Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Hvað með sakargiftir?
Væri nú ekki nær að dómsmálaráðherra fangelsaði þetta lið fyrir það sem það braut sannarlega af sér?
Þar á ég við fikt við gengi hlutabréfa sem öllum ættu að vera orðin kunn! Þessir kjúklingar myndu svo væla sig út úr fangaklefanum með því að benda hver á annan og pakkinn væri klár!
Eignir auðmanna verði kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Kreppulok?
Dagskrárlok, stjórnarlok, eða kannski bara pottlok á almúgann? Hverju verður þá um að kenna þegar nokkur þúsund manns fá ekki útborgað um mánaðarmótin? Hverjum verður um kennt þegar verktakafyrirtækin stóru og fasteignafyrirtækin fara í þrot?
Væntanlega stjórnvöldum þá eða hvað? Eða ætli það verði umheiminum að kenna, rússum bandaríkjamönnum og helvítis Evrópusambandinu:-Z
Seðlabankafrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Miklir gáfumenn, þingmenn!
Mynda sér skoðun á heilli skýrslu á hálftíma! Heimur batnandi fer segi það nú bara.
Ætli þessi mikli lestrarhraði skili sér til okkar þjóðarinnar í auknum mæli kannski?
Fundur boðaður í viðskiptanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Þegar þeir hefja veiðar?
Þegar bretar hefja svo veiðar hér við land í skjóli neyðar sinnar, þá að sjálfsögðu afsölum við okkur fiskimiðunum.
Þegar þeir losa hingað óæskilegt fólk eins og til Ástralíu forðum daga, þá að sjálfsögðu rýmum við húsin okkar fyrir þeim.
Og þegar þeir vilja að við flytjum til Jan Mayen í gamla draugabæinn, þá að sjálfsögðu gerum við það.
TIL HAMINGJU VINSTRI GRÆNIR -alveg sérstaklega:-D
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Þetta vita íslenskir snillingar allt!
Og þola ekkert að láta einhvern framsóknarbjána setja "háleit áform" um íslenska seðlabankann á hliðina. Það verður fróðlegt að lesa þessa skýrslu, og athyglisvert að sjá hvort eitthvað í henni reynist henta okkur eða hvort ástæða er til að við aðlögum okkar aðstæðum einhverja hluta hennar.
Ef það reynist svo, er Höskuldur búinn að vinna fyrir kaupinu sínu þetta kjörtímabilið.
Margir aðrir hinsvegar sokknir dýpra í sæng Davíðs og þeir "heiðarlegu" með andlitið í fiðrinu!
ESB-skýrslan birt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Skora á dómsmálaráðherra
Ég skora á dómsmálaráðherra að nota nú tækifærið eins og Vilmundur Gylfason forðum daga í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins þegar hann opnaði á bjórinn.
Flyttu Landhelgisgæsluna til Keflavíkur í heild sinni, og komdu því í verk áður en þú lætur af embætti.
Þar með ert þú komin á spjöld sögunnar, og þessir stjórnmálavitringar sem eru þarna með þér láta það ganga yfir sig núna vegna kosninganna framundan. Færðu líka Lögregluskólann þangað og fleygðu upp eins og einu fangelsi þarna í leiðinni. Leyfðu þeim hinum svo að hafa höfuðverkinn af því að fjármagna dæmið. Þau geta alltaf lagt niður Varnarmálastofnun og átt afgang til að eyða í vitleysu.
Uppsagnir hjá gæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Bindisskylda
Ef hún hefði verið við lýði hefðum við verið laus við Jón Ásgeir og Pálma að minnsta kosti. Áætlaður sparnaður=1000-1200milljarðar.
Þetta er hreint raus um eitthvað sem engu máli skiptir í dag!
Við lifum ekki daginn, vikuna, mánuðinn, eða árið, á sögum fortíðarinnar, heldur verkum nútíðarinnar, til að eiga hér einhverja framtíð.
Hvenær ætlar fólki að skiljast að við erum í dauðsmannsgröf hér.
Við höfum ekki tíma fyrir umræðustjórnmál af neinu tagi okkur vantar aðgerðir tafarlausar aðgerðir.
Ég hef undanfarnar vikur og mánuði bent á margar leiðir til úrbóta. Þær allar hver um sig settu okkur í betri stöðu strax.
Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Til ríkisstjórnarinnar!
1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn Davíð og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.
2. Fórum að trúa að AGS gæti gert okkur heilbrigð að nýju.
3. Tókum þá ákvörðun að gera ekki neitt fyrr en Davíð væri farinn.
Þráhyggja ykkar er að sliga þjóðina, en það er ykkur svo sem alveg sama um! Bara ef Davíð fer!
Þetta er kallaður alkóhólismi þegar önnur efni en Davíð eiga í hlut.
Furðar sig á vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Fiskur kostar peninga!
Sem þessir aðilar eiga nú ekki til mikið lengur. Eins gott fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að selja þessum aðilum gegn staðgreiðslu, annars sjá þau aldrei krónu fyrir afurðir sínar.
Ef Steingrímur fer að taka mark á Hagkaup þeirra breta, verð ég nú að segja að þá er Bleik brugðið!
Breskar verslunarkeðjur mótmæla hvalveiðum Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Afrekalisti Ögmundar "skakka"
Get fullyrt það og hef séð í mynd að Ögmundur hefur verið þrælskakkur í heilbrigðisráðuneytinu.
Hvort afrekalisti hans sem hér fer á eftir ber þess merki veit ég hinsvegar ekki!
1. Hætta við niðurskurð.
2. Leita að vitleysum hjá fyrrverandi ráðherra.
3. Láta þjóðina éta það sem úti frýs á meðan.
4. Er að finna "einhverjar" leiðir.
Vonandi ratar hann heim úr stólnum.
Annað eins andskotans bull og hann er að bera á fyrrverandi ráðherra og það á tímum sem þessum er bara fáránlegt í besta falli. Sárgrætilegt fyrir fólk sem er að missa lífið út úr höndum sér á hverjum degi. Þessi ríkisstjórn er bara að fylgja okkur síðustu metrana í gröfina -engin spurning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar