Leiði.

Er í mínum huga þekkt sem hinsti bústaður frekar en hugarástand svona dagsdaglega.  Legg mig fram um að sjá björtu hliðarnar, og hinar þessar dökku sem ég kemst ekki hjá, sit ég hvort eð er uppi með fyrr eða síðar.

Leiði er svona eitthvað sem mig langar ekkert - í !

Það er einhvern veginn mikið uppbyggilegra að hugsa um nýju eyrnalokkana í afastelpunni, en hvern andskotann bankastjórinn sé að gera í fríi þegar á þarf að halda- til dæmis.

Rjúka út í buskann og hjálpa öðrum- ef maður getur ekki hjálpað sjálfum sér!

Hinu er ekki að neita að það hefur verið svona skýjað með köflum í lífinu mínu undanfarna daga -og ég ekkert á neinu skýinu sem farið hefur hjá- bleiku, bláu, eða gráu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvernig er líka hægt að láta sér leiðast,það er svo skemmtilegt að vera til

Birna Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér leiðist aldrei, má ekki vera að því

Jónína Dúadóttir, 28.5.2008 kl. 08:28

3 identicon

Eyrnalokkarnir hljóma mikið betur.. !!!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband