Þriðjudagur, 3.6.2008
Einmana og stundum villtur hvítur Björn!
Eins gott að læðast með veggjum, og fara ekki langt, fyrr en ég er búinn að fara í brúnkusprautun.
Annars er bara ekkert víst að ég lifi þetta af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3.6.2008
Umhverfisráðherra axli ábyrgð og segi af sér!
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 3.6.2008
Minningar?
Ég sá hana fyrst á æskuárum ósnortin var hún þá. Hún fyllti loftið af angan og ilmi, æsandi losta og þrá.
Síðla á kvöldin við fórum í felur, mér fannst þetta svolítið ljótt, en alltaf var þetta meiri og meiri munaður hverja nótt.
Ég ætlaði seinna að hætta við hana, ég hélt að það yrði létt. En ég var andvaka næstu nætur, því nú voru takmörk sett.
Endurminningar örvuðu blóðið, ástin villti mér sýn. Og innan skamms fór ég aftur til hennar, og eftir það varð hún mín.
Hún fylgir mér ennþá svo trygg og trú, svo tággrönn og hnakkakert. Aldrei hefur hún öðrum þjónað, né annara varir snert.
Hvenær sem grípur mig hugarangur,hún huggar mig raunum í.
Þá treð ég í hana tóbaksmoði og tendra svo eld í því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2.6.2008
Heimahjúkrun!
Fínt nafn yfir eitthvað sem ég gæti-neineinei, halda mig við efnið bara:-) Alveg sérdeilis ekki einleikið hvað fólk leggur á sig við að hjálpa öðrum. Heyrði af manneskju í dag sem lítur sennilega bara ekki glaðan dag næstu mánuði. Hún leggur á sig að borða stórsteikur og ís og jarðarber og súkkulaði og popp og, og, og,- bara til að gleðja aðra manneskju.
Flatmagar í sólstólunum til skiptis til að halda á þeim hita(sólstólunum sko:-)) og viðheldur hringrásinni í sundlauginni með því að stinga sér í andskotans pollinn annað slagið.
Og fyrst mín manneskja er komin á svæðið er um að gera að nýta túrinn!!!
Tek það fram að lítið hef ég um þetta mál frá fyrstu hendi en ég er bara svo fjandi góður að geta í eyðurnar. Vil samt taka fram að þetta tengist Akureyri ekki á nokkurn hátt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 29.5.2008
That´s life.....
Misjafnt hvað er lagt á fólk. Hef verið ótrúlega heppinn í gegnum tíðina með mig og mína. Var síðast í gær að heyra þvílíkar hörmungarsögur af fólki sem ég þekki.
Held að aldrei sé hægt að vera of þakklátur fyrir heilsuna, sína og sinna nánustu. Allt annað er hjóm eitt í samanburði, og ég dáist að fólki sem hefur staðið, ekki nauðsynlega upprétt neitt, heldur bara staðið í gegnum stærstu áföllin sem dunið hafa á þeim.
Varð þeirrar gæfu aðnjótandi fyrir mörgum árum síðan að njóta samvista við marga aðstandendur barna, í u.þ.b. mánuð á Landspítalanum. Það gjörbreytti allri sýn minni á lífið, öllu verðmætamati, öllum viðhorfum til lífsins.
Sendi öllum í þessari baráttu bestu kveðjur.
ÞETTA LÍÐUR LÍKA HJÁ!
Ein uppáhaldssetningin mín og virkar á allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 27.5.2008
Leiði.
Er í mínum huga þekkt sem hinsti bústaður frekar en hugarástand svona dagsdaglega. Legg mig fram um að sjá björtu hliðarnar, og hinar þessar dökku sem ég kemst ekki hjá, sit ég hvort eð er uppi með fyrr eða síðar.
Leiði er svona eitthvað sem mig langar ekkert - í !
Það er einhvern veginn mikið uppbyggilegra að hugsa um nýju eyrnalokkana í afastelpunni, en hvern andskotann bankastjórinn sé að gera í fríi þegar á þarf að halda- til dæmis.
Rjúka út í buskann og hjálpa öðrum- ef maður getur ekki hjálpað sjálfum sér!
Hinu er ekki að neita að það hefur verið svona skýjað með köflum í lífinu mínu undanfarna daga -og ég ekkert á neinu skýinu sem farið hefur hjá- bleiku, bláu, eða gráu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24.5.2008
Ákvörðun fyrir lífið!
Nú er kominn tími til að taka ákvörðun fyrir lífið. Hvort það eigi að eyða meiri tíma í viðnámi, mótbárum, efasemdum, ströggli, ótta, flótta, gremju, og einsemd, eða "join the party" og lifa lífinu lifandi! Þú hefur alveg séð nóg til að meta hvorn kostinn þú telur henta þér betur, hvora leiðina þig langar að fara. Þetta er í raun mjög einfalt! Veldu!
Í öðru horninu eru þeir sem þú ert kær í dag, í hinu þeir sem þú ert kær alltaf!
Svo er það sá sem leggur þig nánast í einelti, -þolinmóðasti, þrautseigasti, og einbeittasti vonbiðill sem til er. Hann mun taka hverju því sem þú réttir að honum, mættur við hlið þér ef þú hrasar- tendrar elda sem enginn veit hvort eða hvenær brenna út! Þú ert búin að reyna að hafna honum með öllum hugsanlegum rökum, hunsa hann og niðurlægja á allan hátt- en án árangurs.
Kannski er tími kominn til að sýna honum að hann eigi ekki sjéns, þú sért komin í annað samband.
Hringdu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23.5.2008
Laust pláss!
Er að verða búinn að koma mér á þann stað sem ég vil vera, með þeim sem mér þykir vænst um.
Uppgötvaði mér til mikillar ánægju að ég á laust pláss, bæði í hjartanu og við hliðina á mér!
Var nú búinn að vita svo sem af þessu lausa plássi við hliðina á mér um nokkra hríð sjáið þið til, en hafði ekki gefið hinu mikinn gaum. Það er svo aftur annað mál að til að ná að hliðinni að mér þarf að fara í gegnum fjóra hreinsunarelda, ég hef að vísu bara séð hvað þrír geta sviðið stélfjaðrirnar illa!!!
Hjartað er hins vegar óútreiknanlegt og aldrei á vísan að róa þegar það er annars vegar:-) Gerir bara nákvæmlega það sem því finnst, og svei mér ef það er ekki að gera það nokkuð gott þessa dagana!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20.5.2008
Ekkert orðið að engu!
Það er eins gott að ekki komi til eldgoss á svæðinu, eða alvöru jarðskjálfta, það hlýtur að vera óviðunandi að mati Umhverfisstofnunar eða Skipulagsstofnunar og þarfnast athugunar við af einhverjum blómálfum sem eftir verða nú líklega á landinu þegar búið verður að friða það.
En hvað með Árnastofnun er ekkert hægt að virkja hana neitt? Það væri kannski leiðin að láta fólk lesa sér til um hvernig óskastaða þess var- fyrr á öldum, svo það sé vel undirbúið!
Svo eigum við líka svo góða þýðendur, sem geta þýtt ástandið á milli þess sem dreypt er á hverafjallagrasagroggi sem verður Iceland speciality fyrir hvern þann sem villist hingað.
Hætt við Bitruvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19.5.2008
Sleppa því liðna lausu!
Er búinn að vera veltandi vöngum yfir sendingu sem ég fékk um daginn og er búin að gera veröldina nýrri, bjartari, hlýlegri og vistvænni á allan hátt.
Alveg ótrúlegt hvað hægt er að festast í að reyna að halda í eitthvað sem er löngu farið, löngu liðið. Hvað hægt er að eyða mikilli orku í að reyna að endurlifa augnablik fortíðar, -einhvern tíma, sem löngu er liðinn, og hafa svo ekki kraft til þess sem er og getur orðið.
Þessi endurupplifun getur aldrei orðið annað en hjárómagarg- útvatnað andartak, og svo hellast vonbrigðin yfir- enda tilraun dæmd til að mistakast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)