Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Þegar allt sýnist einskisvert, flytur trúin fjöll!

Aldrei hvarflaði að mér á sínum tíma að nú tveimur árum seinna sæti ég í draumahúsinu. 

Aldrei hvarflaði að mér að mér tækist að krafla sjálfan mig upp úr þeim pytti sem ég var í.

Aldrei hefði ég látið mig dreyma um að hlutirnir gengju upp eins og þeir hafa gert hingað til.

En!

Það hafa þeir gert.

Mín saga -ef hún getur orðið einum ljós í myrkri, -er góð saga!

Október 2007:

Ég vakna í stofunni eftir enn eitt svartnættiskvöldið og er að athuga stöðuna á vínbirgðum hússins.

Sem ég sest upp er verið að sýna Chelsea replay á einhverri rásinni og Eiður að skora úr hjólhestaspyrnu.  Þrjátíu og eitthvað árum áður hafði ég verið með pabba hans í íþróttabúðum á Leirá í Borgarfirði -og jarðað þennan búðing -pabbann sko, sem seinna átti eftir að verða einn besti leikmaður Íslands:-P -í nánast hverju sem var.

 Ég lít yfir stofuna og eldhúsið og hugsa með mér: hvern andskotann er ég að gera?  Geng fram í eldhús og lít út um gluggann - ég er í Garðinum.  Á þremur mánuðum hefur mér tekist að gjörsamlega klúðra öllu mínu lífi.  Vafið bílnum utan um staur, hengt mig fjárhagslega, og sit uppi með landa í kókflösku og hvítvínskút!

Sem ég sest niður og hugsa!, sem nota bene hefur nú aldrei reynst mér vel sérstaklega, rámar mig í að þetta síðasta fyllirý hafi verið í tilefni af því að ég keypti hús á uppboði.

Jæja!

Er þá kominn tíminn til að skipuleggja brottför eða berjast? Hinum megin við götuna bjó nefnilega útfararstjórinn til margra ára -og þetta voru svona ábyggilegar pælingar þess efnis, að ég kæmist nú í gröfina!

Á hinn bóginn hafði ég keypt hús sem var kannski vert að berjast fyrir! 

Ég valdi LÍFIÐ og vatt mér í að ganga frá kaupum á húsinu og endurgerð þess.  Án hjálpar góðra manna hefði það aldrei tekist, ekki er ástæða til að tíunda það hér en ég hef eftir fremsta megni endurgoldið þann greiða. Svo seinna þegar ég hafði gengið framhjá draumahúsinu svona 300 sinnum, keypti ég það.

Svo hrundi Ísland og ég langleiðina með, en aldrei hef ég komist nær 6 fetunum en þessa dagstund þegar ég ákvað að lifa!

Hefur eitthvað verið minnst á peninga hér?

Dont think so!

Ég sá á einum tíma "eigið fé"hátt í 200 milljónir -á prenti.

Það bara skiptir ekki nokkru máli í reynd.  

En þegar Ísland féll átti ég frystihús, gistihús, og nokkrar íbúðir!  Vantaði að vísu álver en hey!!! Hvað getur maður gert á tveim árum?

Það sem mig langar að koma til skila hér er einfaldlega það að það er alltaf von.

Ég hef orðið gjaldþrota þrisvar sinnum held ég örugglega, en það er líf eftir gjaldþrot:-D

Geti dagbók mín hér á undan hjálpað einhverjum er það vel.

Megi guð ykkar vera með ykkur

Gleðileg jól.

Erindið samt, þó liðin sèu nokkur ár. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband