Ofurlaun!

Tvær milljónir tvöhundruð og þrjátíu þúsund á mánuði takk fyrir!  Og þurfa ekki að hafa áhyggjur af nokkru nema rassgatinu á sjálfum sér!
mbl.is Aflaði fyrir 223 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna kemur gjaldeyrir sem okkur svo bráðvantar...löngu orðið tímabært að laun sjómanna hækki...gleðifrétt segi ég..gleðifrétt

Jói (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Gat nú verið að einhver bjáninn sem veit ekkert hvað hann er að tala um rugli steypu, svo sem ekkert nýtt ... 3318kr á tímann eru síðast þegar ég vissi ekki ofurlaun. Prufaðu svo að fara í smuguna í 70 daga og fá ekkert nema tryggingu, fífl.

Sævar Einarsson, 19.11.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Björn Finnbogason

3318kr, á tímann -fyrir að sofa líka!, hmmm.  Getur þá einhver sagt mér af hverju skipstjóri er með 9954kr á tímann?  Er hann á við þrjá háseta?  3318kr á tímann eru 574.677kr á mánuði fyrir dagvinnu.  Það er meira en við bjóðum þingmönnum upp á.  Kannski þess vegna sem við sitjum í súpunni núna, það vill enginn almennilegur maður á þing.  70 dagar í smugunni og koma svo köttaður og brúnn til baka er ekki alltaf slæmur kostur.

Björn Finnbogason, 20.11.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Erna

Er öfundsýkin alveg að fara með þig núna. Heldur þú virkilega að þessir menn séu ekki að vinna fyrir kaupinu sínu. Drullaðu þér út á sjó og bloggaðu svo um sældarlífið um borð.

Erna, 20.11.2008 kl. 00:37

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Mér skilst að það sé áður óþekkt framboð af sjómönnum núna.  Öfunda þá akkúrat ekki neitt.  Finnst það samt skrýtið að við gleðjumst yfir góðum launum sjómanna en svo má ekki bjóða þingmönnum almennileg laun.  Það er því ekki von að þjóðin sitji uppi með haug af 1/2 vitum.  Svo bilumst við yfir að allt fari til andskotans.

Það er svo að mínu áliti að FENGINNI reynslu, -fjarveran frá fjölskyldunni sem gerir hvaða laun sem er að lúsarlaunum oftast nær.

Björn Finnbogason, 20.11.2008 kl. 01:30

6 identicon

FÁVISKA OG ÖFUND

Sjomaður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 02:31

7 Smámynd: Björn Finnbogason

Telur fólk að einhver sé sérstaklega að vinna fyrir 2,5milljónum á mánuði?  Ekki er það að sjá á upphrópunum um launakjör hér á landi undanfarið.  Meira að segja frétthálistarnir sjá ofsjónum yfir 20.000.- hækkun til allra þeirra er heyra undir kjararáð!  Sem samanlagt er kannski 2,5milljónir!  Fréttahálistar (fréttamenn) ala á fávisku og öfund og tortryggni hvar sem þeir ná í fóður.  Sést ekki fyrir í sumu því sem þeir taka sér fyrir hendur.  Svo er náttúrulega fyrir neðan allar hellur minnimáttarkenndin í sjómönnum!  Af hverju ekki að brosa bara framan í heiminn og segja YESSS!  Það er nú ekki eins og það séu alltaf jólin í þessu.

Björn Finnbogason, 20.11.2008 kl. 03:15

8 Smámynd: Björn Finnbogason

Bendi svo á að margar áhafnir halda úti bloggsíðu þar sem lýst er aðstæðum þeirra um borð.  Svo getur bara hver dæmt fyrir sig.

Björn Finnbogason, 20.11.2008 kl. 03:19

9 identicon

"70 dagar í smugunni og koma svo köttaður og brúnn til baka er ekki alltaf slæmur kostur." ahahaha. Þetta finst mér það fyndnasta sem ég hef lesið lengi. Sjómenn vinna 2x 6 tíma vaktir og þar á milli eru þeir í 6 tíma hvíld. Á þessum 6 tímum milli vakta þurfa þeir að klæða sig, borða, þrífa sig og sofa. þeir fá aldrei 6 tíma svefn, nema kanski á leið á miðin og í land aftur en oftast er sá tími notaður til að auðvelda verkin þegar komið er á miðin eða í land. Að vera á sjó í svona langan tíma jafnast á við fangavist, þú ert mjög lokaður af og það er ekkert snúum við þegar einhverjum byrjar að leiðast eða fær heimþrá. Ég verð oft pirraður þegar laun sjómanna eru gagngrínd.

Kveðja

  Helgi Már 

Helgi Már (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:00

10 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Verð nú að segja að þessi lýsing sem er undir nafninu á pistlahöfundi virðist samkvæmt mínu viti passa alveg.  "Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um". 

Annars eru þessi svokölluðu ofurlaun í dag á frystitogurum og kannski síldarbátum eingöngu komin til út af kolbiluðu gengi.  Veit samt ekki hvort ég sé á ofurlaunum eður ei, læt aðra öfundast út í það.

Svo tek ég heilshugar undir orð  Björns her að ofan, "-fjarveran frá fjölskyldunni sem gerir hvaða laun sem er að lúsarlaunum oftast nær."

Valur Hafsteinsson, 21.11.2008 kl. 06:32

11 identicon

Verð nú að segja að svona tal er ekkert nýirði, sem sjómaður tel ég mig vera á ágætis launum, en það hvað fólk getur velt sér upp úr launum sjómanna er allveg bráðfyndið, þetta hefur alltaf verið svona nema síðustu 4 árin þá fengu bankamenn þessa lesningu.  Ég persónulega hef orðið fyrir aðkasti þegar ég hef farið út á lífið í minum litla smábæ út af launum, hvað er að spyr ég hafið þið ekkert þarfara að gera en að stúdera þetta,  mér persónulega er drullusama hvað náunginn er með og gleðst yfir því að einhverjum gangi vel.

Síldarsjómaður, (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:23

12 identicon

Hvaða hálviti ertu Björn, greinilega mikil öfund í gangi í garð sjómanna.

Held það ætti að bjóða þessum manni að fara einn túr á sjó og sjá hvað honum finndist eftir það.

Þetta eru óþörf og leiðinleg komment í garð sjómanna, og ættum við ekki að gera lítið úr því hvað þeir gera. Einmitt hættu að blanda þér í umræður um hluti sem þér kemur alls ekkert við og greinilega hefur ekki hunsvit á. Reyndu að sýna þroska og haltu úti bloggsíðu sem er eitthvað vit er í.

Mærin (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:34

13 identicon

Alltaf gaman að lesa svona... varstu á sjó karlinn minn og hljópst í land að smíða fyrir 2-3 árum ??? og kemstu ekki í gamla góða plássið í dag æ æ. Þegar svokallað góðærið réði ríkjum hér síðustu ár þurftu sjómenn að landa sínum afla á mjög sterkri krónu og litu fáir við plássunum þá....

Gunnar Finnur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:36

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég efast um að hann hafi verið á sjó, hann margfaldar hásetahlut skiptstjóra með 3, en það er hvergi nema á nótabátum og sá aukahlutur fékk skipstjórinn eftir að sá sem stóð vaktina í mastrinu að skima eftir torfum var lagt af þegar Asdic aka "Allied Submarine Detection Investigation Committee " (fyrsta tegund af dýptarmælum) voru fundnir upp og þann hlut fékk skipstjórinn. Svo talar hann um lúxus að vera í 70 daga svartnætti, sjá ekkert nema myrkur í 70 daga og kom heim og fá greidda tryggingu sem er ekki upp á marga fiska ... og þurfa kannski að lifa á kartöflum og eymuðu vatni síðustu 10 dagana vegna þess að allur matur er búinn.

Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 10:56

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Svo ég tali nú ekki um þau skip sem fóru á tilraunarveiðar á Hatton-Rockall svæðinu og fengu ekkert uppúr krafsinu, voru þar í marga mánuði og þegar heim var komið fór útgerðin á hausinn og þeir sem fóru í þetta ævintýri fengu ekkert borgað nema eftir áralanga baráttu úr ábyrgðarlaunasjóði ríkisins. Mér var boðið að gerast bátsmaður í því ævintýri sem ég afþakkaði pent, einnig var mér boðið bátsmannstaða á skipum sem Óttar Yngvarsson var með á sínum snærum og átti að fara á flæmska hattinn, ég samþykkti það með skilyrði að ég væri kominn heim fyrir jól, því var hafnað og ég hafnaði því tilboðinu, sem betur fer því þeir höfðu ekkert uppúr þessu og eyddu jólunum um borð á þessum eldgamla Rússa ryðkálfi bundnir við bryggju í St. John's á Nýfundalandi með bilaða aðalvél og peningalausir.

Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 11:08

16 identicon

Menn ættu nú að fara varlega í að tala um laun annara, hugsa frekar um sjálfa sig...það er ekki eins og það sé verið að taka þessa peninga úr þínum vasa er það nokkuð?? Svo er eitt sem þú ættir líka haft í huga að almennt eru launin ekki svona há, og því algjör óþarfi að blanda helli sjómannstétt inn í þess umræðu. Að lokum vil ég benda þér líka á að oftar en ekki eru þessir menn sem eru á sjó fyrirvinnur sinna fjölskyldna, því oftar en ekki hefur konan ekki annars kosta völ en að vera heima til að hugsa um börnin þegar maðurinn er yfir hálft árið í burtu, oftar en ekki ca. níu mánuði á ári !!!!!

Já og spáðu í því það er nú meiri LÚXUSINN fyrir þessa menn að hafa ljósabekki um borð í þessum skipum, að hugsa sé að svona skuli LÍÐAST og þeir með þessi LAUN!!! Skamm, skamm sjómenn að þið skulið voga ykkur að eiga smá líf þegar þið eruð mánuðum saman í burtu frá ástvinum ykkar.

En eitt máttu vera kannski ánægður með Björn Finnbogason að þú fékkst viðbrögð við þessari umræðu og kannski líka misgóðan stimpil á þig um leið.

sjómannskona (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:37

17 Smámynd: Björn Finnbogason

Svo er náttúrulega fyrir neðan allar hellur minnimáttarkenndin í sjómönnum!  Af hverju ekki að brosa bara framan í heiminn og segja YESSS!  Það er nú ekki eins og það séu alltaf jólin í þessu.

ÉG tek stimpilinn á mig fyrir að láta það útúr mér að sjómenn séu haldnir minnimáttarkennd, enda skrifaði ég það sjálfur sbr. athugasemd nr. 7.  9-10-11. virðast samt ekki þjást mikið af henni enda engin ástæða til.  

Það er svo að mínu áliti að FENGINNI reynslu, -fjarveran frá fjölskyldunni sem gerir hvaða laun sem er að lúsarlaunum oftast nær.  -Athugasemd mín nr.5.  Svarar kannski nr. 16 eitthvað? Annað í þessari umræðu hefur fólk bara gefið sér án þess að lesa hvað það er að kommenta á.  Það skemmtilega við þetta er þó að fram kemur, allt frá drullunni og skítnum, upp í ljósabekkinn hjá nr. 16, rosalega hlýtur hennar að vera brúnn og sællegur þegar hann kemur heim

Björn Finnbogason, 21.11.2008 kl. 17:17

18 identicon

"Tvær milljónir tvöhundruð og þrjátíu þúsund á mánuði takk fyrir!  Og þurfa ekki að hafa áhyggjur af nokkru nema rassgatinu á sjálfum sér!"    Segir þetta ekki allt sem segja þarf um þetta blogg þitt þó svo að þú reynir að klóra hressilega í bakkann síðar í þessu bloggi. Ég get alveg sagt þér að minn maður hefur um ansi margt annað að hugsa en rassgatið á sjálfum sér þegar hann er á sjó......kannski hefur þú aðra reynslu um það ætla ég hins vegar ekki að rökræða við þig Björn.....

En eins og ég sagði áður og segi enn og aftur "Menn ættu nú að fara varlega í að tala um laun annara, hugsa frekar um sjálfa sig"

"70 dagar í smugunni og koma svo köttaður og brúnn til baka er ekki alltaf slæmur kostur."  Svona okkar á milli Björn þá kemur minn maður ekki brúnn og sællegur heim af sjónum, heldur þreyttur og er oftast í fleiri daga að jafna sig og koma svefni og annað í lag, en en og aftur....kannski hefur þú aðra reynslu þar um.

Það er furðulegt þegar menn setja upp svona staðhæfingar eins og þú gerir í upphafi þessa bloggs þíns og því er mér spurn hvað þú ert eiginlega að fara með þessu bloggi þínu?  

Ég ætla ekki að vera með skítkast út í einn né neinn og þar á meðal ekki út í þig Björn, en það furðar mig þó að menn geti kastað svona fram eins og þú gerir (þó svo að þú reynir að klóra í bakkann síðar í þessum umræðum) því það er fullt af fólki sem les, þú ert jú að skrifa á opnum vef.

Góða helgi.

sjómannskona (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 19:21

19 Smámynd: Björn Finnbogason

Veistu hvað forsætistráðherra landsins er með í laun?  Finnst einhverjum eðlilegt að háseti sé með tvöföld þau laun?

Ef svo, finnst þá nokkurri sálu það skrýtið að við séum með haug af 1/2 vitum á þingi, og landið sé þar sem það er?

Undanfarnar vikur höfum við lesið hvert kommentið eftir annað um ofurlaun þessa þingmannaliðs okkar, það eigi að lækka laun þeirra og svo er býsnast yfir 20.000.- launahækkun á línuna.  Á sama tíma hefur enginn sett út á hásetahlutinn hér að ofan.  Einu viðbrögðin hafa verið þau að sýna fram á hversu erfitt og óreglulegt þetta starf er, og hvað það sé ómerkilegt að hafa skoðun á því hvað sé greitt fyrir það.  Það kemur líka fram hér að ofan að sú var tíðin að fáir litu við sjómennskunni, og hvers vegna? Jú launanna vegna!  Svo kemur það fólki alltaf jafnmikið á óvart hversu lélegt lið við fáum á þing!  Svo eru hér nokkrir sem eru bara ánægðir með sitt og þurfa ekkert að útskýra það neitt.  Það er einmitt málið. 

Um borð í skipi er bara einn sem ræður.  Aðrir eru einfaldlega hluti af þeirri keðju sem fer í gang þegar bryggjunni sleppir.  Þetta hefur þó líka verið að breytast undanfarin 20 ár eftir því sem tækninni hefur fleygt fram og betra hefur verið fyrir útgerðina að fylgjast með og stýra veiðinni.  Eitt breytist þó ekki ennþá allavega!, skipstjórinn ber alla ábyrgðina á skipinu.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er að skrifa á opnum vef fyrir alla að sjá.  Þess vegna er það líka mjög athyglisvert að lesa sumt af því sem skrifað hefur verið hér að ofan.

Bendi svo á að ef plássið er svo slappt að ekki er bekkur um borð þá má fá brúnkuklúta til að senda menn með svo þeir nái lookinu áður en þeir koma heim

Góða helgi!

Björn Finnbogason, 21.11.2008 kl. 21:57

20 identicon

Já svo það var málið með þessu bloggi þínu að þú ertu að bera saman laun sjómanna og þingmanna.....en afhverju ferðu þá ekki um víðari völl og tekur fleiri stéttir inn í þessa umræðu þína.

Ég veit mæta vel að á skipi er aðeins einn skipstjóri en það vill nú bara þannig til að það er líka bara einn yfirmaður á fleiri vinnustöðum.

Ég held að þú hafir bara skotið sjálfan þig í fæturna með að henda þessari ómerkilegu fyrirsögn fram "Tvær milljónir tvöhundruð og þrjátíu þúsund á mánuði takk fyrir!  Og þurfa ekki að hafa áhyggjur af nokkru nema rassgatinu á sjálfum sér!". 

"Undanfarnar vikur höfum við lesið hvert kommentið eftir annað um ofurlaun þessa þingmannaliðs okkar, það eigi að lækka laun þeirra og svo er býsnast yfir 20.000.- launahækkun á línuna."

Vissulega hafa sjómannslaun rokið upp og þá sérstaklega með falli krónunar, það er ekkert launungamál, en sjómannslaun hafa nú ekki alltaf verið svona góð og hvar voru þá raddirnar þá? þegar menn komu kannski mánuð eftir mánuð í land og ekkert nema tryggingin.....ekki man ég eftir að hafa lesið mikið um það, hefur þú kannski eitthvað bloggað í þá áttina.

Það er varasamt að vera með svona samanburð því eins og þú væntanlega veist, þar sem þú virðist hafa allt á hreinu með þessi mál, geta launin hjá sjómönnunum hrapað á einu bretti, ekki að mér vitandi geta laun þingamanna gert það, ekki á meðan þeir eru í sinni vinnu a.m.k

Góða helgi.

sjómannskona (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:05

21 Smámynd: Björn Finnbogason

Grunnurinn að þessu var sá að athuga hvort fólk elti frekar launin eða starfsgreinina.  Var kominn með upp í kok af þessari launaumræðu, rakst á af fréttina af Höfrungi, og restin er hér.  Hugsa að þó ég hefði sagt 22milljónir hefði megninu af þjóðinni yfirsést!  Þá fannst mér líka allt í lagi að það kæmi fram að það geta verið peningar annars staðar en í fjárglæfrum. 

Ef ég hefði sagt: Og þurfa ekki að hafa áhyggjur af nokkru nema að konan haldi framhjá!,  hefðu þeir allir hringt heim og steingleymt mér Nú verður ekki mikill svefnfriður í nótt hjá einhverjum. 

Samt er það einhvern veginn þannig að maður missir ekki af neinu sem manni er ætlað, og það á einnig við um konur.

Aðbúnaður sjómanna batnaði ekki neitt fyrr en útgerðir þurftu að hagræða í rekstri.  Því fylgdi oft á tíðum aðbúnaður sem ekki hafði sést hér nema í erlendum skipum.  Þannig hélst svolítið í hendur mikið betri aðbúnaður en lélegri laun.  Nú er uppi sú staða að sjómenn eru að fá gríðarlega auknar tekjur vegna falls krónunnar, það er ekkert leyndarmál.

Okkur veitir nú ekki af að geta séð eitthvað jákvætt í stöðunni, ekki fær maður jákvæðnina í fréttum.

Svo erum við svolítið skrítnar skrúfur að því leyti að það sem þér var vorkennt fyrir í fyrra ertu öfunduð af í dag.

Greyið sem hafði ekki efni á að fara nema til Edinborgar fyrir jólin í fyrra af því maðurinn hennar var bara á sjó, er núna "sumir geta leyft sér það"-æðir til Edinborgar þó landið sé á hausnum, maðurinn er á frystitogara!!!

Góðar stundir!

Björn Finnbogason, 22.11.2008 kl. 01:24

22 identicon

Þetta er farið að verða ansi innihaldslaust hjá þér Björn, hvort þú hafir svona slæma reynslu á sjómennsku, framhjáhaldi og öllu sem því fylgir skal ég ekki dæma um, en mér finnst þú bara vera farin að bulla hér eitthvað sem kemur upphaflegu bloggi ekkert við.

"Svo erum við svolítið skrítnar skrúfur að því leyti að það sem þér var vorkennt fyrir í fyrra ertu öfunduð af í dag." Þetta hlítur að koma beint frá hjarta þínu og ég skil þetta ekki betur en að svona hugsir þú í garð þeirra manna sem eru á sjó í dag.......alveg burt séð frá framhjáhaldi, Edinborgarferðum og hvað það er sem þú vilt tíunda.

Já launin hjá sjómönnum hafa hækkað, guð sé lof fyrir það.....þó svo að það sé ekki rokið í utanlandsferðir....Það sem maður hefur einn mánuð á sjó þarf að duga í gott betur en einn mánuð, það vita allir sem lifa sjómannslífi, og það er aldrei á vísan að róa því þú veist aldrei hvaða laun þú hefur í næsta mánuði, þó svo að það komi eitt yfirgengilega gott ár er ekki þar með sagt að þau næstu verði eins.

En ég vona það að það verði sömu viðbrögð og sama tal þegar launin fara að lækka aftur því öll vitum við að þau koma ekki til með að haldast svona.

Takk fyrir

Sjómannskona (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:48

23 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Fékk ábendingu um að skoða þessi skrif hér. Var nú ekki viss um hvort ég ætti að gera athugasemd við, en læt mig þó hafa það. Finnst nú að lýsing á höfundinum í höfundaupplýsingum segja það sem segja þarf þegar höfundur lýsir sjálfum sér.

 Ef menn hafa mestar áhyggjur af launum sjómanna í dag er ekki mikið að í þessu þjóðfélagi, jú laun sjómanna er ágæt um þessar mundir en það skapast mest af því hvernig krónan er gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Finnst þú Börn gera ansi lítið úr sjálfum þér með þessum öfundar skrifum og þau lýsa bara þínum karakter betur en nokkuð annað.

Svona þér að segja þá er ég búinn að vera sjómaður í 34 ár og það hefur ekki alltaf verið legið í ljósum og bara hafðar áhyggjur af sínu rassgati, eins og þú segir. Ég hef bæði haft mjög léleg laun og líka mjög góð í gegnum tíðina, en ég man ekki eftir að neinn hafi skrifað um það þegar menn hafa haft það mjög skítt á sjónum, það er bara þegar góðæri er hjá einhverjum sem á sjó er, að öfundsjúkir menn eins og þú sjá ástæðu til að tjá sig. Þú veist ekkert hvernig sjómannslíf er og fjarvera frá fjölskyldu. Þú ættir að hafa vit á að skammast þín.

Grétar Rögnvarsson, 22.11.2008 kl. 12:04

24 Smámynd: Sævar Einarsson

Hann nennir ekki einu sinni að spá í það sem ég skrifaði og tjá sig um það, en svona getur öfundsýkin byrgt mönnum sýn.

Sævar Einarsson, 22.11.2008 kl. 13:09

25 Smámynd: Björn Finnbogason

....og þurfa kannski að lifa á kartöflum og eymuðu vatni síðustu 10 dagana vegna þess að allur matur er búinn.

Voruð þið þarna félagarnir Gísli, Eiríkur og Helgi?

....ég samþykkti það með skilyrði að ég væri kominn heim fyrir jól, því var hafnað og ég hafnaði því tilboðinu, sem betur fer því þeir höfðu ekkert uppúr þessu og eyddu jólunum um borð á þessum eldgamla Rússa ryðkálfi bundnir við bryggju í St. John's á Nýfundalandi með bilaða aðalvél og peningalausir.

Heimsreisur í boði Óttars Ingvarssonar! Einmitt!

Ætla ekki að hafa fleiri orð um skrif Sævarsins, sem hefur líklega róið á bryggjurúntinum og gert út frá Kaffivagninum, og aldrei komist svo langt að gera einn góðan túr á ævinni.

Björn Finnbogason, 22.11.2008 kl. 15:14

26 Smámynd: Björn Finnbogason

Ég hef verið greindur hér sem fáviti með öfundsýki.  Ætli það sé hægt að komast á einhverjar bætur út á þetta?

Ég bara spyr! 

Björn Finnbogason, 22.11.2008 kl. 15:35

27 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú gætir alltaf tékkað á því kallinn, fengið ofur-öryrkjabætur og farið í ljósabekki, fengið afsláttarkort í World Class og orðið  helköttaður ...

Sævar Einarsson, 22.11.2008 kl. 15:59

28 Smámynd: Sævar Einarsson

Og smá misskilningu hjá þér, hér var enginn að greina þig, þú sást um það sjálfur skuldlaust.

Sævar Einarsson, 22.11.2008 kl. 16:00

29 Smámynd: Björn Finnbogason

SUlll elsku kúturinn!, ætli sé ekki nóg á þig lagt í augnablikinu.  Staða Arsenal hlýtur að vera þér þungbær, og erfiður kross að bera í litlu samfélagi.  Verð nú samt að segja þér frá því að á Eskifirði sá ég fyrst svona skip með mannaíbúðum.  Minnir að það hafi heitið Kronborg og verið norskt.  Mikið djöfull öfunduðum, já segi og skrifa öfunduðum við þá, af leðursófasettunum í setustofunni.

Björn Finnbogason, 22.11.2008 kl. 21:04

30 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já, það er ekki gaman að vera Arsenal fan í dag en það var nú ekki umræðuefnið, hef nú upplifað gleði og leiðindi þar eins og í sjómennskunni. Já Kronborg var frá Færeyjum, en sem betur fer eru orðnar mannibúðir í flestum ísl skipum í dag. En hvað um það, það á ekki að öfunda aðra ef vel gert og fólk hefur það sæmilegt og góð laun og allra síst sjómenn, það átt þú að vita ef þú hefur verið til sjós. 

Grétar Rögnvarsson, 22.11.2008 kl. 22:52

31 Smámynd: Sævar Einarsson

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 00:48

32 Smámynd: Björn Finnbogason

Ég geri ráð fyrir að þú getir valið úr mönnum til að manna hjá þér skipið.  Ég vil að við íslendingar eigum líka val úr því besta til að stjórna landinu.  Ég gæti alveg séð fyrir mér þingmannslaunin í 2 milljónum og ráðherralaunin í 3milljónum á mánuði.  Þá myndi fólk virkilega sækjast eftir því að komast á þing.  Í staðinn erum við með súpuna eins og hún er í dag.  Sjáðu nú bara þessar tvær nýju úr Framsóknarflokknum, settar á eftir Guðna og Bjarna til uppfyllingar út frá búsetu og kyni, á lista flokksins í suðurkjördæmi.  Svona hefur þetta verið í öllum flokkum undanfarin tuttugu ár.  2/3 alþingismanna hafa ekki nokkurn skapaðan hlut að gera þarna og helmingurinn datt inn á þing í upphafi.  Það er alveg sama hvar er, í hvaða atvinnugrein, þetta snýst alltaf um launin að lokum.  

Og jú ég hef verið til sjós.  

Björn Finnbogason, 23.11.2008 kl. 04:06

33 identicon

Ættu þingmenn þá ekki bara að hafa laun eftir afkastagetu? svona fyrst þér finnst þú knúinn til að bera laun sjómanna og þingmanna saman. Sjómenn eru örugglega sú stétt sem er með einna óstabílustu laun í landinu, það ættir þú að vita allt um vanur sjómaðurinn.

Þetta var lágkúrulegt hjá þér að kasta þessari fyrirsögn fram, alveg saman hvernig á það er litið. Að þú hafir verið greindur hér sem fáviti með öfundsýki.....dæmi hver um sig !!!!

Sjómannskona (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:11

34 Smámynd: Björn Finnbogason

Sjómenn eru örugglega sú stétt sem er með óstabílustu launin í landinu, það er alveg rétt.  Alþingi er á hinn bóginn óstabílasti vinnustaður landsins.  Fólk hvort sem er til sjós eða lands hikar nú við að hætta öruggum störfum fyrir: ekkert atvinnuöryggi OG skítalaun.

Og sjómannskona: Þú ert hrútur!

Björn Finnbogason, 23.11.2008 kl. 16:42

35 identicon

Humm, ertu komin með stjörnuspeki í þetta núna, þú ferð svei mér um víðan völl.....en neibb, ég er ekki hrútur !!!!

Sjómannskona (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:09

36 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

bara svona út af þessari umræðu.

nú er ég ekki sjómaður og er þar að leiðandi ekki á þessum launum.

en mig langar nú aðeins að benda á eitt.

 björn Finnborgason skrifaði:

"Veistu hvað forsætistráðherra landsins er með í laun?  Finnst einhverjum eðlilegt að háseti sé með tvöföld þau laun?

Ef svo, finnst þá nokkurri sálu það skrýtið að við séum með haug af 1/2 vitum á þingi, og landið sé þar sem það er?

Undanfarnar vikur höfum við lesið hvert kommentið eftir annað um ofurlaun þessa þingmannaliðs okkar, það eigi að lækka laun þeirra og svo er býsnast yfir 20.000.- launahækkun á línuna.  Á sama tíma hefur enginn sett út á hásetahlutinn hér að ofan.  Einu viðbrögðin hafa verið þau að sýna fram á hversu erfitt og óreglulegt þetta starf er, og hvað það sé ómerkilegt að hafa skoðun á því hvað sé greitt fyrir það.  Það kemur líka fram hér að ofan að sú var tíðin að fáir litu við sjómennskunni, og hvers vegna? Jú launanna vegna!  Svo kemur það fólki alltaf jafnmikið á óvart hversu lélegt lið við fáum á þing!  Svo eru hér nokkrir sem eru bara ánægðir með sitt og þurfa ekkert að útskýra það neitt.  Það er einmitt málið. "

nú er það bara einfaldlega þannig að ég tel mig geta verið á móti launum hjá fólki sem að ég tek þátt í að borga launin hjá sem skattgreiðandi þessa lands, en þar sem að ég borga ekki krónu í þessum launum hjá sjómönnum, þá gæti mér ekki veirð meira sama og er eginlega bara sáttur að einhverjir hafi það betur en aðrir vitandi það að þessi laun geti hrunið niður úr öllu valdi í næsta mánuði 

Árni Sigurður Pétursson, 25.11.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband