Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Misgengi!

Ekki eitt aukatekið orð að marka það sem þessir menn segja.  Gæti verið að misgengi sé um að kenna að einhverju leyti, lentu ekki framleiðendur í veislu um stund þegar gengisvísitalan fór allt í einu í 140 og seldu fram í tímann allt að 3ja ára framleiðslu?  Svo núna þegar vísitalan er 221 vilja menn frekar selja á því gengi, erlendir aðilar vilja pressa verðlækkun í sínum gjaldmiðli því auðvitað fylgjast þeir með hér á landi, og þá fer allt í hnút!

Svona íslenska alþýðuútgáfan af vandræðum sjávarútvegsins!

Svo má nota tækifærið og hirða kvótann í heild sinni, og endurleigja hann svo.


mbl.is Aldrei aftur í faðm ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sagði mér maður...

Þetta lánstraustskompaní, sem virðist ráða orðið gjörðum bankastarfsmanna, þar sem launin þeirra undanfarin ár hafa ekki dugað fyrir heilastarfsemi, er komið út á mjög hálan ís.

Það sagði mér maður sögu af því að hann var kominn í vanskil í bankanum sínum og hugðist fá fyrirgreiðslu til að greiða upp vanskil.  Neiiii, var svarið þú ert á vanskilaskrá!  Nú nú segir minn maður hvað er það?  Ja það sjáum við ekki, en þú getur flett því upp í heimabankanum þínum, kostar að vísu 350.-  Minn maður fer heim og flettir upp vanskilunum og viti menn bankinn sem hann var að koma úr búinn að skrá hann á vanskilaskrá.  Hann hringir í bankann og þá er svarið að það sé alltaf gert eftir 90 daga, þ.e. fólk sett á þessa skrá, og þar sem hann sé á þessari skrá fái hann ekki fyrirgreiðslu á meðan.  

Sirkus hvað?


mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt hús á aðfangadag!

Við íslendingar þurfum að vera fljót að aðlaga okkur þessum breyttu aðstæðum.  Ég rek lítið gistihús og  varðist "fimlega" gestum yfir jólin, en hefði auðveldlega getað verið með fullt hús.  Áttaði mig ekki á  eftirspurninni fyrr en eftirá, og hefði bara getað náð jólunum á Kanarí í staðinn 6. janúar ;-D

Og hvað vildi fólk gera?  Jú Bláa lónið, hestaferðir í snjónum!, svaðilfarir á fjöllum og útisundlaugar, og svo Geysir.

Það sem kom mest á óvart var þó þegar kanarnir vildu vita hvort Nike vörur, og 66N væru seldar í nágrenninu, hvort það væri rétt að þeir gætu fengið vsk. endurgreiddan, og hvaða vörumerki þeir þekktu önnur hér á landi!  Minnti mig nú á ófáa innkaupaleiðangrana erlendis þegar maður stóð í flugstöðvum hingað og þangað, blóðugur upp að öxlum með kassakvittanir og taxrefundform allskonar.

Við erum greinilega að fá útlendinga í "íslenskum" sparnaðarhugleiðingum, sem fær sömu útkomu og við forðum daga: ferðin er frí ef við kaupum nógu mikið:-D

Það sem við þurfum að gera okkur grein fyrir er að þetta fólk er að ferðast í frítíma sínum, og opnunartímar þurfa að taka mið af því.  Fyrir mig, ef jólin þurfa að vera í janúar til að tryggja betur mína afkomu, ja þá -so be it- 


mbl.is Ísland á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að detta í drullupollana alla!

Sólin lágt á lofti og stysti dagur ársins.  Íslendingar eru orðnir svo krepptir af fréttaflutningi undanfarinna mánaða að enginn sér lengur til sólar.

Hvernig væri nú að finna eins og einn jákvæðan punkt eða jafnvel tvo.  Hvergi hef ég séð neitt skrifað um LÖNG JÓL til dæmis og hvað það kallast þegar svo hittir á eins og nú.

Mjög lítið hefur farið fyrir jólaumfjöllun yfirleitt, það hefur allt horfið í gengdarlausa neikvæðni.

Það getur skipt gríðarlega miklu máli hvernig fréttum fólk er matað á, og mér finnst afgangurinn af Morgunblaðinu eiga að vera mannbætandi frekar en mannskemmandi.


mbl.is Börnin vitni að ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með æluna í hálsinum!

Á sama tíma og verið er að henda eins og einu einbýlishúsi í að rannsaka bankahrunið, orsakir og afleiðingar -án athugasemda. 

Djöfulsins skrumarar þetta lið!  Hvenær fatta menn að þetta er ekki fegurðarsamkeppni?  Ef svo væri myndi nú fjara undan flestum þingmönnum!!!


mbl.is Segja eftirlaunafrumvarp kattarþvott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kexkökur úr glerhúsi;-D

Við eigum eftir að skemmta okkur konunglega þegar fólk fer að stefna hvert öðru til greiðslu síðustu krónanna af "lífeyrissjóðum allra landsmanna"
mbl.is Eggert í mál við Björgólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðigjaldþrot Íslands!

Hvernig fólk getur árum saman reiknað sig svo gjörsamlega brjálað að raunveruleikinn komist ekki að er mér algerlega ofviða að skilja.

Hvernig hægt er að finna það út að Ísland eitt landa geti borið hærri stýrivexti en allur hinn vestræni heimur til samans er mér hulin ráðgáta.

Hvernig stýrivextir sem samkvæmt orðanna hljóðan eiga að stýra einhverju, eru notaðir til eignaupptöku er BRJÁLÆÐI.  Það er einfaldlega engu að stýra því það eru engir peningar í umferð. Þetta er aðeins einn naglinn enn í líkkistuna hjá þorra landsmanna.

Hvernig á að koma því inn í hausinn á stjórnmálamönnum veit ég ekki.

Ein spurning að lokum! 

Hvað myndi ske ef stýrivextir yrðu lækkaðir á Íslandi í 0-1-2-3% ?

 

 


Lygari og mannorðsmorðingi!

Já hann Reynir er ritstjóri hjá mér, uppvís að lygum stundum, tekur mannorð blaðamanna sinna óhikað í svaðið, en hann er nú samt búinn að lofa að gera þetta ekki aftur!  Þess vegna fær hann að vera áfram!

Ef Hreinn Loftsson heldur þessum manni í vinnu er algjörlega ljóst að það er á einhverjum annarlegum forsendum.  Engin rekstur, allra síst rekstur dagblaðs, ber svona ritstjóra.

Og þá erum við komin að kjarna málsins: til hvers er Hreinn að eiga DV?


mbl.is Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið í Matador greyin mín!

Ekkert betri en oftnefndur Davíð Oddsson!  Það er enginn að kaupa hús í dag svo þau eru verðlaus.  Það er raunveruleikinn, ekki hvað einhverjir álfar reikna út -frá einhverjum gefnum forsendum að hús seljist á.
mbl.is 25 til 30% lækkun þarf á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband