Mánudagur, 31.12.2007
Að faðma tré í fimmtán mínútur...
Og velta fyrir sér tilgangi lífsins- ræða það við tréð, alltaf sama tréð á hverjum degi í heila viku. Þetta tré valdi ég sjálfur með hálfum hug og enn minni skilningi á því sem um var að vera, og alls ekki einn um þá skoðun að nú væri fokið í flest skjól, í faðmlögum við tré! Smátt og smátt kom tengingin við tréð og alveg með ólíkindum hvað það var á stundum skilningsríkt og þolinmótt. Meiriháttar hlustandi sem andmælti aldrei neinu, ilmaði vel, var traust og hægt að segja því hvað sem var í þeirri fullu vissu að lengra færi frásögnin ekki. Eftir vikuna var mér farið að þykja ofurvænt um mitt tré og það veit meira um mig en nokkur önnur lifandi vera. Dauðsé eftir að hafa ekki ættleitt það en það var hægt- þar sem þessi skógur er víst allur á einhverri minjaskrá. En ég á eftir að heimsækja mitt tré fyrr en síðar og líta með því yfir farinn veg síðan síðast.
Frá janúarmánuði 2007.
Athugasemdir
Og hefurðu eitthvað hitt það síðan í janúar 2007 ?
Jónína Dúadóttir, 31.12.2007 kl. 07:52
Nei veistu; það hefur bara ekkert átt leið hjá
Björn Finnbogason, 31.12.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.