Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Mánudagur, 29. september 2008
Ríkið kaupi veðbréf af bönkunum
Þá sjá þeir bara um að pakka inn peningum frá ríkinu til einkaaðila fyrir þóknun að sjálfsögðu. Veðhæfnin verði reiknuð út frá einhverju normi -gengisvísitölunni 150 til dæmis. Þetta gæti komið landinu af stað aftur.
Ef fram heldur sem horfir verður allt stopp hér innan tveggja mánaða.
Nú er eitthvað mikið í gangi sem tengist Kaupþingi á einhvern hátt, ætli þeir séu ekki að fara inn í Nordea annað hvort með FIH eða allan pakkann, Quatar að kaupa Exista, eða eitthvað álíka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. september 2008
Love all - Serve all.
Mesta grín ever. Hafi ég nokkurn tíma séð aðra eins snilld á prenti þá man ég ekki eftir því.
Lýst yfir stuðningi við alla hlutaðeigandi, og harma þær illskeyttu og persónulegu árásir sem MEÐAL ANNARRA ráðherra hafi þurft að sæta, sem og Jóhann R Benediktsson þá væntanlega og sömuleiðis Haraldur Jóhannessen.
Ekki slæmt að hafa góðan textahöfund sem ritara þegar svona stendur á!
Svo geta menn ekki vikið sér undan því að þurfa að vinna með ríkislögreglustjóra og kommenta á það í leiðinni.
Styðja dómsmálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. september 2008
En ef við bjóðum Davíð í pant?
Stjórnvöld semji við erlenda seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Í hvaða gjaldmiðli koma níu mánaða uppgjör bankanna?
Skyldi þó aldrei vera að þau kæmu í krónum!
OG eignir bankanna umreiknaðar kannski að mestu leyti úr EVRUM?
Þetta er nú að verða meiri helvítis bulleyjan.
Seðlabankahvað!!! Engir seðlar til lengur!
Davíð að verða sendill eða bara dindill í þessu umspili um gulleyjuna.
Hverjum er verið að hlífa?
Aflétta bankaleyndinni!
Bankarnir og eigendur þeirra mega hagnast að vild -við viljum bara sjá á hverju!
Langar að endingu til að benda stjórnarflokkunum á að það ER ALVARLEGT ástand í landinu!
Vil líka benda stjórnarandstöðunni á að það snýst ekki um eftirlaunakjör örfárra alþingismanna.
Hættið að kasta ryki í augu kjósenda og beitið ykkur þar sem þörf er á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Lögreglan og Sjálfstæðisflokkurinn!
Hornsteinar lýðræðis í landinu. Þó innan þeirra séu eins og gengur vitlaust fólk þá breytir það ekki staðreynd málsins.
Sýnist í dag staðan vera sú að menn innan þessarra stofnana séu í fullri vinnu við að eyða þeim!
Sumir sitja að vísu allan hringinn við borðið á meðan aðrir eru aðallega undir því, -þá þeir er síst skyldi.
Sandkassaleikurinn innan Lögreglunnar verður að hætta. Sýnileiki þess sem verið er að gera endurspeglast í forystunni. Jóhanni R Benediktssyni er hugsa ég ekkert illa við sviðsljósið, aktar eins og sá sem valdið hefur, hvort sem það er svo reyndin eður ei. Það hefur góð áhrif á almenning hér á suðurnesjum amk., við "þekkjum" allavega einn lögreglumann!
Sjálfstæðisflokkinn vantar þennan kraft. Held það væri þá nær að ná JRB yfir í réttan flokk en að leggja flokkinn og trúverðugleika dómsmálaráðuneytisins undir í svona vitleysu.
Jóhann mun segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. september 2008
DECODE -Kaupið allt sem þið getið!
Bíðið svo bara ekki eftir að gengið fari í 200 með að selja!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. september 2008
Senda þetta fólk í greindarkynningu!
Síðan í mat, -t.d. hvalkjöt!, -á umhverfisáhrifum (sveppum?). Svo þarf að taka fréttamenn og senda þá á námskeið í að vinsa úr bullið frá vitleysunni og læra að hlaða ekki undir svona lið. Nú vantar greinilega fjármagn þarna eins og annars staðar, og þetta er eitthvað nýtt sem enginn hefur komið með áður.
Of mikill hávaði í hafinu fyrir sjávarspendýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. september 2008
Öðrum rétt hjálparhönd!
Þegar allt annað þrýtur, farðu þá og hjálpaðu öðrum......., setning í bók sem ég þekki vel. Kom upp í hugann er ég las þessa frétt. Ég ætti kannski að bjóða mig fram sem ráðgjafa! Bankakerfinu veitti nú ekki af nokkrum gullkornum svo sem:
Hver dagur- nýtt upphaf!
Sumir ganga í rigningunni, aðrir blotna bara!
Þetta líður líka hjá!
Fleiri verða þau nú ekki ókeypis frá mér.
Vona hins vegar að bókin mín fari nú ekki að verða einhver bankabók, þó hún sé í boði fyrir alla sem löngun hafa, og jafnvel hinir verst förnu nái árangri!
Kaupþing í viðræðum um yfirtöku á Roskilde banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Dagurinn er tækifæranna!
Fortíðin farin!
Það er mikið skemmtilegra að vera viðstaddur eigið líf og ráða því hvernig ég ver því. Oft er fólk bundið á klafa einhvers sem ekki á sér nokkra stoð í raun. Fast í eigin hugarheimi. Þá oftast er voðinn vís þegar fólk fer að hugsa of mikið, og gerir svo ekki neitt.
Svo er: Hver dagur nýtt upphaf!, -á restinni af lífinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Pældíðí ef þetta....
Hefði nú skeð fyrir venjulegt fólk, sagði maður einn við mig er við vorum að ræða atburði síðustu vikna í mínu lífi.
Annað eins djöfulsins rugl hefur bara ekki sést á byggðu bóli, og það frá "hinu opinbera". Verð að segja það alveg eins og er að ég þarf ekkert að kynnast "þessu" opinbera neitt!!! -Alveg búinn að fá mig fullsaddan á "hinu"
Hið opinbera -þvílík opinberun! Samansafn af misgáfuðu fólki sem hefur helst ekki skoðun á nokkrum sköpuðum hlut, til að rugga nú ekki bátnum! Og svo kjörnir fulltrúar í ráð og stjórnir að því er manni virðist helst eftir hlutkesti þar sem núllið kemur alltaf upp, og sem steinhalda kjafti til að halda sætunum sínum sama hvað borið er á borð fyrir þá.
Það er sko ekkert inni í myndinni að fólk sé að taka ábyrgð á ákvörðunum sínum, eða að taka ákvarðanir yfirleitt, standi fyrir einhverjar skoðanir eða hafi þær!
Flokkurinn minn má muna fífil sinn fegurri, honum verður þó ekki um kennt. Hitt er svo annað mál að það er þarna fullt af fólki í áhrifastöðum sem það veldur hreinlega ekki og þá er það okkar hinna að hreinsa út frekar en að skipta um flokk.
Kannski, kannski höfum "við" verið of værukær og sitjum því uppi með þetta ástand. Við erum aflið sem kemur þessu fólki til valda og við getum líka hreinsað til!
Nú er kominn tími fyrir okkur að setjast niður og ráða okkar ráðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar