Laugardagur, 12.1.2008
Sjá drauminn- tjá hann- lifa hann.
Undanfarnir dagar eru búnir að vera frekar skrautlegir svo ekki sé meira sagt. og það svo að ég fann mig knúinn til þess á tímabili að fara að hugsa með höfðinu. Það gerði aftur á móti ekki neitt til batnaðar, ég fékk höfuðverk- sennilega af ofnotkun og varð hreinlega áttavilltur á tímabili. Í kvöld komst ég aftur í tengingu við það sem hefur ráðið gerðum mínum undanfarnar vikur- hjartað.
Ég er alveg búinn að sjá það að ég á öndvegiseintak í brjóstinu og betra fyrir mig að fylgja því frekar en ég sé að fara eftir hugdettum mín eða annarra. Gildir þá einu hvað í hlut á, hvort sem er andlegt eða veraldlegt.
Það er nefnilega svo merkilegt að það sem mér finnst, er oftast það sem ég er sáttur við og get lifað með. Síðan er hægt að flækja hlutina með hugsunum um t.d. hvað ef?, en ...., og svo framvegis.
Nú ætla ég að taka helgina á hjartanu og sjá hvernig fer
Það getur farið eftir ýmsu hversu mikið birtist hér af því!
góða helgi.
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 07:09
Mikið rétt hjá þér sæti
Birna Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.