Föstudagur, 4.4.2008
Öll eggin í sömu körfunni!
Sendu ráðherrum leiðbeiningar með hraðpósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4.4.2008
Hjartað mitt lifir lífinu
Gleðst líka yfir mörgu.
Hjartað mitt á heima á góðum stað, hjúpað sjálfi sem treystir sér til þess að leyfa því að ráða. Þegar ég geri það eru mér allir vegir færir, opnir, og velkomnir. Þeir liggja til allra átta- í báðar áttir- og það er mesta snilldin.
Ég fékk að taka þátt í að breyta lífi fólks í dag. Tveir ungir krakkar að byrja að búa, voru hjá mér að leita að sinni fyrstu íbúð. Æðislega geðugir krakkar af erlendum uppruna. Ekki laust við að ÉG fengi í hnén þegar ég sá hvernig hún horfði á Hann. Rámaði eitthvað í að svona hafi verið horft á mig endur fyrir löngu. Hana langaði svooooooo í íbúð sem var ekki laus, -(eitthvað rámaði mig nú líka í að hafa sótt tunglið og sólina á sínum tíma, fyrir eina svona litla dökkhærða) hún sagði samt ekki mikið en fór þangað aftur og aftur, kom með stjörnur í augunum til baka og ég þurfti ekki að skilja baun til að finna hvað hún var að segja. Ég fann hvað mig langaði til að láta þau hafa þessa íbúð, svo ég ákvað að hreinlega gleyma því að ég hafði verið búinn að lofa henni öðrum. Sagði þeim að þau gætu fengið þessa íbúð, og áður en ég vissi af var ég búinn að bjóða þeim hálfa búslóð, örbylgjuofn og ég veit ekki hvað.
Varð ekki var við að fætur þeirra snertu stigann niður á útleiðinni, og hlakka til að fá þau í hús e. helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3.4.2008
Algerlega óþolandi þessi LÖG
Vill stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3.4.2008
Þegar landið tapar B 747 á dag!
Ferðamáti gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.4.2008 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 2.4.2008
Að missa mann!
Uppbaðaður úr athygli í dag þegar heill kór af kvenfólki missti mann-mig.
Var í sambandi - við fjarsölu Flugleiða að vísu,- símasambandi!, er þar að tala við konu sem biður mig svo að bíða augnablik og áður en ég veit af er mér sagt að ég sé kominn á aðra- konu sem kannast ekkert við mig, hún gefur mig svo þeirri þriðju sem segist vita að ein hafi misst mann rétt í þessu en hún sé því miður upptekin! Ekki mikil sorg á þeim bænum verð ég að segja. En mikið er gott að konur þarna geti deilt svona með sér mönnum og sent þá hver á aðra, ég tala nú ekki um ef einhver þeirra missir nú mannÞessi þriðja fékk svo hjá mér símanúmerið!!!, að sjálfsögðu með það fyrir augum að láta númer 1 fá það trúi ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 2.4.2008
Hvar eru "fulltrúar"sjálfstæðismanna á þingi?
Mér er sko alveg skítsama hvaða skoðun þeir hafa á málinu. En hafi þeir enga, þá hafa þeir heldur ekkert að gera þarna . Eins og ég hef áður sagt finnst mér þingflokkinn heldur hafa sett niður undanfarin ár vitsmunalega séð.
Kannski hef ég bara ekkert gott af að hlusta á það sem hugsanlega kæmi út úr þeim mörgum hverjum, varðandi þetta mál, sérstaklega ekki tindátunum!
Ítrekar efasemdir um skipulagsbreytingar á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 31.3.2008
Góður dagur kemur aldrei of fljótt!
Var að fara í gegnum daginn á heimleiðinni, hvílíkur andskotans leiðindadagur. Það hefur bara ekki verið heil stund í lagi í dag. Svona eintóm leiðindi eru sem betur fer mjög sjaldgæf í mínu lífi.
Fór svo og las nokkur blogg aftur í tímann og viti menn!, jú það er von - á góðum degi - og hann getur ekki komið of fljótt.
Dríf mig í háttinn svo hann komi sem fyrst:-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30.3.2008
Hornið.
Ætla ekki að segja nokkrum manni frá því hvað það var gott að koma á veitingastaðinn Hornið í kvöld.
Hef ekki komið þar í nokkur ár, og leið barasta eins og ég hefði verið þar síðast í gær- glæsilegt. Vorum að velta fyrir okkur breytingunum á miðbænum, veitingastöðunum o.s.frv., og þvilík snilld að Hornið skuli hafa haldið sér öll þessi ár. Nokkuð ljóst að Duus hefur fengið samkeppni, og ég fundið "nýjan" griðastað í miðborginni.
Annars höfðum við það bara nice, röltum svo einn hring um bæinn, en ákváðum svo að tímanum væri betur varið annars staðar!!!
Ætla ekki að eyða meira af honum hér í bili- góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29.3.2008
Aldrei !
Skammast mín eins fyrir að vera flokksbundinn sjálfstæðismaður og fyrir nafnið mitt.
Hvaða vitleysingum vantar verkefni núna, við að búta þetta embætti niður, embætti sem hefur allt til að bera til að ná árangri nema peningana- sem "eigandinn" sjáið þið til- á nóg af.
Mér er slétt sama í hvaða flokki Jóhann Benediktsson er, heldur stundum sjálfur að hann sé í stjörnuflokki- að mér finnst. Hann má dansa uppá borðum mín vegna ef hann nær árangri!
Lífið er eins og það er! Ekkert alltaf eins og við viljum að það sé. Þótt það sé hægt að fá einhverja útkomu í hlíðunum í Reykjavík í tindátaleik með kórdrengjunum, er fráleitt að staðan verði eins þegar út í lífið er komið! T.d. er lífið í lit ekki svarthvítu, og það er bara þannig að það kostar extra.
Enginn samblástur gegn Jóhanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28.3.2008
Elliglöp að hrjá ráðherra?
Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)