Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ég skal koma ykkur í þvott!

Hræddur er ég þó um að það verði að setja ykkur á suðu.  Jafnvel leggja ykkur í klór.  Jón Ásgeir mun svo örugglega fara með blettahreinsinn (Fréttablaðið) á restina!
mbl.is Yfirlýsing frá stjórn gamla Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjótist þið ekki bara inn?

Hjá þeim eins og hjá Lögreglunni Álfheiður?  Annars er þetta svipað og að reyna að frysta ís sem er búið að borða, helvíti erfitt.  Svipta þá vegabréfinu og setja þá í farbann!  Það kemur við þá alla!
mbl.is Vilja kyrrsetja eignir bankastjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tími fyrir Davíð að sigra.

Nú er ljóst að til þess að einhver friður geti orðið um aðgerðir í kjölfar hrunsins hér á landi verða allir þeir að víkja sem umdeilanlegir eru.  Skiptir þá engu hvort þeir eru sekir eða saklausir.  Nú er heldur enginn tími fyrir stolt eða eftirmæli.  Það eru ekki til falleg lík!

Davíð Oddson verður að segja upp starfi sínu, annars verður að reka hann.  Sama á við um aðra seðlabankastjóra.

Stjórn Seðlabankans verður að segja af sér.

Stjórn Fjármálaeftirlitsins verður að segja af sér.

Það verður að víkja öllum núverandi stjórnendum bankanna sem voru þar áður.

Það þarf að tryggja að bankarnir gæti jafnræðis gagnvart viðskiptavinum sínum og ekki sé verið að afskrifa hundruði milljóna af fáum, en hengja svo restina.

Tryggja hámarksafrakstur af sölu eigna gömlu bankanna.

Heimila gjaldfellingu lána og yfirtöku bankanna á sjávarútvegsfyrirtækjum ef þau skila ekki gjaldeyristekjum heim.

Við erum að fara inn í enn dýpri dal en við erum í núna.  Það minnsta sem stjórnmálamenn geta gert er að hreinsa svo út úr þessum fjármálageira að almenningur geti að minnsta kosti lifað við þá sem þar eru.

Síðar kemur tími til að smúla út af alþingi.  Við höfum hreinlega ekki tíma í það núna en með hækkandi sól finnst mér að sjálfsagt sé að efna til kosninga.


Orða vant!

Sjaldan hefur það komið fyrir mig í seinni tíð að ég geti ekki sagt það sem mér býr í brjósti.  Sá tími er þó runninn upp varðandi þessa gæðinga sem eru búnir að setja okkur á hausinn.

Ég vil þó beina til þeirra eindregnum tilmælum að fara úr landi og koma aldrei aftur.  Gera okkur hinum þann greiða að vera ekki að láta taka við sig viðtöl í innlendum blöðum, og hypja sig úr landi hið snarasta.

Ég vil líka benda þeim á að þegar hlutirnir versna enn frekar eru fjölskyldur þeirra ekki heldur óhultar, og þó ekki væri nema þeirra vegna að drífa sig.  

Ekki reyna að ergja okkur meira, við erum að verða búin að fá okkur fullsödd, og þá er fjandinn laus og saklaust fólk gæti auðveldlega endað í fangelsi fyrir eitthvað sem það gerir í örvæntingu, reiði, eða í hefndarskyni fyrir tapað hús, bíl eða fjölskyldu.

KOMIÐ YKKUR Í BURTU!

KOMIÐ EKKI AFTUR!


Alþjóðleg fjármálamiðstöð?

Skyldi þó aldrei vera að þarna leyndust tækifæri fyrir okkur að verða einskonar skúringafyrirtæki fyrir alþjoðagjaldeyrissjóðinn? 

Þess þá heldur að drífa af hreingerningarnar í bönkunum.  Það er nú að koma í ljós sem virtur kvensjúkdómalæknir sagði um daginn á fundi þar sem ég var staddur, að það ætti að skipta þeim sem var sagt upp í bönkunum inná fyrir þá sem urðu eftir.  Eftir að hafa lesið MBL í dag er ég honum algerlega sammála.  Allir stjórnendur bankanna eru þar enn!  Alveg ótrúlegt að enginn stjórnmálafræðingur eða hagfræðingur skuli hafa séð þetta, eða aðrir þeir kverúlantar sem hafa verið að láta ljós sitt skína.  Nema þá kannski ástæðan sé sú að þeir séu með rautt útidyraljós og séu að bíða eftir boði um eitthvaðDevil  Agnesi Bragadóttur vantar greinilega ekki neittHalo 


mbl.is Botni kreppunnar ekki náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalda launin fyrir kosningar!

Þá fáum við samkeppni um sætin.  Þetta er vísasta leiðin til að viðhalda slóðunum á þingi!
mbl.is Eins og blaut tuska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DAVÍÐ!

 

 Geir þú verður nú að fara að gera eitthvað í þessu.  Nú er maðurinn að rústa Bretlandi!


mbl.is Bretland sömu leið og Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær voru þessar skurðstofur teknar í notkun?

Álit almennings á þingmönnum fer nú að falla hraðar en krónan.  Þegar svo "heimaþingmenn" hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi heima hjá sér, hvernig í ósköpunum eigum við þá að treysta þeim yfir þröskuldinn.
mbl.is Róbert Wessmann í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjóttu nögl eða eitthvað!

Svo við þurfum ekki að horfa upp á bullið eða hlusta á eymdarvælið, Kolbrún Halldórsdóttir.
mbl.is Sérsveit hærra launuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband