Heilsugæsla! - hmmmm....

Þetta orð er búið að vera að veltast svolítið um í mér undanfarna daga.  Ég á nefnilega eitt stykki heilsugæslustöð.  Byggingarfulltrúinn hérna í Reykjanesbæ er búinn að vera að hvæsa á mig svolítið af því að ég er að flytja í slotið og hyggst nýta nokkur herbergi til útleigu.  Kannski skiljanlegt ef tekið er mið af aðstæðum á "hinni" heilsugæslunni hér í bæ sem er alveg blönk- eins og ég að vísu, og getur ekki haldið úti nauðsynlegri þjónustu.  Það er ég búinn að sjá út að ég gæti hinsvegar!

Leigt bara út herbergi til skottulækna, grasalækna, lýtalækna, o.s.frv.  Ég hins vegar yrði yfirlæknir á svæfingardeildinni og léti fólkið borga daggjöld- fyrir hverja nótt að vísu, en ekkert að vera að væla í ríkinu neitt um pening í reksturinn.  Og eins og á alvöruheilbrigðisstofnunum úti á landi, fengi ég sem yfirlæknir læknabústað sem yrði að sjálfsögðu á efri hæðinni.

Önnur leið væri að setja af stað meðferðarstöð fyrir vímuefnasjúklinga, það tel ég að myndi henta húsinu mjög vel og staðsetningin alveg frábær í hjarta Keflavíkur.  Stutt í allt og algjör óþarfi að slíta fólk úr samhengi við samfélagið þó það fari í meðferð.  Stutt í kirkju, AA húsið rétt hjá, o.fl.

Þriðja -nei,nei, þetta er orðið gott í bili.  En eins og allir sem þekkja mig vita, þá er ég ljón þótt ég heiti Björn og ég kann á vélsög.  Annað hvort er rétt, rétt!  Eða ég ver minn rétt.  Allavega alveg ljóst að ég er ekkert efni í eftirrétt!  

Meira síðar:-)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm

Birna Dúadóttir, 19.7.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband