Hann Villi hlýtur að vera vog!

Farðu nú að taka þig saman í andlitinu og hætta þessu sorglega bulli sem búið er að vera í gangi alltof lengi.  Þegar meira að segja nánustu samstarfsmenn snúa við þér bakinu, hlýtur að vera eitthvað þarna sem þú hefur gert vitlaust og er ekki að virka.  Að minnið skuli þurrkast út daglega á hinum ýmsu sviðum eftir þörfum, sýnir að nú er komið nóg.  Að hringla svona með hlutina er engum til gagns- allra síst þér.  Það gengur ekki til lengdar að kenna alltaf öðrum um og vitna til gamalla brottrekinna gæja.  Það þýðir ekkert í nýju sambandi að ímynda sér einhvern veruleika- sem er ekki, og hlutirnir lagist með tímanum.  Grýla verður aldrei götuprýði þó hún sé sett í lýtaaðgerð!  Að koma sér í svona aðstæður, erfiðar eða ei, er engum um að kenna nema þér.  Enginn getur komið þér út úr þessu rugli nema þú og því fyrr því betra, fyrir alla í kringum þig.

Gangi þér svo sem allra best og hafðu þökk fyrir vel unnin störf í okkar þágu í gegnum árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Eitt núll,fyrir þér sæti

Birna Dúadóttir, 10.2.2008 kl. 03:48

2 Smámynd: Ásgerður

Hvað kemur vogin þessu við?

Ásgerður , 10.2.2008 kl. 18:40

3 Smámynd: Ingvar

Ef Villi er "vog" þá er kvarðinn á henni eithvað vitlaus

Ingvar, 10.2.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 10.2.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Þekki vog sem er svo vanstillt að það er alveg sama hversu oft er reynt að stilla hana, hún fer alltaf í tóma vitleysu 

Þekki líka vog sem getur ekki tekið ákvörðun um neitt, og slær úr og í, eitt í dag og annað á morgun.

Báðar eiga svo sem við í þessu tilfelli!!!!!

Björn Finnbogason, 10.2.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Ásgerður

Er sjálf vog og tel mig nú bara nokkuð vel stillta, en hef auðvitað verið mis vel stillt í gegnum tíðina

En ég þekki nú líka ljón, krabba, bogamenn og fleiri merki sem aldrei geta tekið ákvarðanir og eru meira og minna vanstillt þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt að stilla

Ásgerður , 12.2.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband