Þriðjudagur, 22.4.2008
Ég bíð!
Þangað til mér finnst tíminn réttur til aðgerða. Bið er alltof oft notuð í neikvæðri merkingu sem hún er alls ekki . Rétt notuð bið getur forðað mér frá vitlausum ákvörðunum. Að bíða með eitthvað er ákvörðun sem alls ekki þarf að innihalda hræðslu, heldur getur oft á tíðum verið notuð til að ígrunda mál betur og skoða hvort virkilegur vilji og sátt standi að baki einhverju sem til stendur að framkvæma.
Svo stundum bíð ég andskotann ekki neitt og þá getur nú oft verið fróðlegt og spennandi að bíða eftir útkomunni.
Athugasemdir
Hæ Bjössi.. gaman að rekast á þig hérna.
Bestu kveðjur til þín frá Færeyjum.
Kveðja Guðrún
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:08
En oft hættir manni við að hætta við að bíða - af því að einhver er að bíða eftir manni. Það er varasamt.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:48
Gleðilegt sumar Bjössi minn.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:48
Góðir hlutir gerast jú hægt.Gleðilegt sumar sæti
Birna Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.