Fimmtudagur, 17.1.2008
Í sólina suður
Hreinlega allir sem ég þekki eru að koma úr, eða eru að fara eitthvert í sól. Að sjálfsögðu eru svona fullyrðingar aldrei réttar en það tekur mann nú ekkert allt of langan tíma að sannfærast um að þetta sé staðan þegar veðrið er svona eins og í dag. Er búinn að vera að þræða göturnar á Kanaríeyjum í kvöld í huganum og svei mér þá ef mér hitnaði bara ekki um svona eins og fimm gráður á meðan og sólin- hún skein stanslaust allan tímann.
Er að hugsa um að fara að kíkja á bæklinga ferðaskrifstofanna á netinu og leggjast svo í sólbað(rúmið), og vakna svo bara brúnn og sællegur í fyrramálið og taka þá stöðuna á ný, og sjá hvort ástæða er til að skoða einhverja möguleika nánar
Athugasemdir
Góðan daginn.Fékkstu einhvern lit
Birna Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 09:16
Fínan lit og svei mér þá ef ég er ekki ennþá að dökkna
Björn Finnbogason, 17.1.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.