Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Þá er búið að kynjagreina frambjóðendur!

Ætli nýskipaðir verkefnastjórar á því sviði hjá ríkinu, hafi séð um það?

Konur eru þriðjungur þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram af fúsum og frjálsum vilja, en eiga samt rétt á helmingi þingsæta!

Hvaða réttlæti er í því?


mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsingar banka....

Sögur af þessu frumvarpi eru nú orðnar ansi misvísandi.

Ef það tekur yfir gjaldþrot eins og nafnið bendir jú til, er það gott.

Ef það tekur aðeins yfir húsnæðisskuldir og er svo með rifu fyrir banka og innheimtustofnanir til þess að smjúga framhjá er betra heima setið en af stað farið.

Að aðgengi fólks að lánum minnki er hreinlega rangt, NEMA bankarnir hafi einhverja sérstaka staði annarsstaðar í huga, til að ávaxta það fé sem þeir taka við.

Að vextir hækki, getur vel verið tímabundið en það tekur enginn lán á Íslandi lengur á okurvöxtum og mikið má ganga á, áður en það verður vandamál!

Loks má benda á að bankarnir hafa sérstakar skrár yfir alla þá sem hafa einhvern tímann lent í gjaldþroti, og t.d. Landsbankinn, ríkiseignin, heldur inni öllum kröfum jafnvel þótt þær séu löngu fyrndar, þannig er inni hjá þeim 21 árs gömul krafa á mig:-D

Kaupþing mátti þó eiga það á sínum tíma að þeir hreinsuðu þetta rugl út, þegar þeir sameinuðust Búnaðarbankanum.


mbl.is Hissa á yfirlýsingu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg komið af tískuslagorðum!

Hve margir útrásarvíkingar hafa orðið gjaldþrota?

Held að Gylfi ætti nú að fara að athuga hvort hann sé ekki með hundaæði bara!

Það er ekki til neitt sem heitir: "lítið ófrískar konur!"

Meiri fíflagangurinn!


mbl.is Á ekki að vera „hundahreinsun fyrir útrásarvíkinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vin minn vantar þægilegt starf!!!

Það hlýtur að þurfa að ráða eins og einn verkefnastjóra í viðbót til að safna þessum upplýsingum saman! Bara tímabundið að vísu, í eins og tvö ár eða svo:-p
Vill svo til að ég er með hann á línunni!!!

Þetta lið getur ekki lengur komið manni á óvart :-(


mbl.is Mörður spyr á ný um eignarhald í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesa smáa letrið greyin mín!

Alveg óþarfi að missa sig yfir þessu eitthvað. Á að gilda um húsnæðiskuldir þínar en engar aðrar!

Svo nú er rétt að forgangsraða upp á nýtt fyrir þá sem eru að ganga þessa leið og reyna að greiða eins mikið og hægt er af öðrum skuldum!!!


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin, páskarnir, þorrablótin...

Frábært!

Ætli það sé þá ekki hægt að leggja niður Grýlu og Leppalúða og jólasveinana sem sitja með þeim í ríkisstjórninni?


mbl.is Tillögur valda óánægju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðistofur, útfararstofur, og líkkistuvinnustofur!

Eini reksturinn sem klikkar ekki næstu árin hér á landi.

Atvinnurekendur eru bara raunsæir á ástandið, og í bjartsýnna lagi ef eitthvað er.


mbl.is Svartsýnir atvinnurekendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Game over!!!

Þessi sögufölsun að stjórnin sé að reyna eitthvað er alveg með ólíkindum!  Búið að vera kristalklárt alveg síðan ríkisstjórnin sleppti höndum af bönkunum, þ.e. Arion og íslandsbanka, að ekkert væri hægt að hreyfa í kerfinu án skaðabótakrafna hvaðanæva að.

Allt tal um annað er bara rugl.

Íslendingar verða bara að treysta á sjálfa sig, Icelandair, Iceland Express, og Norrænu, til að komast út úr þessu rugli.

 


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband