Róleg alveg sko!

Í þessu uppboðsferli er til atriði til að verja fólk sem lendir undir hamrinum fyrir þvi að kröfuhafar geti hirt hús á spottprís.  Virkar einhvern veginn þannig að ef banki a t.d. 43mkr kröfu en kaupir á 10mkr er hægt að fara fram á "man ekki hvað það heitir" mat, svo að bústaðurinn í þessu tilviki væri kannski metinn á tuttugu mkr., þá getur bankinn ekki haldið áfram að herja á skuldarann nema fyrir mismuninum, þ.e. 23mkr.

Þarna þarf líka að endurskoða eitthvað vinnureglur og hindra frekara sukk og svínarí!


mbl.is Bústaðir á tombóluverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sínir hversu spillta banka við erum með , afhverju lána þeir 30+ milljónir fyrir bústað en meta hann sjálfir á ekki meira en 10 milljónir ? þeir eru bókstaflega að grafa undan fólki , sumarbústaðurinn verður seldur á 30+ milljónir (auðvitað til eins bankastjórans eða stjórnarmanna) og bankin heldur samt kröfu uppá 20+ milljónir á skuldaran . winwin.

Valdi (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 12:30

2 identicon

Hvernig í ósköpunum getur þú haldið að viðkomandi geti látið meta bústaðinn á lærra verð og síðan sloppið með að borga restina af láninu. Viðkomandi lánaði 43 mill og þá verður hann bara að borga það til baka, ég reikna með að hann eigi fasteig sem hægt er að selja til að dekka afganginn af láninu.það er enginn sem hefur matið bústaðinn á 10 mill annar en markaðurinn og það er eina rétta matið.

Gunnar Hilmar Sverrisson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Málið er að bankinn á kröfuna kannski frá 0-43mkr.  Þjónar engum tilgangi fyrir næstu veðréttareigendur á eftir að vera að bjóða, nema þá 43.1 því bankinn er ekki að leggja út fyrir nema sölukostnaði miðað við þá upphæð sem eignin selst á.  Bankinn getur þannig eins boðið 3mkr eins og 30mkr.

Varðandi að viðkomandi hafi fengið lánaðar 43mkr vil ég nú fá að sjá það, tel nú líklegra að lánaðar hafi verið 15-20 í erl.mynt., sem orðnar eru að 43 þegar umreiknað var.

Þetta eru svo þannig tímar að ekki eitt einasta hús á landinu er nokkurs virði.  Því er það brýnt að stjórnvöld fresti nauðungarsölum í svona sex mánuði, svo fólk nái að anda í gegnum þetta hörmungarástand.

Björn Finnbogason, 6.12.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband