Miðvikudagur, 30.4.2008
Hinsegin dagar!
Þeir hafa fengið nafn dagarnir mínir sem eru öðruvísi, ég er farinn að fá hinsegin daga!!! Það eru svona dagar þar sem ég fæ verðlaun fyrir að vera til og gera ekki neitt að því er mér finnst. Kann ekki við að kalla þá nammidaga því þeir snúast að miklu leyti um fólk.
Hinsegin dagar eru til dæmis þegar ég fæ það fólk sem ég vil- í fangið- alveg án þess að biðja það neitt sérstaklega!
Hinsegin dagar eru líka þegar ég man eftir einhverju sem ég gleymdi, og haft er samband við mig og mér er sagt að ÞAÐ sé allt í lagi.
Hinsegin dagar eru að verða mínir bestu dagar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 30.4.2008
milljón - milljón - milljónir
Það fyrsta sem kemur upp í hugann og tengist milljón er þreyta. Er búinn að hugsa svo mikið um milljónir undanfarna daga að mér er hreinlega orðið illt í heilabúinu. Sennilega er þar líka lítilli notkun um að kenna en eins og allir vita var ég löngu hættur að hugsa, þar sem það gerði bara ekkert fyrir mig. Svo er alltaf sama gamla sagan, þegar á að fara að vanda sig þá fer maður að hugsa!!!
Haldið þið að þetta sé nú gáfulegt.
Annars sá ég nú næstum hundrað milljónir á blaði í dag- og það var sko ekkert dagblað get ég sagt ykkur.
En mikið rosalega langar mig orðið í frí, er alveg gjörsamlega að klára batteríið. Samt, samt er lífið gott og leikur við mig á marga lund, og stundum þarf ekki nema eitt bros til að senda mig rakleiðis upp himininn á ný. Ég er jú þar kominn til að vera og öll stjörnuhröp afþökkuð- bæði mín og annarra!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 29.4.2008
Dreymir brotin hjörtu ?
Eina kvöldstund eigi alls fyrir löngu sátu tvö brotin hjörtu á móti hjartakónginum. Hann spurði hvort það væri bara ekki rétt sem hann hefði heyrt að maður elskaði aðeins einu sinni. Bæði hjörtun mótmæltu því og annað a.m.k. fann sig tilknúið að reyna að rifja upp dæmi:-). Nokkuð ljóst að bæði áttu drauminn enn, drauminn um ástina.
Eftir á fór annað hjartað að greina sjálft sig og komst að þeirri niðurstöðu að eftir því sem aldurinn færist yfir þá spilar fleira inn í en áður fyrr, þegar útlitið var allt og "annað" aukaatriði. Í dag er að minnsta kosti "betra" ef það er: lifandi með, talandi við, horfandi á, sofandi hjá, vaknandi með og dreymandi um,- viðkomandi.
Óviðráðanlegar hindranir? Held ekki, það er bara spurning hvernig hún kemur undan vetri- draumadrottningin.
Svo eru sumir draumar sem rætast ekki, þá skapast líka pláss fyrir nýja drauma að fylgja eftir, og þessir gömlu hverfa í þokuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 27.4.2008
Mig langar
Mig langar til að deila með þér öllu sem ég kann.
Mig langar til að deila með þér öllu sem ég veit.
Mig langar til að gefa þér þá líðan sem ég á.
Mig langar...
Að byrja í litlum heimi er best, innrétta hann vandlega og yfirvegað, nýta og njóta hans til hins ýtrasta. Bæta svo í hann smátt og smátt eftir því sem aðstæður leyfa, þrekið og krafturinn eykst, því sem þú vilt hafa með þér inn í framtíðina og langar til að hafa í kringum þig. Stíga varlega fyrstu sporin og þau þurfa ekki að vera stór. Hægt og sígandi byggir þú upp líf sem er einungis fyllt því sem þú vilt, og skapar fortíð sem hver sem er getur verið stoltur af! Því í þessum litla heimi er minna oft meira, og forgangsröðunin er: ég, við, þið.
Að byggja á fortíðinni er ekki hægt, hana verður að leggja til hliðar. Aðeins með því að byrja upp á nýtt er hægt að skapa eitthvað nýtt- öðruvísi en það sem var.
Sigur er ekki allt- heldur það eina sem þetta snýst um!
Það endar enginn í öðru sæti í þessu lífshlaupi, en margir hafa náð endalokum lífsins.
Ég hef aldrei séð biðraðir fólks á leið til vinnu á morgnana úr kirkjugörðunum, en það er hins vegar hinsti samastaður margra löngu áður en þeir ætluðu sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 24.4.2008
Mér hefur verið gefið
Ýmislegt og þar á meðal þetta hér í þakklætisskyni fyrir eitthvað sem ég sagði eða gerði einhvern tímann. Man hvað ég var agndofa þegar viðkomandi skrifaði þetta niður og kvittaði fyrir!
have a save journey!
May the road rise up to meet you
May the wind always be at your back
May the sun shine warm upon your face
May the rain fall softly upon your fields
and until we meet again, my friend
May God keep you in the hollow of his hand.
Sýndi mér enn og aftur að maður á ekki að dæma fólk af útliti, eða sögusögnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22.4.2008
Ég bíð!
Þangað til mér finnst tíminn réttur til aðgerða. Bið er alltof oft notuð í neikvæðri merkingu sem hún er alls ekki . Rétt notuð bið getur forðað mér frá vitlausum ákvörðunum. Að bíða með eitthvað er ákvörðun sem alls ekki þarf að innihalda hræðslu, heldur getur oft á tíðum verið notuð til að ígrunda mál betur og skoða hvort virkilegur vilji og sátt standi að baki einhverju sem til stendur að framkvæma.
Svo stundum bíð ég andskotann ekki neitt og þá getur nú oft verið fróðlegt og spennandi að bíða eftir útkomunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 21.4.2008
Ég er- kominn til að vera!
Fattaði það í kvöld að rosalega mikið af mér er einhvern veginn komið í mig aftur, eftir langt hlé. Hef svo sem áður haft þetta á tilfinningunni en það hefur þá horfið eftir stutta stund. Nú er ég kominn til að vera og er í því að búa um mig í mínu lífi. Allur aðbúnaður er af bestu gerð-(nema hvað), og mjög er vandað til alls sem inn í lífið mitt fer-(loksins). Hraðinn er stilltur á medium, svo mér gefist tími, og aðrir geti haldið í við mig:-)
ÉG er MÆTTUR!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19.4.2008
Meðbyr
Alveg ótrúlegt hve vindáttir hafa verið mér hagstæðar undanfarnar vikur. Ef ég sný mér snýst vindurinn einhvern veginn með, og styður við bakið á mér og ber mig áfram þangað sem ég er að fara. Ekki svo að skilja að leiðin hafi verið eitthvað sérstaklega bein eða breið, eða að allt sem hafi fallið mér í skaut á leiðinni hafi verið eitthvað til að gleðjast sérstaklega yfir, en þá einmitt er eins og bæti bara í og mér sé fleytt áfram.
Frábært líka hvernig hann virðist bera mig þangað sem mín er þörf og mig langar til að vera. Bar mig á einn slíkan stað í gærkvöldi og tilfinningin eftir á var engu lík, tilfinningin að hafa komið von á vonarlausan stað.
Því oft er það þannig að sú staðreynd að einhver sé ekki dauður, er engin sönnun þess að viðkomandi sé lifandi.
Góða helgi!
Bloggar | Breytt 21.4.2008 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18.4.2008
Til hamingju nafni!
Nýr sýslumaður í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 17.4.2008
Small - medium - large!
Svona á að kynna manni kvenlegg fjölskyldna hugsaði ég með mér í kvöld þegar ég virti fyrir mér þrjár árgerðir sömu fjölskyldu, þar sem þær sátu svona líka hver annari glæsilegri. Væri ekki lífið mun einfaldara ef maður sæi svona um það bil hvernig útlitið væri svona tíu- tuttugu ár fram í tímann. Varð samt á, var svona að reyna að koma þessum hugrenningum mínum að án þess að aldursgreina þær mikið sjáið þið til!!! En fór algjörlega úr öskunni í eldinn með því að líkja þeim við
S-M-L. Oft má satt kyrrt liggja og þarna hefði ég alveg getað haft hugsanir mínar fyrir mig. Mér fannst þetta bara svo flott, en gleymdi því um stund að maður nefnir ekki aldur, stærð, lengd, vigt, eða breidd. Svona er ég hreinlega að byrja upp á nýtt á mörgum sviðum og þetta er eitt af þeim.
Annars er þetta búinn að vera alveg meiriháttar dagur fyrir mig, fór um víðan völl í dag og stimplaði mig inn á þeim stöðum sem þurfti. Þessi frívika sem ég er búinn að vera að leita að, færðist heldur fjær, en það er bara allt í besta lagi þegar allt gengur eins og best verður á kosið. Það virðist vera alveg sama hvað ég tek mér fyrir hendur þessa dagana - það dettur allt mín megin. Var að hugsa um að hringja í konu í kvöld á leiðinni heim, hætti svo við og fór í heimsókn í staðinn- hver haldið þið að hafi verið fyrsta manneskjan sem ég sé er ég kem inn í eldhús, jú nákvæmlega sú sem ég ætlaði að hringja í. Mikið notalegra að hitta hana í eigin persónu- ekkert leiðinlegt að horfa á hana heldur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)