Fimmtudagur, 7.2.2008
Virk samkeppni - um mig.
Alveg að verða þessi indælis eðaldagur á enda kominn. Byrjaði nú eitthvað svona frekar fúll en hefur bara batnað eftir því sem á hefur liðið. Tók snúning á píparastéttinni í morgun og ein píparafrúin sagðist MYNDI L'ATA sinn hringja í mig í kvöld. Sá ætlar greinilega að búa með henni eitthvað áfram því hann hringdi áðan og ætlar að koma á morgun.
Eftir að ég fór að upplýsa að mig vantaði eitt og annað er bara orðið biðröð á hurðinni.
Svo er fullt af konum sem virðast vanta einhvern til að gera eitt og annað- fyrir sig - en við íbúðirnar þeirra, hvað sem það svo þýðir. Svo er ein og ein sem nær mér, eins og til dæmis þessi sem kom með tertuna handa mér áðan, hún veit sko alveg hvað hún er að gera sú! Beið svo spenntur eftir einni til að elda, annarri til að þrífa, og kannski þeirri þriðju-já hmm. Var kominn á þvílíka flugið með svona raðhjálp- ekkert húshjálp neitt. Eitthvað finnst sumum samt kannski nóg komið í dag fyrir mig, svo ég ætla bara að fara og vinna í svona tvo-þrjá tíma, og sjá svo hvað bíður mín þegar ég kem heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7.2.2008
Að gerast pípari - kr. 3.499.-
Píparavandræði hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Veit ekki alveg hvar þeir eru greyin. Eru að verða jafn sjaldgæfir og framsóknarmenn og sennilega ekki seinna vænna að leggja inn pöntun ætli maður að fá einn á árinu (pípara þ.e.).
Lagðist undir feld og ákvað í framhaldinu að fara í ónefnda byggingavöruverslun og fá hraðnámskeið í pípulögnum. Hitti mann á leiðinni og sagði honum hvað stæði til- fyrsta spurningin var og hvað kostar svona námskeið? Kom í ljós að hann hafði verið að leita og bíða eftir pípara í þrjár-fjórar vikur. Jæja ég fer og fæ upplýsingar um hvað skuli gera og hvernig og síðan töfratöng eina með til að gera þetta auðveldara en orð fá lýst og væri grunnurinn að framhaldinu. Pípari stóð við hliðina á mér þegar ég greiddi 3.499.- fyrir töngina og sagði hvernig heldurðu að þetta endi hjá þér? Benti honum á að hann væri hjartanlega velkominn til að lagfæra og klára dæmið. Sá undir skósólana á honum er hann hentist fyrir næsta horn!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 7.2.2008
Hvar er veðrið?
Veðurfarið-lýsingar morgunsins, hafa gjörsamlega farið framhjá mér og minni götu. Yngsta dóttirin hringdi í morgun og gat ekki farið í skólann vegna veðurs - ég leit út um gluggann og hugsaði hmm. Eftir að hafa fengið staðfest að systur hennar voru ekkert að fara neitt heldur, tókst að sannfæra mig um að það væri nú bara svona snjóþungt í Njarðvíkunum, og ég hringdi upp í skóla og fékk leyfi.
Annars er þetta að verða alveg ágætt með þennan snjó, er alveg að fara með gulrótarplanið mitt þar sem allar ferðir til staða þar sem hitastig er yfir frostmarki eru uppseldar!
Ætli ég "neyðist ekki" til að þiggja heimboð vinar míns í gamla dyravarðabústaðinn hans ef ég ætla að komast eitthvert áður en snjóa leysir- í sumar einhvern tímann ef fram fer sem horfir hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5.2.2008
Framtíðin breytist án fyrirvara- stundum.
Frábært þegar maður er að skipuleggja sig jafnvel nokkra daga fram í tímann, hve snöggt getur orðið um skipulagið og það hreinlega horfið á hálftíma með manni og mús. Maður sorterar fólk, atburði, verkefni o.s.frv., eftir mikilvægi að eigin áliti, fer svo til tannlæknis og hann sker þetta plan í strimla á svona eins og hálftíma og rukkar mann svo þvílíkt fyrir!!!
Nú sit ég dofinn frá hálsi upp í heila, allur bólginn og er að endurskipuleggja daginn og vikuna þar sem allt átti að gerast, vikuna þar sem allt verður að gerast, hvort sem ég geri hlutina eða ekki. Þetta eru dagarnir þar sem væri gott að geta hringt sig inn veikan
Verst að gemsinn minn er alltaf á tali þegar ég hringi í hann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 4.2.2008
Superbowl-brjóstastærðir.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1.2.2008
Ef hægt er að segja um nokkurn mann-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 31.1.2008
Sumt fólk hefur eitthvað sérstakt við sig
Sem gerir það að verkum að ÞAÐ truflar MIG. Sumt fólk hefur bara áhrif á mig hvort sem mér líkar það sem það er að gera eða ekki. Sumt fólk getur stjórnað líðan minni, liggur við með fjarstýringu, meðan aðrir rembast við það daginn út og inn án árangurs. Sumt fólk geri ég hvað sem er fyrir. Sumt fólk getur verið rosalega heppið að vera í þeim hópi, sumt fólk veit ekki hvað það á í mér. Svo er sumt fólk sem heldur að það sé í Bónus að versla þegar það er að tæta mig í sig, sumt fólk heldur að það sé að haga lífi sínu á ákveðinn hátt fyrir mig, sumt folk telur sig einskis virði, og selur sig alltaf ódýrt. Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi, og sumt fólk verður bara að skilja það.
Ég er sumt af þessu fólki!, en alls ekki allt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 31.1.2008
Allir eru stjörnur í mínu lífi í dag!
Sumir ganga í rigningunni, aðrir blotna bara. Undanfarna daga hef ég verið svoldið aðrir, og verið að rigna niður dag frá degi, kominn með kvef og guð má vita hvernig þetta hefði endað ef ég hefði haldið áfram að standa kyrr og bíða eftir að það stytti upp.
Ég tók þá ákvörðun að ganga af stað í dag, og eftir smábrölt og brösuglegheit kom sólin upp, þurrkaði mig á örskotsstund, fyllti mig nýjum krafti til að takast á við lífið framundan, og vísaði mér veginn fram á við.
Um kvöldmatarleytið hugsaði ég: hvað gæti toppað þessa líðan í dag? Viti menn það var hægt!
Fékk símtal um tíuleytið og mikið óskaplega var eg ánægður með fréttirnar sem ég fékk, og þetta símtal sýndi mér enn einu sinni að allt er mögulegt.
Maður á nefnilega ekki alltaf að sætta sig við aðstæður, láta kyrrt liggja o.s.frv., STUNDUM er rétt að teygja sig í átt til stjarnanna með það fyrir augum að ná einni, maður verður bara að velja hana af kostgæfni. Og fjandinn hafi það, það er kannski ekki alltaf auðvelt en friðurinn í hjartanu gerir það þess virði þegar maður er með fangið fullt af öllum sem manni þykir vænst um, undir happastjörnu sem maður hljóti að eiga bara nokkuð stóran hlut í, um borð í lífinu sem heldur áfram, að brosa við mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29.1.2008
Að lifa lífi annarra.
Það fer ekkert sérstaklega vel ofan í mig þegar fólk er að stjórna og lifa lífi annarra án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Var á fundi í morgun þar sem þetta var til umræðu og það er nú ekki oft sem ég læt allt flakka og hef opinbera skoðun á því sem fólk er að gera svona yfirleitt en það hafði ég í dag. Fór yfir ákveðið kerfi sem mikið er í tísku núna og aðeins tvær viðurkenndar leiðir að ásættanlegri útskrift að því er manni virðist, what a joke. Sagði mína skoðun á því umbúðalaust, og partur af henni fer hér á eftir!
A spiritual life is natural
Conscious Contact. Coming into what is clearly a spiritual program, we may have been fearful that our own unworthiness would hold us back. We may have believed that a spiritual life and a "conscious contact" with God are reserved for a few people with saintly qualities.
What we must know is that the spiritual life is every person's right. It includes the human qualities that have brought our greatest progress. "The spirit of the thing" is an ordinary phrase, but it expresses the presence of a Higher Power in our lives.
What's most useful to know is that we can contact our Higher Power at any time, in any place. This can be extremely important when we are in very bad situations. We always have a Higher Power to pull us through and to set things right in our lives. That's our birthright as human beings.
I'll turn to my Higher Power frequently throughout the day, if only for a few moments each time. This will keep me on the right path.
Svo ætla ég að fara að undirbúa mig fyrir bolludaginn, veit um sjálfskipaðan prufupinna sem prófar allt bollukyns sem hreyfist, ætla að taka shortcut svo ég sjái til tánna minna eitthvað áfram og fá hjá viðkomandi lista yfir topp 5 eða svo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28.1.2008
Afar erfiðir kostir um að velja.
Hef ekki hugmynd um hvernig ég fer út úr málum dagsins. Þarf að taka frekar erfiða ákvörðun sem líf mitt veltur á - ef ekki í dag, þá örugglega á morgun eða hinn. Samt er ég að velta fyrir mér möguleikunum í stöðunni. Eins og: þetta gæti sloppið einu sinni enn, það er nú ekki alveg víst, hugsanlega gæti þetta farið svona og svona. Hinn kosturinn er að láta vaða á það sem ég veit að er best fyrir mig, ákvörðun sem ég stend og fell með sjálfur, erfiðari og kannski ómöguleg leið en engu að síður mín leið.
Andskotans bull er þetta. Að sjálfsögðu geri ég það sem mér finnst rétt og er sáttur með, annars get ég bara pantað far hjá honum Rikka vini mínum strax, síðasta spölinn. Um leið og ég skrifa þetta sé ég að ég er kominn á rétta leið. Hvort hún er norður eða niður verður svo bara að koma í ljós.
Ég hef ekki haft það fyrir vana að endurskoða það sem ég skrifa hérna, og ætla ekki að fara að byrja á því núna. Verð hins vegar að koma því að svo það valdi ekki neinum misskilningi, að ég er ekki að stefna í norðurátt neitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)