Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hvern fjandann er fólk að þvælast líka!

Það hefur enginn gefið leyfi fyrir því neitt að fólk sé rúntandi um landið að óþörfu.  Svo held ég það sé í lagi að flest verktakafyrirtækin fari á hausinn þetta eru allt glæpamenn hvort eð er.  Síðan verður Vegagerð Ríkisins hafin aftur til vegs og virðingar og góður flokksmaður af norðurlandi settur yfir hana.  Þá verða malbikaðir vegir í Þingeyjasýslum, og klárað að leggja gangstéttir með veginum til Siglufjarðar.

Hvaða máli skiptir þó nokkur hundruð manns verði atvinnulausir, það eru jú hátt í tuttugu þúsund á skrá!

Svo er brýnasta verkefnið að koma ellilífeyrisþegum og öryrkjum á hæli svo þeir séu nú ekki að þvælast fyrir, og hafin er vinna við að skattleggja börnin frá ungaaldri með sykurálaginu.

 


mbl.is Dæma fyrirtæki til gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á Vegagerðina!

Barn síns tíma, og að það skuli vinna þarna milli 4-500 manns við að skoða duttlunga hvers annars er náttúrulega frábærlega vitlaust.  Ríkiskaup geta alveg séð um þessi mál og boðið þau út.

Sparnaður við að leggja Vegagerðina niður er sennilega um 2 milljarðar á ári.


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem hann vissi -var ekki rétt!

Það sem hann gerði -var ekki rétt.

Það sem hann vildi, er víst engin frétt.

OG ÞAÐ ER ALLT Gunnari að kenna, að hann -Flosi, skrifaði upp á þetta á föstudaginn!

Flosi greyið lét plata sig til að gæta hagsmuna sjóðfélaga -svei þessu liði sem er með honum í stjórn þarna og var að hugsa um hag sjóðsins og stendur á bak við þessa ákvörðun enn sem komið er allavega.

 

 

 


mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senda þessa starfsmenn í bankasýsluna nýju.

Til hans Steingríms, þetta eru hvort sem er allt loftbólur, og sápukúlur sem frá stjórnvöldum kemur.

Í nánast öllum tilfellum berum við okkur saman við aðrar þjóðir.  Af hverju er það ekki gert hér? 

Jú það er vegna þess að við erum svo langt á undan allri framtíð annarra í þessum málum, að það mætti leggja þessa stofnun niður í tuttugu og fimm ár!


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki?

Hvers vegna eiga útflytjendur ekki að reyna að fá sem flestar krónur fyrir vörur sínar.  Þetta er bara búið að vera algjört helvítis rugl á Seðlabankanum og stjórnvöldum.  Lífeyrissjóðunum bauðst um og eftir áramót 220-240 krónur fyrir hverja evru sem þeir áttu í bréfum hingað og þangað um heiminn!

EN Seðlabankinn heimilaði það ekki!!!


mbl.is Fara framhjá gjaldeyrishöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnir krumlurnar!

-Á kverkum þjóðarinnar.  Nú má ekki einu sinni láta sig dreyma um að maður sé staddur erlendis með því að éta eins og einn spörfugl!


mbl.is Engum tollkvótum úthlutað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér með tilkynnist!

Að ég mun framvegis ekki greiða vexti.

 

Virðingarfyllst,

 

 

__________________________________

 

 

Tillaga að tilkynningu til lánastofnana frá fólkinu í landinu!  kóperið að vildCool


mbl.is Hætta að greiða vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýrarsýsla?

Bankasýsla

Fjársýsla

Mýrarsýsla

og viti menn ÞINGEYJARSÝSLA!!!!!  En hvað kemur hún málinu við?  Ekkert!

Nóg af sýslum! Bara að nýta þær :-Þ

Vonandi koma þau landinu til helvítis sem fyrst.  Þá vitum við að minnsta kosti hvar við stöndum.

 


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband