Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Ekki sviptur lögmannsréttindum?
Gaf upp nafn tvíburabróður síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Linkind stjórnvalda gagnvart lögmönnum!
Því í ósköpunum voru þau lög sem tóku gildi um áramót og eiga að hindra óeðlilega gjaldtöku lögmanna ekki höfð afturvirk þannig að um leið og frumvarp þess efnis var lagt fram var þýðingarlaust fyrir lögfræðistofur að þefa uppi gamla afdankaða smáreikninga og fleygja þeim í innheimtu?
Þess utan er kannski ekki skrýtið að fólk láti ekki sjá sig, í mörgum tilfellum er það að fá reikninga frá einhverjum sem það veit ekkert hver er og telur sig aldrei hafa skuldað!
Lítið dæmi: Fyrirtæki mitt fór að fá einhverja 1.600kr. reikninga í ágúst og sept frá einhverju sem heitir IP fjarskipti, ekki hafði ég hugmynd um hvað það var. Í byrjun desember fæ ég svo hvert innheimtubréfið á fætur öðru og þessar krónur komnar í 13-16 þúsund!-hver reikningur!!! Fór ég nú að kanna málið, innheimtufyrirtækið vissi ekki neitt svo ég hringi í IP fjarskipti og viti menn! Jú þetta er HIVE sem sameinaðist SKO og varð svo TAL! Eftir nokkurt þref fékk ég að greiða grunnupphæðirnar með dráttarvöxtum en ekki er því til að dreifa í flestum tilfellum. Að vísu á enn eftir að opna númerið ;-D en það hafði bara ekki verið í notkun.
SIRKUS GEIRA OG SOLLU!
Allt sem ríkisstjórnin hefur getað gert síðan hrunið hófst, hefur að meira eða minna leyti farið forgörðum vegna hagsmunaárekstra í einni eða annarri mynd.
Á Alþingi sitja hvað 40+ lögfræðingar!!! Sem sennilegast vantar vinnu með haustinu, og eru nú ekki mikið að rugga þeim báti neitt.
Hátt í 400 handtökuskipanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Til lögfræðideildar Kaupþings;
Vinsamlega leggið inn minn hluta skuldar minnar við ykkur inn á reikning minn.
Mér reiknast til að þetta séu um 500.000.- sem kæmi sér vel í dag bara til dæmis.
Vænti ég þess að það sem út af stendur verði sent í Karabíska hafið. Sjálfsagt er að aðstoða ykkur við það ef illa stendur á flugi, á sko alveg eftir að kanna það haf allt.
Með fyrirfram þökk.
Vel gert við Al-Thani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. janúar 2009
Nýja Ísland -allar druslur á flot?
Konur í meirihluta Umferðarráðs en Karl formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Hvað kostar myndlykill?
Nýtt gjald fyrir aukamyndlykla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Astratertugubb!
Man nú ekkert hvað það var enda skiptir það engu máli frekar en þessi frétt um konukind sem fékk ekki vinnu og hefur engar áhyggjur af öðru í þjóðfélaginu en ímyndaða afskiptasemi ráðherra sem hún þó veit ekki örugglega hver er og hún talaði ekki við sjálf heldur fékk boð um að passa hvað hún segði á fundi sem hún hafði ekkert að segja á!
Þetta skýrir vonandi málið!!!
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Frekar gjaldþrota en ráðþrota!
Fullt af fólki sem þarf að horfast í augu við það að framtíðin er ekki lengur það sem hún virtist fyrir ekki svo löngu síðan. Mikilvægt að flýta sér hægt og frysta og fresta meðan hægt er og einhver botn er að fást í málin.
Hitt er svo annað að það eru til mikið verri hlutir en að verða gjaldþrota. Fólk heldur sjálfsaflafé sínu og ekki er hægt að gera kröfur í laun þess. Innbú fólks má ekki hreyfa nema milljóna málverk kannski, en það besta við gjaldþrot er að losna undan óttanum við það!
Ömurlegasta sem ég hef séð er fólk sem búið er í fjölda ára að borga inn á dráttarvexti og lögfræðikostnað, gjörsamlega búið á líkama og sál, og fjölskyldan búin að lifa í eymd og volæði kannski alla sína tíð.
Til hvers? jú til að verða ekki þetta hræðilega "gjaldþrota"
Ég hef tvisvar orðið gjaldþrota, það er vont en versnar ekkert.
Ekkert í líkingu við það að verða ráðþrota. Það hef ég líka orðið nokkrum sinnum og er ólýsanlega mikið verri staða að vera í.
Ekki borga skuldir bankahrunsins segir bæjarstjórinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Aumur Moggi!
Hiti á fundi framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Dreifa kröftunum!
Hugmyndir hafa verið uppi, um hefur verið rætt....
Nú spyr ég: Á hvaða lyfjum eru fréttamenn, eða hvaðan fá þeir þessar ótrúlegu spurningar sem þeir leggja fyrir forráðamenn þjóðarinnar?
Skýringar á virkjunarmöguleikum í Þjórsá eru í besta falli broslegar svo ekki sé meira sagt.
Þetta er svipað og að segja að tíukrónupeningur frá 2002 verði ekki nýttur í atvinnuleysisbætur!
Raforka verður nefnilega ekki lituð með sama hætti og olía.
Ekki virkjað til álbræðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Gjaldeyristekjur aukast
Veiðimannastraumurinn til landsins ætti að aukast eftir að losnar um 2-3 vikur á besta tíma í flestum bestu ám landsins.
Ef einhverjir láta sig dreyma um aukið framboð á veiðileyfum á kostakjörum er það sennilega "vondur" draumur.
Verð veiðileyfa hefur lækkað um allt að helming í erl. mynt milli ára og ástæða til að ætla að erlendir veiðimenn nýti sér það.
Kaupa engin veiðileyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar