Ekki skrýtið!

Það vekur enga sérstaka undrun mína að verkalýðsforinginn skuli ekki finna borðið sem við suðurnesjamenn höfum setið við undanfarna áratugi, svo hann geti setið við það líka.  Sannleikurinn  er nefnilega sá að landsbyggðin hefur verið á öllum borðum og suðurnesin staðið undir húsgafli hersins.  Svo þurfa þessir foringjar alltaf borð!, hvað er það?  Geta þeir ekki staðið eins og aðrir og helst í fæturna?  Nú ætla ég að vona að kaupstaðarferðir sveitahöfðingja fari ekki að taka sig upp á nýjan leik 2009.  Tréhestar verkalýðsins hafa öðrum fremur staðið í vegi fyrir nýsköpun í atvinnulífi á landsbyggðinni með alls kyns hindrunum á vinnufyrirkomulagi og miklum ósveigjanleika sem gert hefur það að verkum að fyrirtæki hafa frekar sett sig niður í fjölmenni, þar sem auðveldara hefur verið um vik að manna þau.

En að ætla að byrja á ný að blanda okkur suðurnesjamönnum í þessa atvinnuumræðu lýsir Aðalsteini nóg fyrir mig.  Kannski, kannski ætti hann að finna sér nýjan vettvang og hleypa fersku fólki að.


mbl.is Ósáttur við forgangsröðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband