Laugardagur, 23.2.2008
Villtar vonir, villtir draumar, villtir dagar!
Nú er veruleikinn að fara fram úr mínum villtustu draumum! Og það get ég sagt ykkur að er svoldið villt ástand manns, sem býr í vitlausu húsi, við vitlausa götu, í vitlausum bæ.
Allt er þetta tilkomið vegna þess að ég fór að trúa á að ég gæti náð þeim árangri sem ég sæktist eftir, ef ég léti vaða í djúpu laugina.
Ef ég geri ekki neitt- þá gerist ekki neitt. Svo einfalt er það nú.
Ef ég sækist ekki eftir því sem mig langar í eða til, þá fæ ég það líklegast ekki.
Ef ég gef af sjálfum mér, fæ ég gjafir í öllum útfærslum.
Að finna fyrir því í hjartanu að ég sé að gera rétt, og trúa því að ég geti allt sem ég vil, þá fer ég ofboðslega langt í þá átt sem mig langar til
Sumarið er tíminn!!!
Athugasemdir
Sæll Björn.
Ágætt hjá þér.
Sumar, vetur, vor og haust,
áfram líði endalaust.
Þannig vil ég hafa það.
Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 04:35
Birna Dúadóttir, 23.2.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.