Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Fólk er fífl!

Sagt er að dropinn holi steininn og það getur vel verið rétt. 

Hinsvegar er enginn steinn þegar búið er að taka hann!

Perlumöl gerir einfaldlega ekki sama gagn!

Að láta sér detta þetta í hug er eiginlega verra en hefði hann látið þetta ógert, því með þessu er hann að núa okkur hinum upp úr vitleysunni einn ganginn enn og heldur að hann geti keypt sér e-n frið!

Þetta útspil er hinsvegar framkvæmd út af fyrir sig, og það er framkvæmdaleysið og skorturinn á ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum sem er að bera okkur síðasta spölinn í gjaldþrot. 

Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að vera búin að hreinsa út úr bönkunum, Fjármálaeftirlitinu, og Seðlabankanum.   

Láta vaða á bretana með því að senda sendiherrann heim, þar sem við gætum ekki ábyrgst öryggi hans og svona mætti lengi telja. 

Þegar svo fólk skýtur hvort annað út í heimi er rokið upp til handa og fóta og allt mögulegt fordæmt og krafist réttlætis!

Á meðan deyjum við, ekki drottni okkar, heldur Mammoni -hér heima.


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

æji þreyttur

Gubba gulu við að lesa þetta, frá e-u neti sem enginn veit hver er, og hvað er mbl að týna þetta upp líka?
mbl.is Græna netið með efasemdir um Helguvíkursamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuck U mr. minister!

Á nú að skera niður úr snörunni þetta hjálparvana lið einu sinni enn!  Bað einhver þessa aðila að veðja á gengisvísitölur?  Voru þeir píndir í þetta eitthvað?  Enginn hefur boðið mér að flytja erlend lán mín í íslenskar krónur á gengisvísitölunni 150 til dæmis!

Í hvaða mynt eru þessi fyrirtæki að selja? Krónum?  Nei erlendri mynt!  Sem þá undir eðlilegum kringumstæðum myndi gera það að verkum að það skipti litlu hvernig gengi krónunnar væri!  Það eru þessar aukaæfingar sem margir innan sjávarútvegsins ruku í þegar gengisvísitalan fór í 135-140 til að hagnast meira en eðlilegt gat talist að eðlilegu sem eru að sliga þá núna.  Hefur akkúrat ekkert með rekstrarforsendur greinarinnar að gera.

Eigum við einu sinni enn að taka á okkur skuldir sjávarútvegsins?  Svo eftir árið þegar erlend eignaraðild verður heimiluð, selja þessir sömu aðilar hlut í nýútskúruðum fyrirtækjum, og hringekjan hefst á ný!


mbl.is Skuldastaðan mun batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alls staðar er marðar getið!

Lygamörður og ekkert annað þessi úlpa öll. Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að hrun Íslands er til komið vegna sýndarveruleika plats, og skrums.  EF framvísa hefði þurft skilríkjum, hlutabréfum og skuldabréfum, raunviðskipti átt sér stað, værum við ekki í þessum vanda.  Enginn getað selt það sem hann átti ekki, eða keypt ekkert fyrir mikið.

Í stað þess eru nú sömu aðilar og vilja allt úr plati, plasti, og gerfiefnum að mótmæla gerfi, plat, og sýndarveruleika fjármálaheimsins.

Ef þetta heitir ekki að pissa í skóinn sinn -þá hvað?


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skrýtið!

Það vekur enga sérstaka undrun mína að verkalýðsforinginn skuli ekki finna borðið sem við suðurnesjamenn höfum setið við undanfarna áratugi, svo hann geti setið við það líka.  Sannleikurinn  er nefnilega sá að landsbyggðin hefur verið á öllum borðum og suðurnesin staðið undir húsgafli hersins.  Svo þurfa þessir foringjar alltaf borð!, hvað er það?  Geta þeir ekki staðið eins og aðrir og helst í fæturna?  Nú ætla ég að vona að kaupstaðarferðir sveitahöfðingja fari ekki að taka sig upp á nýjan leik 2009.  Tréhestar verkalýðsins hafa öðrum fremur staðið í vegi fyrir nýsköpun í atvinnulífi á landsbyggðinni með alls kyns hindrunum á vinnufyrirkomulagi og miklum ósveigjanleika sem gert hefur það að verkum að fyrirtæki hafa frekar sett sig niður í fjölmenni, þar sem auðveldara hefur verið um vik að manna þau.

En að ætla að byrja á ný að blanda okkur suðurnesjamönnum í þessa atvinnuumræðu lýsir Aðalsteini nóg fyrir mig.  Kannski, kannski ætti hann að finna sér nýjan vettvang og hleypa fersku fólki að.


mbl.is Ósáttur við forgangsröðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband