Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Efast um að ég eigi eftir...

Að lesa grein sem gerir landi og þjóð betri skil.  Ég fékk svona tilfinningu fyrir því að vera íslendingur aftur.  Þurfti að vísu að lesa greinina í Sunday Times, en við því var kannski að búast.

 


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skríllinn fæddur!

Eftirlaun, laun, ferðakostnaður, risna.  Fólk alveg gleypir við þessu ár eftir ár, og þykist alltaf vera að ná einhverjum árangri í baráttu við stjórnvöld!  Hvað með það þó húsnæðislánin hækki um nokkrar millur, bensínið nokkrar krónur, og vodkað um nokkra hundraðkalla.  Aðalatriðið er að ráðherrar og þingmenn lækki í launum og fái ekki e-r eftirlaun.  Dregið verður úr kostnaði við móttöku erlendra gesta!, mjög vinsælt líka -lækkar úr 10milljónum í 9,9 og málið er dautt.

HVAR ERU ÞEIR FJÁRMUNIR SEM RÍKIÐ ÆTLAÐI AÐ LEGGJA NÝJU BÖNKUNUM TIL?

AF HVERJU SKÚRAR RÍKISSTJÓRNIN EKKI ÚT OG SETUR STJÓRNENDUR BANKANNA ÚT Á STÉTT?

AF HVERJU ER EKKI HREINSAÐ TIL Í SEÐLABANKANUM OG FJÁRMÁLAEFTIRLITINU?

Þetta eru allt aðgerðir sem við þurfum ekki að spyrja kóng eða prest um heimildir til að framkvæma, og gæti veitt stjórnvöldum bráðnauðsynlegt svigrúm.


mbl.is Sparað í ferðakostnaði á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glímdu með glæpamönnum í mörg ár!

Verkalýðsforystan í landinu er búin að vera á hlaupum í fjölda ára, til að fá að vera með í brallinu.  Áttar sig ekki á því enn þann dag í dag, að lífeyrissjóðir landsins lögðu fram einu fjármunina sem notaðir voru til að fjármagna alla vitleysuna sem var hér í gangi.

Og nú á að beina athyglinni frá sjálfum sér og að stjórnvöldum sem eru þó bara að reyna að lesa í hvað gerðist.  Held þeim væri nær að reyna að halda í eitthvað af þeim peningum sem EXISTA er að hirða af þeim og þar með almenningi í landinu. 


mbl.is Endurskoðun samninga frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömminni skárra en hlutabréfakaup þó!

Þar sem allur almenningur taldi að verið væri að kaupa einhver verðmæti sem reyndust svo engin!

Þessi reis þó upp! -holdi klæddur í heilu lagi, -þegar eftir var leitað!!!!!


mbl.is Auglýsti andlát samfanga síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glundur og Roði lífeyrissjóðir sameinast.

Hluti af þeim sirkus sem hefur verið í gangi undanfarin ár eru nýjar nafngiftir lífeyrissjóðanna.  Ekki er nokkur leið lengur að geta sér til um hvað stendur á bak við nöfn margra þeirra.

Gæti verið að það væri með ráðum gert svo almenningur hefði enga hugmynd um hvað Gildi, Stafir, Festa, o.fl. stæði raunverulega fyrir.  LSR er eini lífeyrisssjóðurinn sem kemur upp í hugann!  

Glundroði er mín tillaga að nafni fyrir sameinað lífeyrisbatterí allra lífeyrissjóða.  Að sjá hvernig fara á með fjármuni fólks er alveg grátlegt.  Nú eru forráðamenn Exista til dæmis að taka snúning á þeim og hirða Símann og Vís fyrir einn milljarð króna.  Forsvarsmenn sjóðanna yppta bara öxlum, enda ekki þeirra peningar sem eru að tapast.

Svo geta verkalýðsforkólfar sem stjórna þessu öllu saman staðið á sviði og bent í allar áttir á líklega sökudólga.  Þvílíkt endemis rugl og vitleysa.  Held að verkalýðsforystan ætti að sjá sóma sinn í að byrja á að segja af sér sjálf í heild sinni, þeir eru sko ekkert að gera til að vernda hagsmuni sinna félaga.


mbl.is Erfitt að meta stöðu Stafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf jafn seinheppnir við íslendingar!

Að við skyldum ekki nota hann sem bankamálaráðherra,  hann hefði átt svo gott með að ná sambandi við útrásarapakettina og getað heyrt hvað sagt var -dýralæknirinn! Nei við íslendingar notum hann í að skammta peninga!  Alltaf sama klúðrið hjá þessari þjóð.

Og nú þegar hann er orðinn heimsfrægur bankamaður sem fjallað er um á hinum virta Huffindingdong post.com og er hæstur í vinsældakosningum daglega þar, vekur það fyrst athygli okkar að hann er í vitlausu starfi. 


mbl.is Árni versti bankamaðurinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar fljótir að gleyma!

Fyrir 6-8 vikum þótti hann standa sig afburðavel í að halda haus í þeirri holskeflu sem þá gekk yfir okkur.

Í ljósi þess að hann vissi lítið sem ekkert hvað gekk á, verð ég að segja að hann á hrós skilið fyrir að geta sett það til hliðar að samflokksfólk hans hafði hann ekki með í ráðum.

Svo ryðst Ingibjörg fram á völlinn og dansar í hringi og hendir yfirlýsingum í allar áttir til að beina nú allri athyglinni að sér svo hún missi nú ekki alveg af þessu einstæða tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Össur stóð sig líka vel og lét verkin tala sem starfandi utanríkisráðherra, eins og frægt fokkmerki er skýrasta dæmið um. 


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerðu FS1 - FS36?

Bara nafnið eitt bendir til þess að aðeins hafi nú verið búið að föndra við það áður að aðlaga gengi hlutabréfa fjárþörf þessara apakatta.

OG forsvarsmenn verkalýðsins voru í að framleiða kleinuhringi á gullslegnum upphengdum klósettum með hljóðdeyfi, eftir að innrásaraðilarnir voru búnir að fara í þá og fá það sem þeir vildu.  Sátu ekki allir litlu kútarnir og horfðu yfir Tjörnina eða á Esjuna á meðan þeir voru í framleiðslunni á afleiðingunum í höfuðsstöðvum gerendanna!

 


mbl.is Fons átti FS37 sem varð Stím
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róleg alveg sko!

Í þessu uppboðsferli er til atriði til að verja fólk sem lendir undir hamrinum fyrir þvi að kröfuhafar geti hirt hús á spottprís.  Virkar einhvern veginn þannig að ef banki a t.d. 43mkr kröfu en kaupir á 10mkr er hægt að fara fram á "man ekki hvað það heitir" mat, svo að bústaðurinn í þessu tilviki væri kannski metinn á tuttugu mkr., þá getur bankinn ekki haldið áfram að herja á skuldarann nema fyrir mismuninum, þ.e. 23mkr.

Þarna þarf líka að endurskoða eitthvað vinnureglur og hindra frekara sukk og svínarí!


mbl.is Bústaðir á tombóluverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband