Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Kaupir fólk þetta?

Á meðan Jóhanna er að dúlla sér í stjórnarráðinu, og restin af ráðherrunum að laga til í ráðuneytunum og færa til húsgögn, færist þjóðin æ nær endalokunum. 

Eru vinsamleg tilmæli, bent skal á, huga skal að, og nefnd hefur verið skipuð!, ásættanlegar niðurstöður fyrir þjóð í þeirri stöðu sem við erum í?

Er ásættanlegt að einblínt sé svo á Seðlabankastjóra að við hin verðum gjaldþrota á því?

Er hægt að segja við þessar kringumstæður að nauðsyn brjóti lög og vaða inn í málin og klára þau og taka afleiðingunum síðar?  Það finnst mér!  Algjörlega út í hött að stjórnvöld láti smáatriði eins og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, setja þjóðfélagið á annan endann í þeirri stöðu sem við erum í.  Allt er leyfilegt þegar halda þarf lífi og þar erum við einfaldlega stödd núna!, íslenska þjóðin.

 Að líf heillar þjóðar fjari út vegna dugleysis fólks sem vildi þó fyrir alla muni komast í þá stöðu sem það er í er ömurlegt á að horfa.

Slæmt var ástandið fyrir, en sýnu verra núna, og engin ástæða til neinnar bjartsýni sérstaklega í nánustu framtíð.

Föndrið í kringum þessa stjórn er að fara með okkur aftur í forneskju.  Frumvörp um að ríkið yfirtaki og eignist stærstu fyrirtækin minnti mig á Sementsverksmiðjur Ríkisins, Þormóð Ramma, Bæjarútgerðir, Silfurlax og allt laxeldisprógrammið, Framkvæmdastofnun Ríkisins, afsakið ég ældi á lyklaborðið!

 


mbl.is Vill að Eiríkur hætti strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orrustan er töpuð.

Tíminn er búinn sem við höfðum til þess að reyna að verjast allsherjar hruni í landinu.  Næstu daga og vikur munu hvert fyrirtækið á fætur öðru falla í valinn og við munum ekki geta rönd við reist. 

Í kjölfarið munum við þurfa að hefja uppbyggingu landsins frá grunni eins og um landnemabyggð væri að ræða.  Með nýjum gjaldmiðli, öðrum áherslum og gjörbreyttu umhverfi.  Sjálfsþurftarbúskapur, vöruskipti og svona það sem við höfum séð í heimildarmyndum frá austur Evrópu hingað til verður okkar hlutskipti.  Fólksflótti verður umfangsmikill og má búast við að allt að 30 þúsund manns yfirgefi Ísland á næstu 12-18 mánuðum. 

Eftir svona tvö til þrjú ár fer að rofa til í heiminum og þar með hjá okkur og þá fyrst hefst sú uppbygging sem nú er mest rætt um, stóriðja á Bakka og í Helguvík.  Eftir svona fimm ár verðum við komin á svipaðan stað vonandi og við vorum á 2002 er við vorum að rétta úr kútnum á ný síðast.

Vissuð þið að Davíðssálmar eru til í öllum kirkjum landsins?


Fróðlegt að fylgjast með þessu!

Ef einhver einasta ríkistjórn leggur stein í götu eins einasta dollars sem hægt verður að ná inn í landið eru það landráð.

Landið rambar á barmi gjaldþrots og ekkert skeður.  Stofnaðar nokkrar nefndir og ráð, gamlar hugmyndir eða nýjar -skiptir ekki máli.  

Við erum að kveðja Ísland eins og við höfum þekkt það.  Hvað tekur við veit enginn.

Guð hjálpi íslendingum!  Ekki erum við að því sjálfir!  Ekki einu sinni að rétta honum hjálparhönd!


mbl.is Tekist verður á um Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bla, bla, bla.

Sumir hafa komist í kringum jörðina á áttatíu dögum.  Þessi ríkisstjórn kemst ekki lengra en að fylgjast með því hvenær Davíð mætir í vinnu eða ekki.

Á meðan blæðir þjóðinni út en það er allt í lagi virðist vera svo framarlega sem skötuhjúin hafa Davíð til að kljást við.

Ég hef enga trú á því að Framsóknarflokkurinnn ætli að horfa upp á það að flokksgæðiingarnir verði gjaldþrota hver af öðrum á meðan!  Líklega verður þessi stjórn farin frá í næstu viku!

Hvað þá tekur við veit enginn, en víst er að fíflið á Bessastöðum mun reyna að troða sjálfum sér þar í sviðsljósið með einum eða öðrum hætti.

Ísland er að líða undir lok.


mbl.is Trúnaðarbrestur óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst allir misskilja hann alltaf!

Af hverju þegir maðurinn þá ekki bara.  Er ekki laust í skíðaferð í Aspen fyrir greyið?  Finnst að íslenska þjóðin ætti að bjóða honum uppihald fram á vor! Senda hann svo landleiðina til baka, og láta hann bíða eftir næsta skipi til Íslands fram á haust!

 


mbl.is Viðtalið tekið úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fly him to the moon!

One would think that Actavis or Bulkanpharma could have supplied him with some pills to tune down his own personal EGO when he travelled around the world in their jets.

Mental hospital seems to be the right residence for him.

 


mbl.is Þjóðverjar fái engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymduð sólsetrinu!

Gleymdist alveg að segja frá því að sólsetur á suðurnesjum var kl. 19.38 í kvöld og búist er við að sólin komi aftur upp í fyrramáliðCool
mbl.is Grunaður um akstur undir áhrifum lyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skapa frið........

Hvað með að skapa störf?  Það geta allir skapað frið!  Bara svo fáir sem geta haldið hann ;-D

Á hverju ætlar þú að bera ábyrgð?

Hvernig væri nú að kalla saman Bankaráð Seðlabanka Íslands og láta segja bankastjórninni upp!

Þú getur borið ábyrgð á því! -ef þú bara vilt!

En mér sýnist nú helst að ekkert megi gera sem hefur ábyrgð í för með sér eða afleiðingar í kjölfarið.

Jóhanna Sigurðardóttir stefnir landinu lóðrétt niður á við, eins og það hafi nú ekki verið á nógu mikilli ferð fyrir.

Helvítis kjaftasnakk í þessum froðufylltu forkólfum!


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKERT!

Ekkert er gert til að aðstoða fólk í vanda

Ekkert er gert til að koma fyrirtækjum til hjálpar

Ekkert er gert til að við getum hafið uppbyggingu á ný

Ekkert er að verða einkunnarorð stjórnvalda.

Í staðinn fyrir að berja endalaust höfðinu við steininn og bíða eftir að Seðlabankinn ungi út bankastjórum, væri nær fyrir ríkisstjórnina að hefja hér uppbyggingu frá nýjum grunni.

Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að byggja upp þjóðfélagið.  Til þess að það sé hægt verður að byrja alveg frá grunni.

 Stjórnvöld þurfa að setja upp lánastofnun sem tryggði fyrirtækjum aðgang að lánsfé í gegnum nýju bankana þannig að um einskonar tilvísun væri að ræða sem bankarnir síðar yfirtækju eftir að búið væri að leggja þeim til fjármagn og gæti þetta verið hluti af því.

Þetta þarf að gera í vikunni og er afskaplega einfalt mál.  Ef banki er tilbúinn að lána fyrirtæki er það sent með tilvísun til segjum bara Fjárfestingabanka Atvinnulífsins sem greiðir út lánið í stað bankans -fyrst um sinn.  Þetta gæti þess vegna heyrt undir Byggðastofnun til að byrja með svo hægt sé að byrja strax! 

Keyra í gang allar framkvæmdir sem stöðvaðar hafa verið af hálfu hins opinbera, eins og bara til dæmis tónlistarhúsið.  

Hraða öllu sem hægt er að koma í gang og þarfnast ekki mikils undirbúnings og innflutnings.

Nýta öll þau tæki og vélar sem enn eru eftir í landinu, sorglega mikið af þeim farið nú þegar.

 Allt sem hægt er að gera til að koma atvinnulífinu í gang verður að hafa algeran forgang.  

Ef þetta verður ekki gert á næstu tveimur vikum af fullu afli, er víst að vonlítið verður fyrir okkur að það takist.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband