarvirði náð í mörgum fyrirtækjum. Lífeyrissjóðirnir safna nú "birgðum" og spurning hvenær þeir verða að fara af stað til að ávaxta okkar pund "í framtíðinni "sem er ekki lengur það sem hún virtist fyrir ekki löngu síðan.
Eitt er alveg öruggt morgundagurinn kemur. Hvort ég á eftir að taka þátt í honum á bara eftir að koma í ljós, en mikið svakalega er gott að kvíða honum ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14.1.2008
Að kunna að falla með sæmd!
Það rifjaðist hratt upp fyrir mér í morgun þegar ég var rétt kominn út hvernig á að bera sig að þegar maður flýgur á hausinn.- Það er að gera eins og skjaldbakan og draga inn allar lappir og lyfta hausnum til himins hvernig sem maður snýr. Því miður hefur þetta ekki skeð nógu oft í seinni tíð svo einn fóturinn varð eitthvað útundan og ég skreiddist inn og er síðan búinn að vera að ergja alla þá þvílíkt sem ég átti eitthvað vantalað við, og það vita þeir sem þekkja mig að er ekki gott. Þetta er hins vegar ágætis hreinsun og ég ætla að bíða með að fara á heilsubælið þar til ég hef náð öllum sem ég man eftir.
Annars var ég í sveitinni um helgina með stelpunum mínum, tengdasyni og afastelpunni, svakalega gaman. Dæturnar voru með systrakvöld í efri bústaðnum og skildu okkur hin eftir með snakk og nammi og svona svo við yrðum nú til friðs meðan fundurinn færi fram! Kíkti uppeftir og leit inn um gluggann sátu þær ekki fjórar í hring og voru að bera saman á sér tærnar!!! Ég er ekki hissa þótt þær hafi þurft að fara útúr bænum haha. Fengum alveg megaflott veður- eins og það gerist best í Grimsnesinu á þessum árstíma og ótrúlegt hvað maður er latur við að nýta þetta á veturna.
Eitt gullkorn frá góu litlu í restina- lýsandi dæmi um kvenmann þó ung sé:
ÉG er með hugmynd, VIÐ verðum að gera þetta svona! Góðan daginn:-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 12.1.2008
Sjá drauminn- tjá hann- lifa hann.
Undanfarnir dagar eru búnir að vera frekar skrautlegir svo ekki sé meira sagt. og það svo að ég fann mig knúinn til þess á tímabili að fara að hugsa með höfðinu. Það gerði aftur á móti ekki neitt til batnaðar, ég fékk höfuðverk- sennilega af ofnotkun og varð hreinlega áttavilltur á tímabili. Í kvöld komst ég aftur í tengingu við það sem hefur ráðið gerðum mínum undanfarnar vikur- hjartað.
Ég er alveg búinn að sjá það að ég á öndvegiseintak í brjóstinu og betra fyrir mig að fylgja því frekar en ég sé að fara eftir hugdettum mín eða annarra. Gildir þá einu hvað í hlut á, hvort sem er andlegt eða veraldlegt.
Það er nefnilega svo merkilegt að það sem mér finnst, er oftast það sem ég er sáttur við og get lifað með. Síðan er hægt að flækja hlutina með hugsunum um t.d. hvað ef?, en ...., og svo framvegis.
Nú ætla ég að taka helgina á hjartanu og sjá hvernig fer
Það getur farið eftir ýmsu hversu mikið birtist hér af því!
góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 10.1.2008
How is that working for you?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6.1.2008
Að springa í loft upp- einstök reynsla.
Í kvöld verða liðin þrettán ár frá því að ég varð fyrir sprengjuárás á flugeldasýningu. Fyrir röð tilviljana og einskæra heppni sit ég hér með höfuðið ja eins og það er, hægri fótinn á búknum, í nothæfu ástandi, og sé hvað ég er að gera.
Ástæðuna má rekja til átta skota tívolíbombuhólks sem kveikti ekki eins og honum var ætlað. Ekki kviknaði í efstu sprengjunni, og eldurinn hljóp niður og kveikti allt hitt svo það sprakk allt út í staðinn fyrir að fara upp og virka eins og kúluregn. Ég fékk stéttina af hólknum svona hárfínt í höfuðið að höfuðleðrið flettist bara aftur eins og það hefði verið skorið, var svo heppinn að vera með heyrnarhlífar sem skorðuðu það til baka er ég féll í jörðina. Hólkurinn sjálfur rifnaði í tvennt og helmingur hans stimplaðist í gegnum hnéð á mér, gleymi aldrei þegar ég sá "þennan fót liggjandi við hliðina á mér"- hafði eitthvað séð hann áður, bara ekki í þessari stellingu! Náði í hann og færði hann að vinstri fætinum man ég til að líta betur út! Sem betur fer vorum við inn á fótboltavelli og álfabrennan og áhorfendur hinum megin við, þannig að ekki sást hvað hafði skeð. Hélt síðan um lærið til að mér blæddi ekki út, því ég gerði mer einhverja grein fyrir því að það væri nú sennilega betra. Var svo fluttur á krossviðsplötu inn í bíl og á sjúkrahúsið í Keflavik. Þar heyrði ég eitt gullkornið sem ég gleymi aldrei þegar læknirinn sem tók á móti okkur spurði: eruð þið vissir um að hann sé brotinn? Þá fann ég fyrst til þegar sá sem hélt á fætinum titraði og sagði: sérðu ekki að ég held á helvítis löppinni. Þar með var ég lagður af stað í bæinn, sársaukinn að drepa mig orðið og verið að dæla í mig morfíni annað slagið, sem mér fannst nú ekki mikið til koma sem einhvers deyfilyfs man ég. Nú þegar við komum inn á Borgarspítala er farið með mig í myndatökur og svona en þegar átti að fara að taka af mér heyrnarhlífarnar kom í ljós að höfuðleðrið vildi fara með enda blóðið farið að storkna. Enginn lýtalæknir á vakt hjá þeim og mér því pakkað saman, myndirnar á magann, út í bíl, og fluttur yfir á Landsspítalann. Það vil ég meina að hafi verið mín mesta heppni hingað til í lífinu, því læknirinn sem tók við mér þar, Halldór Baldursson var mikill byssusafnari, vissi allt um púður og svoleiðis drasl. Þar var mér rúllað fram og til baka eftir löngum göngum man ég, loks þegar mér var tjáð að nú ætti að svæfa mig var það eina sem komst að: sko þið takið löppina ekki án þess að ég viti! Þau lofuðu því og þar með var ég farinn í móðu. Man óljóst eftir gjörgæslunni, og veit ekki almennilega af mér fyrr en á stofu þar sem Halldór stendur fyrir framan mig og er að segja eitthvað, en eina sem ég sé, er að ég er ekki í gipsi. Jú fóturinn er á- löngu seinna fékk ég svo smátt og smátt að vita hvers vegna var alltaf verið að kíkja á hann. Halldór var svo harður að það mátti ekki einu sinni snýta mér án leyfis, og mikið öfundaði ég "sambýlismann" minn þegar verið var að þvo honum í bak og fyrir og mig klæjaði sem mest. Dvaldi þarna í u.þ.b. mánuð. Margar skrautlegar ferðirnar niður í reykherbergi í hjólastólnum, þar sem ég vil meina að sé sú besta áfallahjálp sem völ er á fyrir sjúklinga, veitt af öðrum sjúklingum og aðstandendum þeirra. Sjúkraþjálfarinn sem var með mig taldi ég nú alveg víst að væri sadisti-fyrst, en við höfum nú hist síðan og hún fengi alveg að vinna með mína fjölskyldu! Við tóku þrotlausar æfingar í fleiri mánuði og ég gekk í fyrsta skipti án þess að nota hækjur 17. júní og studdist þá við barnavagn. Saumfarið á leðurhanskanum sem prýddi andlitið og augað einhverra hluta vegna, kemur oft upp í hugann þegar ég horfi á Björn Inga Hrafnsson, það eina athygliverða við það andlit, en það er nú önnur saga. Og það var ekki eins og lífið héldi ekki áfram þrátt fyrir þetta, það var verið að ferma elstu dótturina, við eignuðumst þá yngstu í mars o.s.frv. Ári seinna gat ég farið að vinna aftur og lífið fór að falla í einhverjar skorður.
Á hverju ári þegar sprengjutímabilið hefst og sprengingarnar byrja að dynja um allan bæ, upplifi ég hvellinn "minn", og ósjaldan herpist ég saman og eins og bíð eftir einhverju meiru. Þessi hvellur sem fylgdi mér í gegnum næturnar fyrstu árin, verður alltaf endurnýjaður á hverju ári svo lengi sem ég lifi, en honum fylgja líka myndir af öllum þeim sem studdu mig og fjölskyldu mína á þessum tíma og eru myndir sem aldrei gleymast heldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 4.1.2008
Bubbi-My Way.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3.1.2008
Á siglingu inn í framtíðina- hvað fer með?
Er búinn að vera að endurmeta lífið eins og svo margir undanfarna daga. Ákveða hverju á að halda hverju á að henda, hvað ég get borið og vil bera eitthvað áfram.
Ótrúlegt þegar um er hugsað, hvað situr eftir, allir litlu hlutirnir sem koma upp í hugann sem enginn gaumur hefur verið gefinn jafnvel áratugum saman, öll þessi andartök sem saman mynda lífshlaup hvers einstaklings.
Er líka rosalega erfitt að leggja úr höfn á vit nýs árs og horfa til baka á bryggjuna og sjá sumt sem hefur orðið eftir.
Kannski ég taki annan hring
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 2.1.2008
Oft eru ósögð orð og gerðir.....
Your Destiny
Watch your thoughts,
they become your words.
Watch your words,
they become your actions.
Watch your actions,
they become your character.
Watch your character,
it becomes your destiny.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 2.1.2008
Látið af strákar-leyfið guði!
Einn og einn nagli, skrúfa annað slagið, diskaþvottur til hátíðabrigða, og láta svo guð um rest.
Rosalega geta hlutirnir verið einfaldir- stundum
![]() |
Trúariðkun og hjálplegur eiginmaður draga úr streitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)