Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Opna -loka, kveikja -slökkva.

Nú á að loka skurðstofunni einn ganginn enn.  Kommentaði á það fyrir nokkrum mánuðum þegar hún var opnuð, hvenær hún yrði tekin í notkun!  Það á ekki af þessari byggingu að ganga en byggingarsagan hófst minnir mig 1976.  Það er búið að opna svo margt þarna að enginn hefur tölur yfir það, nánast öllu verið lokað í sparnaðarskyni áður en tekist hefur að hefja starfsemi.  Það fólk sem af framsýni stuðlaði að byggingu þessa húss sem upphaflega átti að vera öldrunardeild, er nú flest hrokkið upp af.  Legg til að stjórn HSS finni sér annan stað til skemmtanahalds og hætti að halda þær undir því yfirskini að verið sé að opna eitthvað.  
mbl.is Uppsagnir og lokun deilda á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðum aldrei aftur söm!

Íslendingar, stoltir af vegabréfinu sínu, öryggið uppmálað erlendis, er líka fyrir bí.  Bretar sáu til þess.

Í kjölfar þessara hremminga sem gengið hafa yfir þjóðina, þegar mesta storminn lægir, eigum við að stefna Gordon Brown fh. Bretlands fyrir öllum dómstólum sem fyrirfinnast, og heimta áður óheyrðar stríðsskaðabætur!  Að leyfa sér að beita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gegn okkur líka með Evrópusambandið og norðurlöndin innanborðs er nánast með ólíkindum.  Ég veit ekkert hversu illa mér líst á þetta lán, en eitt er alveg víst!  Við munum aldrei hafa þá lengur hér en svo að við náum að plokka af þeim peningana.  Þá hendum við fulltrúum þeirra út í fallhlíf yfir Bretlandi.  Þetta er nefnilega stórhættulegt lið sem hefur sviðið alla jörð sem þeir hafa komið nálægt.  Fullvissu fyrir því og öllu baktjaldamakkinu sem viðgengst höfum við fengið með hegðun þeirra gegn okkur í þessu ferli.

Þá þarf að setja í lög að bannað sé að framselja orkulindir okkar hverju nafni sem þær nefnast, framtíðartekjur af þeim, og kaupa til baka allt það hlutafé sem selt hefur verið í orkufyrirtækjum.

Einungis þannig getum við íslendingar verið fullvissir um að búandi verði á landinu næstu áratugina.  Ég treysti stjórnmálamönnum, fréttamönnum, og opinberum aðilum ekki fyrir næsta horn í þessum efnum.  Þeir vaða alltaf á auðveldasta kostinn og þann ódýrasta sbr. Davíð Oddsson.  Nú verður að lögfesta lifnaðarhætti jafnömurlegt og það er.

Það sem við eigum eftir íslendingar er hugarfarið.  Við höfum í mörg hundruð ár beðið þess að veður lægi og haldið svo af stað á ný.  Þannig verður það líka núna.  Við munum komast útúr þessu lifandi, en kannski svolítið löskuð.

Hefjum jólin snemma, haldið friðinn, þetta líður líka hjá. 


D dagurinn runninn upp!

Finnst að það ætti að gera 19. nóvember að degi Davíðs.  Ég veit ekki hvernig þjóðin færi að ef hún hefði ekki þetta sameiningartákn Davíð. 

Þegar Davíð þegir er allt brjálað. 

Þegar Davíð talar er allt brjálað.

Þegar Davíð sést er allt brjálað. 

Þegar Davíð hverfur er allt brjálað.

Poppstjörnur hvað!

Legg til að gerð verði stytta af honum sem verði sett á topp Perlunnar 19. nóvember ár hvert og látin standa þar til 6. janúar að við fáum vitringa í staðinn.

 


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurlaun!

Tvær milljónir tvöhundruð og þrjátíu þúsund á mánuði takk fyrir!  Og þurfa ekki að hafa áhyggjur af nokkru nema rassgatinu á sjálfum sér!
mbl.is Aflaði fyrir 223 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herða eftirlit með engu!

Ingibjörg og Geir!

Látið nú fréttamenn heyra það eins og Björn Bjarnason gerði á stöð 2 í kvöld.  Alveg lágmark að menn viti hvað þeir eru að tala um.  Eins er um ykkar eigin flokka.  Þið verðið að taka þennan slag.

Hvað eru fréttamenn með í laun?  Gott betur en þingmenn sýnist mér, samt af svipuðum gæðaflokki, -flestir óhæfir til annars en fuglaskoðunar.


mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið þessu rugli fréttamenn!

Djöfull er maður orðinn leiður á þessu launarugli ráðamanna.  Hvenær ætlar mönnum að skiljast að enginn sækist eftir að komast í þessi störf fyrr en þau eru sómasamlega borguð.  Meðan það er ekki fáum við svona snillinga eins og við sitjum uppi með, all-flesta til einskis nýta og til trafala fyrir þjóðina.  Uppalda innan flokkanna og hafa aldrei látið sig dreyma um annað en þingmennsku og ráðherradóm.  Svo þegar á bjátar hafa þeir ekkert til málanna að leggja!  Hvar eru til dæmis umhverfisdýrlingarnir núna?  

Play it again Sam! Play it again!

Hvað svo sem um Davíð Oddson má segja er þessi frétt "must read" fyrir alla.
mbl.is Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiru -Kvikindin!

Þessir svíar.  Nú eru þeir að hefna sín á okkur vegna handboltans.  Tíma ekki að henda milljörðum út um gluggann, vilja vita hvaða glugga!  Hvílík frekja og hroki bara.
mbl.is Íslensk stjórnvöld reið út í Svía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleikhúsið -ég tek þátt í því.

Varð fyrr í dag fyrir veraldlegri reynslu.  Allt í einu datt það í mig, hvað ertu að gera eiginlega?  Hef verið að skipuleggja mig allt að ári fram í tímann, og tala eins og ekkert hafi í skorist, og ég viti nákvæmlega hvernig heimurinn kemur til með að líta út. 

Hvað er hægt að fara fram á að fólk haldi út lengi undir þessum kringumstæðum? 

Geri mér fulla grein fyrir að margir þurfa að vinna fram í tímann, í tíma sem þeir vita ekki hvort nokkurn tíma kemur! 

Vonandi er öll þessi vinna ekki til einskis, og okkur takist að skapa lífvænlegar vinnuaðstæður sem fyrst.


Djöfullinn sjálfur!

Þó Davíð yrði kennt um allt sem aflaga hefur farið, kemst það ekki í hálfkvisti við það sem þessir andskotans apakettir og ungabörn sem hér hafa ráðið ríkjum á fjármálamarkaði hafa gert þjóð sinni.  fyrst moka þeir peningum í gegnum landið út á lánstraust okkar hinna, þurrausa svo alla sjóði landsins og svo ráðast þeir gegn sjálfum sér og bönkunum sem þeir eiga, og þjóðinni í heild.

Tjarga þetta lið allt saman og henda því úr landi vegabréfslausu.  Má geyma þá í Njarðvíkunum með hinum hælisleitendunum, þó það sé nú eiginlega of gott fyrir þá.  Að vera svo í drottningarviðtölum í fjölmiðlum er svo til að kóróna vitleysuna og sýnir svo ekki verður um villst hve blaðamenn eru VEIKIR.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband