Mánudagur, 12.5.2008
Ísland brennur!
Og það eina sem ríkisstjórnin er krafin svara um af fjölmiðlum er eftirlaunafrumvarpið, og stimpilgjöld!!!
Mér er svo alveg hreint skítsama hver eftirlaun þingmanna eru. Það er mér hins vegar kappsmál að fá á þing fólk sem hefur eitthvað til málanna að leggja, og að minnsta kosti hvolpavit, frekar en fólk sem samþykkir eitt í dag, annað á morgun og afnemur svo allt saman þriðja daginn.
Stimpilgjöld vil ég frekar greiða en þessar vaxtahækkanir sem nú eru að dynja yfir okkur og nema mikið hærri fjárhæðum fyrir heimili landsins.
AAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGG! Þegar mér verður hugsað til aðgerðaleysis Seðlabankans. Þeir kunna bara á einn hnapp- stýrivexti, sem enginn er að kaupa lengur af því að þeir eru búnir að missa trúverðugleikann erlendis sem og hér heima.
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyrðu nú kallinn minn: það er alveg bannað að stela fyrirsögnum. Ég var með Reykjavík brennur síðan kemur þú með Ísland brennur(smá grín) ! Spurning hvort þetta sé ekki allt saman bara að fuðra upp? Kveðja.Hilmar
Himmalingur, 12.5.2008 kl. 03:04
Æ þetta eru allt saman asnar Guðjón
Birna Dúadóttir, 12.5.2008 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.