Fimmtudagur, 20.3.2008
Ár afneitunar
Geta verið straumharðar og hrifið með sér meira að segja menn eins og mig, mánuðum saman. Rétt slapp upp á bakkann áður en ég hentist á haf út.
Sem ég stend og horfi til baka sé ég hlutina náttúrulega í allt öðru ljósi en fyrr, og "uppgötva"!!! mér til mikillar skelfingar að fullt af fólki var búið að "benda mér á leið út", mörgum mánuðum áður en mér tókst að finna hana af sjálfsdáðum.
Enginn sem ég þekki er mikið fyrir það að viðurkenna að hafa verið hafður að fífli, en það hefur hent mig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
En nú er ég fullfær um að ráðleggja öðrum það sem mér var ráðlagt, því nú hef ég reynsluna sem það fólk sem ráðlagði mér hafði, en ég efaðist um og bjóst við annarri útkomu- þetta var jú ég sem átti í hlut ekki það.
Lífið heldur áfram sem betur fer og mikið á ég alveg sérdeilis gott líf í dag. Ætla að forgangsraða í lífinu mínu upp á nýtt nú næstu daga, og endurmeta stöðuna. Undanfarnir mánuðir eru búnir að vera mjög slítandi og ég hef ekki gefið mér tíma til að vera í sambandi við fólk- sem vill vera í sambandi við mig.
Að hluta til er ástæðan kannski sú að ég vil vera heill í því sem ég er að gera, og hef ekki boðið fólki upp á eitthvað 25% mig!!! En bráðum kemur betri tíð fyrir fólkið og mig
Athugasemdir
Þú kannt að koma orðum að því
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 07:22
Þú ert flottur
Birna Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 09:23
Ertu búinn að sækja uppþvottavélina
Birna Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 09:24
Nei hún er búin að vera afskipt, alein, og ískalt örugglegaEins og allt sem byrjar á hún þessar vikurnar
Björn Finnbogason, 20.3.2008 kl. 11:38
Við "hjónaleysið"ættum nú að fara að sækja þessa elsku,saman
Birna Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.