Laugardagur, 16.2.2008
Að skulda nóg!
Færist óðum nær því marki að skulda nóg. Heyrði þessa setningu í dag - skuldarðu ekki nóg? Eitthvað þurfti ég aðeins að melta þetta, því ég er fyrst að fatta núna hvenær nóg er nóg, í þessu tilliti. Nóg í mínu tilfelli er þegar ég get lifað af skuldunum!, svo einfalt er það.
Annars er þessi dagur búinn að sýna mér hluti sem ég hef aldrei upplifað áður. Karabíska hafið að verða að Kvíabryggju, á annan tug víetnama að flytja á neðri hæðina(veit ekki hve margir urðu eftir þegar yfir lauk í kvöld sjáiði til), ljóst að ég verð ekki mikið fyrir austurlenskan mat á næstunni miðað við lyktina í stigaganginum þegar ég kom heim áðan, alveg ótrúlegt upplifelsi að prófa að búa í "ég verðaðfáaðkallaetta" blokk, og nokkuð ljóst að þetta er að verða mjög tímabundin búseta. Ætla að verða kominn í sólstól einhvers staðar með sumrinu-ef það kemur snemma!
Er að sjá hilla undir endann á verkefni sem ég hef verið að vinna að undanfarna mánuði, mikið verður gott að ná smá áttum aftur þó ekki væri nema í korter. Síminn stoppar ekki þessa klukkutímana yfir þessu og ég er sko alveg að verða tilbúinn að skella honum í þvottavélina og press play!- Nei common bullandi vanþakklæti í gangi, þreyta bara farin að segja til sín og svo að enginn tími gefst fyrir lífið, að öðru leyti. Best að drífa þetta bara af og gleyma sér svo í svona eins og mánuð áður en næsta verkefni tekur við- vonandi.
Hitti mann í dag! Já þið lásuð rétt, alveg ótrúlegur fjandi að vera svona frekar að leita að konu og sitja uppi með mann eitthvað:-), jæja nema hvað þetta var nú sérstaklega heilræðagóður maður, sem hefur kynnst ýmsu í sama landi og ég. Haldið þið ekki að hann hafi ekki verið umkringdur fallegu kvenfólki, kominn á áttræðisaldurinn karluglan,sem var að troða númerunum sínum í símann hans! Kannski er hluti skýringarinnar að hann átti afmæli, EN, þær voru sko ekkert skyldar honum neitt að því er ég best veit.
Athugasemdir
Hélt smástund að ein af uppáhaldssystrum mínum væri að skrifa hérna, samanber: Ég hitti mann í dag....
Jónína Dúadóttir, 19.2.2008 kl. 09:37
Er von að maður ruglist við alla þessa menn!
Björn Finnbogason, 20.2.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.