Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hvað með trúverðugleika stjórnvalda?

Alþjóðlegar stofnanir og matsfyrirtæki eru nú ekki mjög hrifin!  Gæti það haft eitthvað að segja?
mbl.is Skilaskyldan heldur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En nú er fjármálaráðherrann snillingur!

Landakortafræðingur og allt!  Annað en dýralæknisræfillinn sem við vorum með, sem kunni engin skil á kortum.  Þessi lánar líka peninga á 2% vöxtum, sem minnir mig á það að ég verð að drífa mig í röðina...

Annars er ég viss um að þetta er allt Davíð að kenna á einn eða annan hátt, nú ef ekki þá Seðlabankanum, eða í versta falli Sjálfstæðisflokknum.  

Allavega alveg ljóst að ráðherrann er blóðugur upp að öxlum að hindra Geira í Goldfinger í störfum sínum og ÞAÐ er ærinn starfi.  Verst að Geiri veit ekkert af þessu enda í Tælandi........


mbl.is Krónan lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til glötunar!

Sem er jú ein leið út úr vanda.  Verð að viðurkenna það að ég hélt að Jóhanna myndi grípa boltann og grýta honum í netið loks er hún fékk hann.  Æ ofan í æ hefur hún tekið við verkefnum þeim er henni hafa verið fengin, ekki alltaf í góðu, en endað á henni.  Einhvern veginn hélt ég að hún myndi taka slaginn núna og verða Jóhanna af Örk, en hún er að liðast í sundur, og nær sennilega ekki landi frekar en margir aðrir þessa dagana.  Ég hef undanfarna mánuði komið með einfaldar lausnir á vanda okkar íslendinga sem hægt væri að hrinda í framkvæmd á þremur dögum þjóðinni til heilla.  Á sama tíma eru helstu hagfræðingar og innfluttir bankastjórar og rannsakendur að föndra við fortíðina, allt í boði ríkisstjórnarinnar.  Hugmyndir um 20% hér, 4milljónir þar, eru til umræðu, en ekkert gerist. Á meðan væri hægt að fara mína leið öllum að skaðlausu.

Einu sinni enn í von um að ná eyrum einhvers vitringsins:

1.  Færa allar afborganir aftur til 1. júni 2008 og gildi það um öll lán.  Samkvæmt því verði greitt þar til annað verði ákveðið.

2.  Ríkisbönkunum verði úthlutaðir tékkareikningar í Sparisjóði til að ávisa lánum á til viðskiptavina sinna sem síðar yrðu fluttir í bankana sem hluti af því fé sem ríkið hvort eð er á eftir að leggja þeim til.  Þar með væri hægt að fjármagna fyrirtækin strax.

3.  Stöðva allar aðfarargerðir og nauðungaruppboð og þetta eru einu lögin sem setja þarf fram að kosningum.

 


mbl.is Jafnaðarstefnan leiði þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Korter í þrjú hópurinn!

Allir á eigin vegum að reyna að ná í sameiginleg áhrif.  Útkoman er eins og hjá lélegum skítadreifara.

Ef þetta væri ein heild sem vildi sameiginlega hagsmuni ofar sérhagsmunum, hefði Lúðvík Geirsson rúllað upp Suðvesturkjördæmi til dæmis.


mbl.is Aðrir flokkar án peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í verkahring tollsins?

Hélt að Tollgæslan ætti að sjá til þess að rétt gjöld væru greidd af hlutum.  Það væri hinsvegar dómstóla að skera úr um falsanir, eftirlíkingar og þess háttar. 

Hvaða sérstöku vinahót þetta eru, veit ég ekki en það hlýtur að vera hægt að skýra þetta fyrir okkur!


mbl.is Falshúsgögn stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En síðan eru liðnar margar vikur...

Og ekkert skeður þrátt fyrir að Samfylkingin hafi sagt Sjálfstæðisflokknum upp!

EKKERT.


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímsævintýri!

VG hagar sér eins og þau hafi komist á sólarströnd og aðaláhyggjuefnið er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilið eftir tómar bjórdósir.  Þegar aðalmálið er að dregið hefur fyrir sólu og komið haglél, benda þeir á að öll él stytti upp um síðir.

Það eina jákvæða er að það er auðvelt að taka fjöldagrafir á ströndinni, moka íslendingum ofan í og slétta yfir.  Ætli þeir verði ekki sagðir týndir!


mbl.is Komið að skuldadögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Belti og axlabönd BSRB

Hvað hefur hann þegið í greiðslur fyrir störf sín fyrir BSRB? Frá 1995 segist hann ekki hafa þegið laun!

Treystir hann sér kannski ekki til að vinna fyrir launum sínum?

Hvað með verður er verkamaðurinn launanna?

Hvað með að vera með fullt starf í bakhöndinni, sitjandi alþingismaður og nú ráðherra?  Þetta gætu verið þrjú störf!


mbl.is Ögmundur fær ekki ráðherralaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin hvað?

Er að koma upp úr kafinu að loftbóluflokkurinn gat ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut?

Ekki þá og ekki nú heldur!

Framsókn er greinilega að fatta það!

VG eru of önnum kafnir að koma sínum hugðarefnum að til að hafa nokkrar áhyggjur af þjóðinni.


mbl.is Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láta verkin tala-slétt sama um afsakanir.

AFSAKIÐ - HLÉ!  Stendur nú á hurðinni i stjórnarráðinu og hefur gert síðan þessi stjórn tók við.

ASÍ er farið að minna mann á mafíufjölskyldu.  Hvernig væri þá að pressa stjórnvöld "shoot the dog" og halda áfram?  Ef það er ekki orðið of seint!

 


mbl.is Verða að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband